þriðjudagur, 3. mars 2009

Efnislitill og hrokafullur Össur.

það má alltaf hafa gaman af því þegar félagi Össur ryðst fram og skrifar. Ég reyni að missa ekki af enda orðfærið magnað og innihaldið alltaf af og til kjarnmikið. Í dag var textinn bæði gisinn að magni og innihaldi.

Hann er að efnagreina Sjálfstæðisflokkinn. þar greinir Össur forystukreppu. það er væntanlega það ástand að klíkan á toppnum er ekki búin að ákveða niðurstöður prófkjörs og ákveða atvikaröð framtíðarinnar. Það er nefnilega þannig sem hlutirnir gerast hjá Samfylkingunni. Á svoleiðis bæjum verður engin forystukreppa.

Sjálfstæðisflokkurinn á vissulega eftir að velja sér formann. Ég notaði viljandi þetta orðalag, að velja sér formann. Samfylkingin reykfyllir bara herbergi í fjölskylduboði til að velja sér forystu og lætur svo flokksmenn kjósa það yfir sig. Forystukreppa Sjálfstæðisflokksins er að mati untanríkisráðherrans sumsé að ekki er búið að ákveða bakatil hver skal landið erfa og hvernig og hver skal svo vera næstur í röðinni líka.

Hann talar um að Sjálfstæðisflokkurinn eyði dýrmætum tíma þingsins í fánýtt karp. það var Samfylkingin sem notaði dýrmætan tíma þingisins í eitt mál og aðeins eitt mál vikum saman á meðan loforðin fögru brunnu upp. Þingið var tekið úr sambandi heilan dag á meðan mesta æðið rann af fulltrúum framkvæmdavaldsins vegna þess að löggjafinn gerðist svo ósvífinn að vilja sinna skyldum sínum!

Össur getur auðvitað hártogað og gert góðlátlegt grín að tilraunum Sjálfstæðismanna til að lita í eigin barm og læra af sögunni. Það eru kenndir sem hvorki hann né aðrir ráðherrar Samfylkingar hafa reynt að þroska með sér. Á meðan grasrótin í þeim flokki æpir á ábyrgð og endurnýjun sitja ráðherrarnir sem fastast við sinn keip og telja mikilvægi sitt óendanlegt. Ég veit að nöldur andstæðinga eins og mín er léttvægt en að daufheyrast við kröfum sinna eigin leiðir bara til eins.

Kannski var mesta ógæfa okkar Sjálfstæðismanna að efast aldrei. Kannski vorum við ekki með réttu spurningarnar og þá hreint ekki réttu svörin heldur. Nú þegar við erum að reyna að komast til botns í okkar málum telur félagi Össur það merki um upphlaup og forystukreppu.

Hann þekkir hvoru tveggja mætavel enda er það staða sem er viðvarandi í hans eigin flokki þó hann láti sem ekkert sé. Hvenær skyldi flokkurinn hans fara að sinna því sem hann lofaði í stað þess að eyða dýrmætum tíma í rembast við að slá keilur í aðdraganda kosninga?

Þjóðin hefur bara ekki tíma aflögu í svoleiðis þó Össur telji ekkert brýnna nú.

Röggi.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Össur er svo fádæma taktlaus maður. Nú pönkast hann á Sjálfstæðisflokknum og líka á formanni Framsóknar en er búinn að koma sér og sínum samfylkingarflokki í þá stöðu að hann getur ekki samið um stjórnarmyndun við neinn nema VG eftir kosningar. VG er að átta sig á þessu og munu setja össuri ræflinum mjög stíf skilyrði ef þeir eigi að mynda stjórn með Samfylkingunni eftir kosningar. Kv Páll Einars

Nafnlaus sagði...

Röggi... ertu ekki bara jafnaðarmaður inn við beinið?

kv.
Jón H. Eiríks.

Nafnlaus sagði...

Hver hefur traust á Sjálfstæðisflokknum eftir svona rugl
http://xd.is/?action=landsfundur


hvað þá að treysta KJÓSENDUM þess flokks til að velja FORINGJA.

Eftir höfðinu dansa limirnir,
ekki satt?

Nafnlaus sagði...

Gott væri ef Röggi hætti að setja punkt á eftir fyrirsögnum sínum.

Kveðja,
Arnar

Nafnlaus sagði...

Sæll Röggi

Ó boy, ó boy!

Röggi þú ert ekki alveg að fatta þetta dæmi með Sjálfstæðisflokkinn og stöðu hans í dag.

Ég hef kosið Sjálfstæðisflokkinn allt mitt líf en geri það ekki aftur fyrr en eftir 10-20 ár. Það fer eftir því hversu langan tíma það tekur að gera upp Davíðstímann og þá spillingu sem viðgengst á þeim tíma.

Við sem ekki höfum getað talist innvígðir og innmúraðir vissum EKKI hvað var í gangi og skömmumst okkar fyrir að hafa varið miskunnarlaust stefnu flokksins sem Davíð innleiddi og leiddi hér allt í þrot. Spillingin er þó það sem fer verst í mann.

Össur kann að vera vindhani flestum stundum, tek undir það, en í þessum pistli sínum hér á eyjunni þá hittir hann naglann á höfuðið 100%.

Það er allt í bulli í Sjálfstæðisflokknum og menn og konur (ráðherrar) eru enn ekki vissir um hvað þeir mega viðurkenna og taka á sig og biðjast um leið afskökunnar á.

Þetta er ótrúlegt.

Meira segja Bjarni Ben, sem er drengur góður, er kominn í þá aðstöðu (aftur) að vera hikandi um hvað hann getur og má segja við kjósendur.

Af hverju?

Af því að hann er í framboði til formanns og þó hann hafi gengist við og gagnrýnt Davíðstímann.... og já beðist afsökunnar þá er hann byrjaður að draga í land.

Af hverju?

Vegna þess að það verður ekki fyrr en eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins sem hann getur tekið til hendinni án þess að eiga það á hættu að slegið verði á hendurnar á honum.

Æxlið, Davíðstíminn og Náhirðina, sem býr í flokknum þarf að skera burtu og það veit Bjarni Ben og allir hinir sem hafa verið óánægðir með hlutina innan flokksins.

Bjarni Ben mun gera það... en ekki fyrr en hann getur og það verður ekki fyrr en eftir að hann hefur öðlast umboð frá þessum sömu aðilum sem formaður flokksins.

Sjálfstæðisflokkurinn verður í stjórnarandstöðu næsta kjörtímabil, það er ljóst, og þá mun uppreisnin og óánægjan innan flokksins ná hámarki gagnvart Davíðstímanum og náhirðinni.

Þá verða hnífarnir á lofti og öll æxli og mein sem hafa tengst flokknum skorin miskunnarlaust af við fyrsta tækifæri.

Þá fær Náhirðin refsingu sína og Davíðstíminn verður þurrkaður út úr sögubókum Sjálfstæðisskólans og nöfn þeirra Hannesar Hó og Davíðs Oddsonar verða aðeins footnote í þeirri sögu.

Þeir Sjálfstæðismenn sem voru múlbundnir og sviptir málfrelsi á Davíðstímanum munu nú öðlast frelsi sitt aftur eftir 20 ára frelsissviptingu og uppreisn þeirra og hefnd gangvart náhirðinni verður í ætt við uppreisn þræla gagnvart eiganda sínum: hún verður blóðug og miskunnarlaus.

Þetta er skrifað. Þjóðverjar afneituðu Hilerstímanum á sama hátt og almennir Sjálfstæðismenn munu afneita Davíð og Davíðstímanum sem er svartast blettur í annars glæsilegri sögu Sjálfstæðisflokksins.

Hugsaðu þetta aðeins. Ég hlakka til að lesa skrif þín eftri að ný-frjálsu öflin ná völdum nú í Sjálfstæðisflokknum eftir Landsfuninn.

Ekki efast, vaknaðu og horfðu í kringum þig!

Það verða engir fangar teknir lifandi :)

Góðar stundir

Nafnlaus sagði...

Ps.

Röggi...

Þjóðverjar eru ENN að borga stríðsskaðabætur eftir tíma Nasista í Þýskalandi.

Seinni heimsstyrjöldinni lauk 1945 og í dag, ef mig misminnir ekki, þá er árið 2009.

Sjálfstæðismenn verða kannski ekki jafn lengi að vinna traust sitt til baka eftir Davíðstímann og Þjóðverjar tíma Hitlers og nasismans, en Sjálfstæðismenn verða að gera upp þennan tíma og fordæma hann og alla þá sem tóku þátt í að viðhalda honum á nokkurn hátt.

Aðeins þannig mun flokkurinn vera tekinn í sátt aftur og fyrirgefið afglöp sín.

Þetta á við um einstaklilinga líka, líkt og þig, sem verið hafa varhundar og spinn-doktorar Davíðstímans.

Líttu í kringum þig, andaðu og vaknaðu. Náðu sátt við almenning og biddu þjóðina afsökunar á hlutverki þínu í þessu hrunaferli öllu.

Þú stækkar við það og þér mun pottþétt líða mun betur.

Gangi þér vel

Nafnlaus sagði...

Biddu þjóðina afsökunar á að styðja flokkinn sem setti efnahag landsins á hvolf og ekki síst fyrir að vera enn að verja vitleysuna.

Farðu svo í meðferð!