laugardagur, 27. ágúst 2011

Skyldulesning; Jón Steinsson í fréttablaðinu í dag

Ég legg það til við ritstjórn eyjunnar að benda fólki á að lesa grein Jóns Steinssonar hagfræðings í Fréttablaðinu í dag sem fjallar um þá ákvörðun Geirs Haarde að setja neyðarlög og láta bankana fara á hausinn fremur en að reyna að bjarga þeim.

Í þessari grein lýsir Jón því mjög vel við hvaða kjör Geir Haarde bjó þegar hann tók þessu stóru og hugrökku ákvörðun þvert á ráðleggingar alltof margra., ákvörðun sem hefur í raun gert okkur kleift að halda áfram. Jón setur hlutina í nauðsynlegt samhengi sem hvorki huglausum né skammthugsandi stjórnmálamönnum og fjölmiðlafólki sumu hefur tekist að gera vegna pólitískrar fötlunar.

Kannski má reikna með því að nú verði tekið til við að níða niður fræðimennsku og jafnvel persónu Jóns slíkt hefur ofstækið verið á löngum köflum þegar hrunið er rætt. Slíkar æfingar munu þó ekki koma í veg fyrir að sannleikurinn í þessu máli sem og öðrum leitar alltaf upp á yfirborðið.

Þess má svo geta að Geir Haarde situr og bíður þess að landsdómur taki mál sem Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur Sigfússon höfða gegn honum. Sú ákvörðun er lægsti punktur í okkar pólitísku sögu og sú ákvörðun var ekki tekin undir neinum öðrum formerkjum en pólitík stundarhagsmuna.

Sem betur fer höfðum við ekki slíkan mann í forsætisráðuneytinu dagana örlagaríku. Geir Haarde er ekki fullkomnari en aðrir menn og ríkisstjórn hans gékk ekki minna grunlaus að því en aðrar að bankarnir voru í vandræðum. Heimurinn var að hrynja framan í öll heimsins fjármálaeftirlit og ríkisstjórnir en hér á landi telja pólitískir andstæðingar að einn maður hefði bæði getað og átt að sjá þetta og redda svo málinu. Þessi skoðun verður æ fáránlegri eftir því sem lærum meira.

Um þetta fjallar grein Jóns meðal annars og margt fleira sem mjög margir hefðu gott af því að lesa. Ég set reyndar ekki allan lífeyrsissparnaðinn minn á að ritstjórn eyjunnar telji þessa grein merkilega....

Röggi

25 ummæli:

hh sagði...

Auðvitað hefði maður viljað að Hrunstjórnin hefð verið snjöll þegar á "hólminn var komið". Það var bara ekki þannig. Tilfellið er að það vildi enginn lána íslendingum pening.....Enginn. Það reyndist okkur til happs eftir að Geir og félagar höfðu siglt skútunni í strand.

Athugasemd:

Alþingi er að höfða má gegn Geir...Ekki Stengrímur eða Jóhanna.

Þorsteinn sagði...

Öll röksemdafærsla Jóns byggist á einni órökstuddri fullyrðingu sem ég hef aldrei heyrt áður. Hann segir að það hafi verið aðrir kostir í boði en það að setja neyðarlögin og láta bankana falla.

Einungis ef þetta er satt skiptir hetjulýsing hans í restinni af greininni nokkru minnsta máli. Ef ekki, þá er það Geir Haarde augljóslega ekkert til tekna, sama hversu heppilegt það var - hann tók enga ákvörðun heldur datt bara niður á réttu lausnina óvart.

Það að hann geti engra heimilda fyrir þessari fullyrðingu sem allt byggir á, og það að ég hef aldrei séð neinn halda þessu fram áður, fyllir mig sannast sagna af efasemdum.

Nafnlaus sagði...

Geirs verður með rétt minnst sem lélegasta forsætisráðherra lýðveldisins.

Málaferlin gegn honum eru hins vegar til skammar.

Það er ekki glæpsamlegt að vera fífl.

GSS sagði...

Grein Jóns Steinssonar er frábærlega stíluð og efnislega vel rökstudd. Niðurstaða hans er sú að með neyðarlögunum hafi ríkisstjórn Geirs Haarde forðað þjóðinni frá gjaldþroti. Og hann spyr: Á hvaða mælistiku ætlar Landsdómur eiginlega að leggja störf Geirs Haarde.
Miðað við þróun þessa máls og ýmsar óvilhallar staðreyndir sem hafa komið uppá yfirborðið eftir að pólitíska moldviðrið náði að setjast má gera ráð fyrir því að Landsdómur vísi málinu frá. Sú niðurstaða væri ekki aðeins hagur Geirs og í samræmi við réttlætiskennd meginþorra þjóðarinnar heldur heldur einnig hagur fyrir þá aðila sem í pólitísku írafári og hefndarþorsta hófu málssóknina.

TómasHa sagði...

Auðvitað höfðu menn kosti og það var að halda áfram að dæla peningum í bankana eins og þeir vildu. Það er merkilegt hvernig menn hérna virðast halda að þeir viti miklu meira um þetta en þeir sem voru á kafi í atburðarrássinni.

Nafnlaus sagði...

Grein Jóns Steinssonar er mjög góð. Auðvitað voru aðrir kostir í boði 6. október 2008 t.d. sá sem Írar völdu en hann var ræddur og honum hafnað á Íslandi.

Hroki manns eins og Þorsteins er ómældur og ekkert annað að gera en benda honum á að lesa sér til um bankakreppuna á Írlandi - dæmi um bækur sem hann gæti lesið eru This time is different, Meltdown, Freefall ofl. Svo gæti hann skoðað leiðara New York Times um The Icelandic Way og fjölda annarra erlendra blaðaskrifa nú eða stúderað Joseph Stieglitz og Paul Krugman.

Geir Haarde bauð heiminum byrginn fyrir hönd Íslands og forðaði landinu frá gjaldþroti. Svo einfalt er það og aðeins fávísir menn og illgjarnir neita því þegar sagan verður skrá.

Nafnlaus sagði...

Ha, ha.

Og hvað með Mogganum?! Ekkert orð fra blaðinu: hvers vegna? Jú, er Jón ekki baugspenni... Hvað gerum við (hugsir Davið), vitnum við í hann, nei, jú, nei, jú...

Jakob Andersen

Nafnlaus sagði...

Heldur þú að Geir H Haarde hafi einn tekið þessa ákvöðrun, heldur þú að samstarfsflokkurinn hafi bara setið til hliðar og ekkert gert? Nú á að blása Geir upp sem einhver dýrðling fyrir að hafa sett lög sem ekki var komist hjá að setja.

Nafnlaus sagði...

Bíddu, bíddu - samstarfsflokkurinn var eitt með gegnheilan alvöru leiðtoga í Ingibjörgu Sólrúnu og annað með pópúlistanum Jóhönnu og kommúnistunum sem henni fylgja. Jóhanna sagði: "Er þetta ekki það sem fólkið vill" og meinti fangelsisvist fyrir Geir.

Samfylkingin býr við leiðtogakreppu sem var æpandi í landsdómsmálinu eins og öllu öðru. Flokkurinnekki í hvorn fótinn á að stíga allra síst Jóhanna sem fór þó með ábyrgð á Íbúðalánasjóði og jók lausafjárframboð úr honum til bankanna sem fjármálastöðugleikaaðgerð - var semsagt virkur þátttakandi sjálf.

Ein framlag Jóhönnu nú er að leggja reglulega til að Samfylkingin sé lögð niður? Eru það ekki "landráð" við flokkinn eða hvað?

Nafnlaus sagði...

Afsakið en hvaða aðrir kostir voru í stöðunni?

Ekki kom til greina að dæla peningum í bankana eins og önnur lönd gerðu, þeir voru ekki til og enginn vildi lána stjórnvöldum.

Vægt sagt furðuleg grein og lyktar fyrir vikið af áróðri. Er stutt í einhverja frétt af landsdómi? Er verið að undirbúa sýknudóminn og kerfið komið í gang við að mýkja jarðveginn?

Nafnlaus sagði...

Málið var að íslensk stjórnvöld leituðu með logandi ljósi efir lánum m.a. til Rússa,til að dæla inn í bankakerfið en enginn vildi lána. Það var gæfa íslands. Merkileg að maður eins og Jón Steinsson skulu hafa gleymt þessari staðreynd. Sýnir að Jón er haldin íslensku kunningsskapar veikunni og er þar af leiðandi ótrúverðugur..

Röggi sagði...

Gaman að sjá hvernig nafnleysingjar sumir hér virðast halda að Jón Steinsson sé að skrifa skáldsögu en ekki að segja söguna eins og hún hefur blasað við ekki bara okkur heldur ekki síður öðrum þjóðum sem hafa glímt við nákvæmlega sama vandann.

Og svo er tekið til við gamlan leik að níða hann persónulega niður. Ekkert af þessu kemur á óvart...

Einnig er gaman að þeirri merkilegu söguskoðun að Geir hafi staðið einn að slæmu ákvörðunum en samstarfsflokkurinn verið með í þeim góðu.

Nafnlaus sagði...

Já Röggi, erfitt að kyngja staðreyndum, allir sem hafa fylgst með þessum málum vita að Geir og co. leituðu allstaðar að láni til að rétta bankana við, engin veit þetta betur en Jón Steinsson.
Þá er spurningin af hvaða kvötum skrifa Jón svona grein.
Svara þú Röggvi, manst þú ekki efir þessari lánabeiðni Geirs og co.

Nafnlaus sagði...

Sá eini sem er að reyna að níða skóinn núna af einhverjum sýnist mér vera þú Röggi, með því að fullyrða að Jóhanna hafi höfðað mál gegn Geir. Þar fyrir utan eru menn bara að benda á þá staðreynd að ríkið leitaði logandi ljósi að gjaldeyri í aðdraganda Hrunsins, en fékk ekki. Ég man eftir einum manni sem hefur reynt að níða skóinn af Jóni, en það var Hannes H Gissurason.

Nafnlaus sagði...

Ákvarðanirnar sem teknar voru á þessum örlagatímum björguðu því sem bjargað varð. Það getur enginn eignað sér þær ákvarðanir annar en Geir Haarde.

Einhverjir andans afglapar tala um heppni, t.d. Egill Helgason, sem upphaflega vildi ríkisábyrgð á öllum skuldum bankakerfisins, en vildi síðan borga Icesave I svo hann gæti kinnroðalaust setið á kaffihúsi í París og sötrað CafeLatte.

Málshöfðunin gegn Geir Haarde er Samfylkingin í hnotskurn, ekkert siðferði og engin trúverðugleiki.

Nafnlaus sagði...

Viðbót:

Sé að menn eru að tala um erlent lán, og hvað kemur það málinu við?

Var það ekki skylda ríkisstjórnarinnar sem var við völd að tryggja aðgengi að erlendum gjaldeyri.

Hver var svo tilgangurinn með samstarfinu við AGS annar en að tryggja aðgengi að erlendum gjaldeyri? Eruð þið algjör fífl?

Hvert var fyrsta skref ríkisstjórnar JS annað en samstarf við AGS til að tryggja aðgengi að erlendu lánsfé? Spyr aftur, eruð þið algjör filf?

Nafnlaus sagði...

Hægt var að lágmarka skaðann strax 2006 með því að minnka bankanna það var ekki gert heldur þeim leyft að stækka og fara í Icesave ruglið.
Ríkistjórnir sem sátu á þeim árum SÍ og Fjármálaeftirlitið brugðust.

Nafnlaus sagði...

Ég hef samúð með málstað Geirs Haarde, og finnst landsdómsmálið óheillaskref. Jón Steinsson hefur líka skrifað margt af viti um dagana og greinin er ágætlega skrifuð. Hinsvegar stendst þessi söguskoðun hans illa. Einar Karl hefur farið yfir hvað sagt var skýrslu RA, m.a. af Jóni sjálfum:
http://bloggheimar.is/einarkarl/2011/08/27/stenst-soguskodun-jon-steinssonar/

Halldór

Einar Karl Friðriksson sagði...

Niðurstaða Jóns er einfaldlega röng. Söguskýring hans stenst ekki skoðun og gengur í berhögg við ítarlega lýsingu skýrslu RNA á helginni örlagaríku í október. Ég rökstyð þetta betur hér:

http://bloggheimar.is/einarkarl/2011/08/27/stenst-soguskodun-jon-steinssonar/

Nafnlaus sagði...

Hvað er málið? það var Geir Gunga sem í samstarfi við þjóðníðingana Davíð Oddsson og Halldór Ásgríms bjó til það umhverfi að hér fékk að þrífast óheft glæpastarfsemi sem olli að lokum algeru hruni.

Á nú að gera Geir að dýrlingi? Manninn sem hjálpaði til við að skapa umhverfi fyrir glæpamenn útrásarinnar (sem allir ganga lausir).

Enn einn vitnisburðurinn um heimsku manna og hundslega tryggð þeirra við landráðamenn.

Nafnlaus sagði...

Einar Karl - greining þín sýnir því miður vanþekkingu á bankakreppum.

Það er nú næsta ótrúlegt í samhenginu að Steingrímur J. Sigfússon lætur fara yfir kosti Íslands í skýrslu til Alþingis sem heitir Endurreisn viðskiptabankanna og finna má á vefnum. Þar eru 4 eða 5 þekktar leiðir í bankakreppum raktar og komist að þeirri niðurstöðu að engin þeirra önnur en sú sem valin var hefði skilað þeim árangri sem nauðsynlegur var fyrir Ísland, þ.e. að forða þjóðargjaldþroti. Jón Steinsson lýsir því mjög vel hversu mjög umheimurinn var á móti slíkri leið þá en er hrifin af henni nú.

Það er jafn ljóst að hægt hefði verið að gera þau mistök að velja einhverja aðrar leið af þeim sem Steingrímsskýrslan telur upp.

Einar Karl sleppir algjörlega (!) að gera grein fyrir því að írska leiðin var rædd, skoðuð og hafnað af íslenskum stjórnvöldum þessa örlagaríku daga. Írska leiðin var blanket guarantee sem svo er nefnd. Brian Lenihan írski fjármálaráðherrann kallaði hana þá "the cheapest bank-bailout in history". Það reyndist því miður vera öfugmæli.

Þessi umræða um að Geir sé ómerkilegur og lásí því (a) hann hafi ekki átt neinn annan kost, (b) hann hafi reynt áður 2008 að leita lána og því ekki átt annan kost er rökleysa.

Írska leiðin hefði aldrei byggt á slíkum lánum frá öðrum ríkjum svo dæmi sé nefnt.

Hæstiréttur Íslands hefur sagt nú þegar að skýrsla RNA sé ekki sönnunargagn. Núverandi ráðherra gagnrýndi skýrslu RNA á ársfundi Seðlabankans fyrir skort á alþjóðlegum samanburði og sögulegum samanburði. Þetta er alveg rétt sérstaklega þegar kemur að pólitískum viðbrögðum.

Fullyrðingar Einars Karls styðjast ekki við neinn samanburð á fjölmörgum þekktum bankakreppum né neinu því sem gerst hefur í heiminum sl. 3 ár.
Skorum á hann að gera mikið betur sérstaklega vegna þess að hann beitir svo miklum svigurmælum og árásum og dæmir hart.

T.d. má lesa 3 opinberar skýrslur um írsku bankakreppuna á netinu og bera saman við skýrslu RNA.

Jón Steinsson veit meira um hagfræði og meira um bankakreppur en Einar og var þar að auki á staðnum þessa örlagaríku daga. Er Einar að segja að Jón sé að ljúga? Eða er hann að segja að Jón sé fáfróður um hagfræði og bankakreppur?

Einar Karl Friðriksson sagði...

Sæll Nafnlaus:

Ég er ekki að greina bankakreppur. Ég er að greina atburðalýsingu sem er mjög ítarlega lýst í skýrslu RNA, ekki síst fundi um miðja sunnudagsnótt 5. okt 2008, þar sem íslenskum stjórnvöldum er gert ljóst að þetta er búið spil. "Stund sannleikans" sagði einn fundarmanna. Mönnum var sagt að kannski væri hægt að reyna að bjarga KB. Það var reynt, hann stóð í tvo sólarhringa eða þrjá.

Jón Steinsson sat ekki þennan fund.

Ég er ekkert að gera lítið úr hlutverki og ákvörðunum Geirs þessa daga í okt 2008 eða álaginu sem var á honum og fleiri, einfaldlega að benda á að það stenst ekki að setja Geir á hetjustall fyrir það að hafa "valið" að bjarga ekki bönkunum.

Jón Steinsson veit miklu meir um hagfræði og bankakreppur en ég. Hann þekkir líka Geir persónulega og ég held einfaldlega að hann sé ekki rétti maðurinn til að endurskrifa söguna um hlutverk Geirs örlagahrunhelgina. Þeirri sögu er þegar mjög vel lýst í skýrslu RNA.

Nafnlaus sagði...

Einar Karl - það sem tilkynnt var 5. október var álit erlends fyrirtækis sem hafði greint málið. Sama fyrirtæki var vel að merkja einnig að störfum á Írlandi á sama tíma. Það var í sjálfu sér eitt álit af mörgum mögulegum, Geir og aðrir sem urðu að taka ákvarðanir urðu að byggja á þessari stöðu og Geir fór í Sjónvarpið og sagðist ætla að verja landið gjaldþroti.

Hvað á Einar Karl eiginlega við með að "endurskrifa söguna"?

Einari Karli finnst skýrsla RNA fela í sér atvikalýsingu sem sýnir að Geir megi ekki vera "á hetjustalli" og hafi ekki "valið".

Steingrímsskýrslan til Alþingis, allur samanburður við útlönd og sögulega reynsla annarra þjóðar sýnir að hægt var að velja marga verri kosti. Afhverju ætti að banna Íslendingum að læra að þekkja það?

Afhverju má Geir bara vera annaðhvort landráðamaður og fangelsimatur og ef ekki það þá sé verið að lyfta honum "á hetjustall".
Vantar ekki yfirvegun, rökhugsun og vit í svona málflutning hjá Einari Karli? Getur ekki verið að hann og aðrir hafi verið að taka ákvarðanir og að neyðarlagaákvörðunin, sem var alls ekki sjálfsögð, hafi reynst rétt. Höfundar skýrslu RNA töldu neyðarlagákvörðunina ekki sérlega góða - og höfðu rangt fyrir sér í því.

Jón Steinsson rekur þess þróun dómanna um þessa sögu eins og reynsla 3ja ára er að kenna heiminum. Afhverju ber að banna Íslendingum að frétta af því?

Einar Karl þarf að hafa vit á bankakreppum til þess að fella svona harða dóma á rökstuddan hátt svo vit sé í. Hann ætti að gera eins og fornu Grikkirnir, hafa vit til að viðurkenna hvað hann veit lítið.

Einar Karl Friðriksson sagði...

Nafnlaus:

Þó svo síðasta andsvar þitt beinist fyrst og fremst að strámanni en ekki mér ætla ég samt svara:

Málsvarnarræða Jóns fyrir Geir gengur í berhögg við þá FJÓRA vitnisburði sem ég vitna orðrétt í, í pistli mínum. Fundinum á sunnudagsnótt er EKKI lýst sem bara "einu áliti". Annars vegar höfum við vitnisburð Jóns í Fréttablaðinu - sem EKKI sat fundinn, og svo vitnisburði fjögurra manna sem sátu fundinn.

Sé þetta rangt hlýtur Jón og aðrir málsverjendur Geirs að geta bent á HEIMILDIR og frásagnir sem styðja þessa eftirá-söguskýringu að stjórnvöld hafi 5.-6. okt 2008 raunverulega haft og íhugað þann valkost að bjarga bönkunum með risalánafyrirgreiðslu.

Nafnlaus sagði...

Er ekki verið að ræða tvennt hér: Annars vegar stöðumat ráðgjafafyrirtækis, hins vegar frásögn fjögurra manna um fund og samræður á þeim fundi? Niðurstöðu sína byggðu þeir á stöðumatinu og réttlættu ákvörðun fyrir sér með því að þetta væri besti kosturinn. Og höfnuðu öðrum kostum.

Eftir lestur á greinargerðum EInars Karls sýnist hann haldinn meinloku um að hönd og huga Geirs hafi verið stýrt af utanaðkomandi afli og Geir því ósjálfráður um að taka ákvörðun um neyðarlög og flytja frumvarp um þau í þinginu 6. október þar sem þau voru samþykkt með stuðningi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Andstaða umheimsins var algjör.

Steingrímur J. Sigfússon studdi ekki neyðarlögin né flokkur hans. Steingrímur taldi augljóslega þá að Geir ætti aðra kosti ýmsa, muniði eftir leyniferðinni til Noregs t.d.? Afhverju erum við ekki komin með norska krónu?

Annars frábærlega skýr og góð grein hjá Jóni Steinssyni.