mánudagur, 22. ágúst 2011

Harpa, Bubbi og vip partýið.

Og allt ætlar um koll aða keyra vegna Hörpu. Ljósin eru ekki eins svakalega stórkostlega geggjuð og einhver vonaði. Bubbi kóngur pirrar sig á því að leigður hafi verið skemmtibátur fyrir útvalda og þar drukkið kampavín yfir dýrðinni. Bubbi má svo dylgja um fólk þegar honum hentar en skammar svo aðra fyrir það sama....

Þetta er svo skemmtilegt. Kverúlantarnir eru í stuði og vilja ýmist meiri íburð eða minni nú eða allt öðruvísi íburð. Við höfum líklega aldrei haft efni á að byggja nokkurn skapaðan hlut og hvað þá að fagna því með kampavíni og kruðeríi.

Hvar er allt fólkið sem vildi blæða 30 eða 40 þúsund milljónum í húsið? Nú er þetta allt í einu sálarlaus og ljót bygging sem stjórnað er af fólki sem hugsar um fátt annað en veislur og kann ekki að gleðja þjóð sem vill miklu meira ljósashow.

Hvaða máli skiptir það þó stjórnendur hafi gert sér og útvöldum dagamun? Af hverju er mér ekki boðið í allar fínu veislurnar sem Bubba er boðið í til að geta stillt mér fallega upp fyrir séð og heyrt? Allt í einu vill enginn kofann og mér finnst ég hafa upplifað þetta í hvert skipti sem við höfum gert eitthvað. Perlan, ráðhúsið, borgarfjarðabrúin, síminn, litasjónvarpið, keflavíkuflugvöllur, 200 ára afmæli Reykjavíkur........

Eftiráspekingar með nölduráráttu hafa alltaf verið til og verða áfram. Harpa er bruðl og það vissum við og við vissum líka að ekki myndu allir verða ánægðir með allt. Við hefðum líka geta látið okkur detta í hug að sumir yrðu meira aðal en aðrir á tyllidögum. Stjórnendur Hörpu eru ekki að finna það upp og það er enginn glæpur.

Harpa er flott og dýrt partý sem okkur var öllum boðið í.

Röggi
4 ummæli:

Steinarr Kr. sagði...

Nei, Harpan er dýrt partí sem við vorum öll skylduð til að borga.

Nafnlaus sagði...

Margir af þessum sjóðasukkurum og spenasugum eru ekkert annað en looters á sama hátt og þeir sem létu greipar sópa í Englandi nýverið. Jafntækifærissinnaðir, eigingjarnir og hrokafullir.

Það liggur ígildi ansi margra plasmasjónvarpa í öllu þessu ömurlega snobbi og flottræfilshætti. Hinir hljóta þó a.m.k. refsidóma fyrir. Hoi polloi - sem borgar reikninginn - á bara að brosa og halda kjafti. Þetta safnast þegar saman kemur og fólk er að sligast undan skattheimtunni. Vonandi lærir þetta fólk einhvern tíma að skammast sín.

Nafnlaus sagði...

Aldrei þessu vant er ég alveg sammála þér. Vel gert.

G. Óskar sagði...

Flottur pistill.