mánudagur, 30. ágúst 2010

Aukin Ríkisforsjá?

Egill Helgason skrifar pistil um stjórnmálamenn í braski í dag. Þetta finnst mér áhugaverður punktur nú þegar alltof margir telja að lausn allra mála sé að færa aukin völd á hendur stjórnmálamönnum.

Ríkisforsjárflokkur númer eitt, VG, rær að því öllum árum að koma okkur öllum undir forsjá ríkisins og hefur til þess stuðning Samfylkingar sem er föst í netinu þó þar inni viti ýmsir að þessu stefna er handónýt.

Vissulega munu einhverjir hrópa núna og benda á heimskreppuna og ekki reyni ég að þræta fyrir hana né heldur að halda því fram að einkaaðilar geri ekki mistök og þar þrífist ekki eitt og annað misfagurt.

Staðreyndin er samt sú þar sem völd hafa verið færð um of til stjórnmálamanna og þeim ætlað að véla um öll okkar mál hefur tekist hörmulega til. Við þekkjum þau dæmi og ég hirði ekki um að nefna þau.

það þarf að skapa umgjörð um einkarekstur og reglugerðir sem halda og þar vorum við og aðrir úti að aka og því fór sem fór. En grunnhugmyndin stendur eftir rétt enda munu fáar þjóðir hverfa til ofstækisríkisforsjár eins og við stefnum í ef ekki tekst að skipta um ríkisstjórn hið fyrsta.

Ríkið er ekki einhver góð mamma. Ríkið eru þeir stjórnmálamenn sem við kjósum okkur hverju sinni.....

Röggi

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þér er semsagt viðbjargandi - en mundu bara sem lengi sem Unnur Brá og hennar kóar ráða stefnu íhaldsins
þá verðiði í stjórnarandstöðu.

Það eru sjálfstæðismenn sem halda stjórninni lifandi. Brjótið odd af oflætinu og eyðimerkurgangan verður stutt.

Gleymið prikinu - prófið gulrótina.

Nafnlaus sagði...

35% í afneitun