þriðjudagur, 3. ágúst 2010

Árni Páll úr leik

Og ég sem hélt að Árni Pall væri mögulega næsti formaður Samfylkingarinnar? Ekki algerlega vegna þess að hann væri þess verður heldur ekki síður vegna þess að hann er einn örfárra sem hefur sýnt því áhuga og hafði það fram yfir hina að hafa ekki gert stórlega í buxurnar alveg nýverið.

það er sorglegt þegar "hæfasti" maðurinn er ónýtur. Ég efast ekki um að Runólfur Ágústsson yrði afburðafinn umboðsmaður skuldara. Trúverðuleiki manna fæst ekki keyptur í kaupfélaginu á horninu og það er ekki nóg að ráðherra bara viti að hann sé bestur og auk þess í réttum flokki.

Ég þekki ekki viðskipti Runólfs öðruvís en þau eru sögð og deili að einhverju leiti með honum áhyggjum af því hvernig mórallinn er almennt gagnvart þeim sem stundað hafa viðskipti. Það sem hér virðist undarlegt er að ráðherra þekkti söguna alla en lætur eins og þannig sé það ekki enda hefur hann nýtt sér þjónustu Runólfs víðar og vel og ekki látið þessa vitneskju trufla sig. Slysalegt sjálfsmark Árna Páls..

En Árni Páll situr væntanlega í stólnum sínum áfram eins og ekkert hafi í skorist og meira hefur nú gengið á í ríkisstjórn Jóhönnu án þess að það hafi haft afleiðingar en þessi smáræðis trúnaðarbrestur ráðherra við allt og alla.

Og hann heldur áfram að byggjast upp kvíðinn hjá Samfylkingunni. Kvíðinn fyrir kosningunum óhjákvæmilegu. Og kvíðinn vegna formannskrísunnar sem engan endi ætlar að taka.

Í dag heltist enn kandidatinn endanlega úr lestinni.....

Röggi

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ekki bara nóg að ráðherra viti að hann sé bestur? Hann var nú metinn hæfastur af hæfnisnefnd sem þarf að taka ýmsa hluti inn í málið við sitt mat. Vissulega hefði átt að kanna betur þessa skuldastöðu mannsins en þó svo að Árni Páll beri að lokum ábyrgðina, er ekki hægt að segja að hann hafi prívat og persónulega valið sinn mann þvert á álit hæfnisnefndar (Sjálfstæðismenn kannsast jú við að gera hlutina þannig).

Nafnlaus sagði...

Þetta var skondinn uppákoma. Runólfur kastaði sprengju í Kastljósinu með því að segja frá ósk Árna Páls um að hann viki.

Hafi þeir verið vinir eða kunningjar áður, þori ég að veðja að þeir eru það ekki lengur. Hefði Runólfur þagað hefði hann áreiðanlega fengið annað embætti hjá atvinnumiðlun Samfylkingar og VG.

Þorsteinn Úlfar