miðvikudagur, 11. mars 2009

Hvað hræðist Jóhanna?

Merkilegt að fylgjast með Samfylkingunni reyna að galdra Jóhönnu til formennsku. Maður gengur undir manns hönd og stuðningurinn virðist alger. Þetta ætti í venjulegu árferði að vera hið fullkomna veganesti. En þannig er það nú samt ekki.

Konan hefur klárlega engan áhuga á djobbinu. Hún mun þó taka það að sér þvert gegn vilja sínum enda þrýstingurinn orðinn óbærilegur. En það getur varla orðið til langframa og því hlýtur enn eitt plottið að vera í pípunum.

Jóhanna verður látin sigla með laskað skipið í gegnum kosningar og svo verður hönnuð atburðarás svo hún losni við þennan kaleik sem hún hefur alls engan áhuga á. Þetta er auðvitað strangheiðarlegt gagnvart þjóð og flokki.

Nú er bara hugsað um koma sér upp einhverju trúverðugu svona rétt yfir kosningar. Og helst ekki að gera neinar mannabreytingar þó þjóðin öll æpi hástöfum á slíkt. Gamla liðinu er bara skákað til hingað og þangað eftir útgefinni forskift elítunnar.

Ég finn eiginlega til með Jóhönnu sem virðist vera dæmd til að taka flokkinn að sér þangað til annað kemur í ljós þvert gegn vilja sínum.

Röggi.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Alveg ótrúlegt hvað Sjálfstæðismenn hafa miklar áhyggjur af formannsvali í Samfylkingunni. Á sama tíma fer fram formannsval í Sjálfstæðisflokknum sem enginn talar um. Hvers vegna skyldi það nú vera?

Nafnlaus sagði...

Og alveg makalaust hvað Sjálfstæðismenn sjá hannaðar atburðarásir í hverju horni.
Sá sem byrjar að tala um hannaða atburðarás í dag getur allt eins hrópað: "Ég er sjálfstæðismaður!"
Hver þarf hannaða atburðarás á þessum síðustu og verstu?