Ögmundur Jónasson er mesta afturhald og íhald sögunnar ef frá er talinn Jón Bjarnason en hann lítur sér lögmálum. Um Ögmund geta menn mögulega deilt en það gerir enginn sem vill láta taka sig alvarlega að deila um eðliseinkenni stjórnmálmannsins Jóns Bjarnasonar.
Þeir eru sömu náttúru og á þeim er ekki eðlismunur heldur stigs. Þessi menn hafa sértakt óþol gagnvart frelsi og einkaframtaki. Ef þeir réðu, og þeir eru býsna nálægt því, þá værum við öll og launin okkar líka þinglýst ríkiseign og til ráðstöfunar sem slík.
Við myndum loka landamærunum fyrir öllu sem erlent er nema þegar við þurfum erlend lán. Þau eru góð en erlend fjárfesting er vond. Hver vill leyfa útlendingum að græða hér og skila tekjum og sköttum inn í hagkerfið á meðan við getum eytt skatttekjum okkar í greiðslur af erlendum lánum? Útflutningur er svo æði en innflutningur bölvaður kapitalismi.
Þessi menn hafa eftir bankahrun heimsins fundið sér stuðningsmenn sem telja að við getum fundið farveginn með höftum og bönnum í stað einstaklingsfrelsis og frumkvæðis. Til reyndist fólk sem trúir því að frelsi sé vandamál og okkar mál séu best meðhöndluð af misvitrum stjórnmálamönnum eða æviráðnum embættismönnum.
Kannski er það mátuleg refsing fyrir okkur að fá fjögur ár af þessum mönnum við stjórn og vonandi finnum við eftir það jafnvægið milli óhefts frelsis og öfga vinstriríkisrekstrar. Einhversstaðar þar á milli er leiðin en eitt er víst að þeir kumpánar Ögmundur og Jón munu aldrei þekkja þá leið.
Ég geng ekki gruflandi að því að í kringum frelsið þarf girðingar. En þeir sem nú ráða ríkjum í stjórnarráðinu vilja bara girðingar og ekkert frelsi.
Röggi
mánudagur, 29. ágúst 2011
Girðingar og frelsi
ritaði Röggi kl 12:15
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli