Ég heyri marga góða og gegna Sjálfstæðismenn lýsa því yfir að þeir ætli ekki að kjósa flokkinn í kosningum núna. Vegna atburða sem gerðust hinu megin við gærdaginn. Linnulaus áróður ónýtra fjölmiðla í garð flokksins og forystumanna hans virðist hafa náð til eyrna ótrúlega margra. Sjálfstæðisflokknum er um að kenna er messað yfir okkur ótt og títt þó við fáum fréttir af því daglega að heimsbyggðin öll sé undirlögð og engin fái rönd við reyst og það þrátt fyrir að fall okkar hafi allsstaðar kveikt á loftvarnaflautum. Mikill er máttur flokksins segi ég.
Hver erlendi sérfræðingurinn á fætur öðrum er fluttur til landsins til að segja okkur að glæpirnir séu bankanna en það heyrist lítt enda eru fjölmiðlar ekki að básúna svoleiðis. Við munum trúlega rífast um þetta út í hið óendanlega og skekkjan í umræðunni verður í rökréttum takti við það hvaða hagsmunir eigenda fjölmiðlana henta best hverju sinni.
það sem skiptir máli í næstu kosningum er þó ekki þetta. Nú þarf að velja leiðir til að komast út úr vandanum. þar erum við að tala um grundvallarspurningar í stjórnmálum. Hvaða sjónarmið liggja að baki þegar við merkjum við. Þeir Sjálfstæðismenn sem ekki merkja við D eru þá væntanlega sáttir við vinstri stefnuna.
Við vitum út á hvað hún gengur. Skattahækkanir á allar hendur umfram allt svo ríkið megi nú stækka sem hraðast og mest. Allt sem heitir niðurskurður og hagræðing bannað. Vinstri stjórnir síðustu aldar brúuðu bilið jafnan með lántökum erlendum en nú er sá möguleiki ekki til staðar. Hvernig á þá að koma ríkiskassanum á rétt ról aftur?
Um þetta snýst málið næsta kjördag. Sjálfstæðisflokkurinn gerir sér grein fyrir því að niðurskurður hjá hinu opinbera er óhjákvæmilegar og nauðsynlegur, má líka gjarnan kalla það hagræðingu. það verður ekki sársaukalaust og krefst kjarks sem vinstri menn hafa ekki. Æfingar ríkisstjórnarinnar núna 5 mínútum fyrir kosningar í þá veru að hætta við heilbrigðar áætlanir um hagræðingu hjá hinu opinbera eru sjónhverfingar. Af þeim verður látið fljótlega eftir kosningar.
Nú þegar allt atvinnulífið fer um með blóðugan niðurskurðarhnífinn á lofti ætla ríkisforsjárflokkarnir tveir að berja höfðinu við steininn. Hvaða lógík er í því að ríkið geti ekki hagrætt og sparað? Er ríkisrekstur þeirrar gerðar að þar sest ekki fita utan á? Fólk og atvinnulíf sem berst nú í bökkum frá einum mánuði til þessa næsta mun ekki að óbreyttu þola miklar skattahækkanir. Þannig er það bara.
Skerum niður kostnað ríkissins og hagræðum. Hóflegar skattahækkanir eru óhjákvæmilegar og eðlilegar en ég mun aldrei kjósa yfir mig fólk sem telur það einu lausnina. Nú ríður á sem aldrei fyrr að grunnstefin í stefnu Sjálfstæðisflokksins haldi. Nú þegar yrti skilyrði eru afleit megum við ekki búa til heimatilbúnar álögur á skraufaþurrt atvinnulíf og heimili með skattaofbeldi.
Ríkisstjórn sem segist ætla að gera allt fyrir ekkert er á alvarlegum villigötum. Við hækkum ekki vaxtabætur án þess að einhver borgi það. Hátekjuskattur skilar okkur því að háar tekjur hverfa af yfirborðinu og skatttekjur ríkissins lækka. Hagfræðin og sagan leyna engu í þessum efnum.
Ég hvet Sjálfstæðismenn til að kjósa flokkinn vegna þess sem hann stendur fyrir. Þær grundvallarhugmyndir að frelsi einstaklingsins skili okkur mest og best fram á veginn. Látum ekki litinn hóp glæpamanna og pólitískt fatlaða fjölmiðlamenn selja okkur það að frelsið sé skammaryrði og vandamál.
Höft, bönn og ríkisforsjá eru ekki okkar tebolli. þeir Sjálfstæðismenn sem hafa skipt um skoðun kjósa auðvitað vinstri flokkana. Þeir hinir sem ekki hafa horfið frá grundvallarhugmyndum mæta auðvitað á kjörstað upplitsdjarfir og veita nýrri forystu flokksins brautargengi.
Flóknara er það nú ekki. Ég geng ekki um alla daga harðánægður með allt sem minn flokkur gerir í öllum málum. Mín afstaða mótast af grundvallarsjónarmiðum og þar á ég alla samleið með Sjálfstæðisflokknum.
þess vegna kýs ég hann og hvet alla Sjálfstæðismenn til þess að skoða hug sinn vel áður en þeir kjósa yfir sig vinstri stjórn þann 25. apríl fyrir tóman misskilning.
Röggi.
þriðjudagur, 31. mars 2009
Sjálfstæðismenn kjósi XD.
ritaði Röggi kl 12:50
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
17 ummæli:
Þetta er hraustlega mælt. Aldrei hefur ríkiskerfið þanist meir út en síðan 1991.
Vel mælt og ég mun kjósa d og reyna að koma í veg fyrir það stórslys sem er því miður mjög líklegt.
"Hátekjuskattur skilar okkur því að háar tekjur hverfa af yfirborðinu og skatttekjur ríkissins lækka."
Eh, já og nei hérna. Háar tekjur hverfa kannski en peningarnir til þess að borga þau laun eru enn til og fara þá vonandi í vasa einhverra annara sem borga lægri skatta af þeim. Já... það þýðir lægri skatttekjur en meiri jöfnuður.
Sögutilvísunin þín er röng að því leiti að hátekjurnar hurfu í sporslur sem voru ekki skattlagðar samkvæmt hátekjuskattinum ... þannig endaði fólk með sömu háu tekjurnar í raun og áður en borguðu lægri skatta. Skattkerfið er nú aðeins betur búið að bregðast við svona sporslum á laun ... en mætti örugglega vera betra í þeim málum.
"Skattahækkanir á allar hendur umfram allt svo ríkið megi nú stækka sem hraðast og mest."
Bull og vitleysa. Aftur ertu að vísa í gömlu rekstraraðferðina. Bæði vinstri og hægri hafa tekið upp betri rekstrartækni ... vinstri meira svo en hægri því hægri er búið að vera í stjórn svo lengi án þess að fá tækifæri til þess að endurskipuleggja rekstrarform sitt. Það má segja að módelið sem tók við árið 1991 hafi enn verið að mestu leyti við gildi 2008 ... þá löngu úrelt, þanið og spillt.
Það verður af og til að hreinsa út, mannlegt eðli ræður ekki við völd í of langan tíma.
"Hvernig á þá að koma ríkiskassanum á rétt ról aftur?"
Með því að skera niður barnabætur og einkavæða skóla og heilbrigðiskerfi? Þetta sagði allavega nýr Bjaddni sjálfstæðisflokksins. Langar bara að benda á að þessar uppástungur hans eru nákvæmlega í hina áttina við meira að segja Bandaríkin ... það þætti þá saga til næsta bæjar að US taki upp félagslegri stefnu en Ísland.
Einhverjir hérna í US gera sér grein fyrir hvað skapar verðmæti fyrir samfélagið ... Bjaddni gerir það greinilega ekki og því get ég einungis áætlað að atkvæði til xD sé ákvörðun til glötunar.
Ég held að Sjálfstæðismenn ættu að fara varlega í að tala um stórslys. Þeir hafa valdið mesta stósslysi Íslandssögunnar á síðari tímum. Það er álíka gáfulegt að fela þeim stjórn nú eins og skipstjóra Titanic væri falin skipstjórn
Bjarni,Þorgerður Illugi eru góðir fulltrúar morgundagsins jafnvel kröftugri en Dagur og Árni Páll.Samfylkingin nýtur þess að hafa Jóhönnu Sig einn virtasta stjórnmálamann samtímans,en eftir 4 ár hlýtur það fólk sem ég nefndi fyrst að takast á.
Er hægri stefnan hægri stefna um þessar mundir?
Á meðan Sjálfstæðisflokkurinn vinnur ekki að jafnræði þegnanna og ríkara frelsi einstaklingsins er tilgangslaust að kjósa hann. Skattaprósenta til eða frá er smáatriði í öllum þessum samanburði.
Þegar Sjálfstæðisflokkurinn er kominn með viðamiklar tillögur sem einfalda kerfið, gera það gagnsærra og sanngjarnara, þá skal ég koma til baka.
Það er kominn tími á að bylta kerfinu, en Sjálfstæðisflokkurinn er sko aldeilis ekki á þeim buxunum.
Ég ætla að kjósa auða og ógilda. Það endurspeglar best sýn mína á stjórnmál landsins um þessar mundir. Við ætlum hvort sem er að hrauna yfir hægri hugsjónina.
"Vel mælt og ég mun kjósa d og reyna að koma í veg fyrir það stórslys sem er því miður mjög líklegt."
bíddu bíddu. Ertu ekki að meina það stórslys sem xD er þegar búið að valda. Stingið bara hausnum í sandin. Sælir eru einfaldir. Sauðirnir hafa alltaf og muna alltaf kjósa xD. Svo á meðan þið lítið undan hafa þeir rænt ykkur. Svo spurði einhver hvernig þetta hrun gerðist. Þið gerðuð það. Með að kjósa þessa menn aftur og aftur. Sjáið bara vin ykkar skýra þetta út hvað kjósendur xD eru miklir bjánar upp til hópa. Yfirbjánin talar.
http://www.youtube.com/watch?v=jYT5Ef0Xnjk
Hvað er hægt að gera við svona fólk eins og þig Rögnvaldur?!
Það er eðlilegt að viti borið fólk ætli ekki að kjósa Sjálfstæðisflokkinn... með dyggri hjálp Framsóknar og svo Samfylkingar kom okkur í þá stöðu sem við erum í núna. Þeir áttu að vernda okkur með lagaramma sem hefði komið í veg fyrir svona stórslys... svo ekki sé nú minnst á bankasölurnar um árið.
Það er ekki einn einast dómari né hæstaréttadómari starfandi á Íslandi öllu sem ekki var ráðinn af Sjálfstæðismönnum.
Bara það er næg ástæða til að gefa þeim frí
Okkur er algjörlega lífsnauðsynlegt að Sjálfstæðismenn haldi sér til hlés í amk tvö kjörtímabil
Kútur, þú ert greinilega fárveikur ef þú heldur að fólk kaupi þetta bull sem þú skrifar. Disus láttu athuga þig, þetta er ein heilavöskuninn í viðbót frá ykkur íhalds drasl.
Nei þið fáið verstu útreið sem nokkur flokkur hefur fengið síðan árið eitt í pólitík.
Blessuð sé minning ykkar öðrum til aðvörunar.
Sammála Röggi.
Með því að setj X-ið sitt við D-ið er fólk í mínum huga að kvitta undir að það sem gerst hefur síðastliðin 18 ár sé í lagi.
Það er stjórnartíð Flokksins.
Mikið ábyrgðarleysi að halda því fram að verkfræðingurinn sem hannaði bilunina sé rétti maðurinn til að lagfæra hana.
Ræða fyrrum æðstaprests Flokksins(Davíðs) um síðustu helgi sýnir hvaða mann hann hefur að geyma.
Viljum við áfram það sama?
Ég segi NEI fyrir mína parta.
Sælir eru einfaldir? væntanlega ertu þá að tala um þá sem að vilja halda því fram að sjálfstæðisflokkurinn sé eini valdurinn af bankahruninu og alheimskreppunni sem nú geysa yfir!!!!!!!!
"að sjálfstæðisflokkurinn sé eini valdurinn af bankahruninu og alheimskreppunni"
Frekar ljótt af þér að setja bæði bankahrunið og alheimskreppuna í sömu setningu eins og það séu eitthvað órjúfanleg tengsl þar á milli. Fjöldamörg lönd hafa þrátt fyrir alheimskreppuna ekki lent í því að bankarnir þeirra fari á hausinn.
Þannig að já, xD á mikla sök á bankahruninu og bankahrunið á mikla sök á heimskreppunni ... vinsamlega alhæfið ekki í forsendum nema rökstyðja það gaumgæfilega.
Það er ekkert að því að hægrisinnar kjósi hægriflokkinn. Þeir sem vilja leysa efnahagsvanda landsins án þess að það komi niður á þeim sem hæstar hafa tekjurnar og nota á sama tíma tækifærið til að skera burtu velferðarþjónustuna. Þeir sem vilja slíkt samfélag eiga að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.
Þeir sem vilja reyna að endurskapa hér sósíaldemókratískt blandað hagkerfi að norrænni fyrirmynd þar sem þeir sem eiga meira taka á sig stærri byrgðar og enginn einstaklingur verður svo valdamikill að hann geti vellt samfélaginu geta svo kosið vinstriflokkana.
Valið er skýrt og lýðurinn mun hafa síðasta orðið.
Sjaldan hefur skattbyrði þjóðarinnar verið eins mikil og í stjórnartíð Sjalla síðustu 18 árin.
En það er bara staðreynd sem ekki er vert að hafa hátt um þegar Sjallar reyna að hræða þjóðina til fylgilags við sig.
Hvað er svona ljótt við það að tala um það í sömu setningu, bankahrunið var afleiðing af heimskreppunni..... Reyndi líka bara að benda þér á það að mér finnst það frekar mikil einföldun hjá sumum að skrifa þetta bara á sjallana.
Samt sem áður frábær pistill hjá þér Röggi
Röggi
Ég held þú skiljir ekki alveg afstöðu kjósenda Sjálfstæðisflokksins og orsakir þess að menn flýja flokkinn eins og sökkvandi skip núna.
Davíð Oddsson og stefna heimavarðarliðsins, náhirðarinnar og Skrýmsladeildarinnar varð ofan á í gjaldmiðils og Evrópustefnu flokksins.
Það var rothöggið.
Það þýðir bara eitt. Menn dæmdu sig og flokkin úr leik sem leiðandi stjórnmálaafls og geta því bara kennt sjálfum sér um.
Ég hef ALLTAF kosið X-D fram til þessa en það á ég ekki von á að gera aftur.
Bjarni Ben brást og skipti um skoðun varðand grundvallaratriði sem gætu komið þjóðinni á fæturnar á nýjan leik.
Ég er tilheyri hópi manna, 25-30 sem hittast einu sinni í viku og allir höfum tilheyrt Sjálfstæðisflokknum og stefnu hans. Núna eru aðeins 2 úr hópnum sem ætla sér að kjósa flokkinn í komandi kosningum!
Flestir okkar koma til með að kjósa Samfylkinguna vegna afstöðu hennar gagnvart ESB og evrunnar. Annað er bara ekki raunhæft hér á landi úr því sem komið er.
Ástæða þess að menn geta ekki hugsað sér að kjósa Sjálfstæðisflokkinn er fyrst og síðast niðurstaða Landsfundar flokksins um standa vörð um krónuna og afstaðan til ESB.
Allir rekum við fyrirtæki og enginn okkar sér neina aðra leið til að koma í veg fyrir gjaldþrot og uppsagnir en skipta um gjaldmiðil og lýsa yfir að menn ætlis sér STRAX í viðræður við ESB um aðild.
Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði því okkur en við ekki honum. Flokkurinn fer gegn hagsmunum almennings til að verja hagsmuni fárra útvaldra sem eiga orðið flokkinn.
Þetta sjáum við svo vel.
Annað atriði er hvernig blásið var á Endurreisnartillögur flokksins og allir þeir sem nálægt þeim komu niðurlægðir opinberlega.
Þetta eru raunverulegar ástæður þess að menn flýja flokkinn. Við getum horft framhjá ýmsu einsog klúðirinu við einkavæðingu bankana og allri spillingunni sem tengist flokknum (af nógu er að taka).
Menn verða þora horfast í augu við raunveruleikann eins og hann er en ekki berjast við vindmillur líkt og nú er verið að gera.
Skrifa ummæli