Rokka á milli og veit oft ekki hvort ég á að dáðst að Atla Gíslasyni eða ekki. Afskaplega geðugur maður um flest að sjá og heyra. Talar rólega, næstum eins og geðlæknir, yfirvegaður.
Hann er málsvari góðra hluta svona yfirleitt þó hann sé auðvitað fárveikur af forræðishyggju þvælunni sem VG stendur fyrir. Hann er málsvari kvenna sem er öndvegis í karllægum heimi. Mannréttindi eru honum hugleikin eins og kannski öllum öðrum. Hann er svona mjúkur maður.
Hann veiðir, á flugu, og hefur ímynd hins heilbrigða manns. Fer gersamlega á hvolf þegar konur koma hingað í þeim tilgangi að dansa erótíkst fyrir stórfé. Mannsal hrópar hann þá og getur vel verið að hann hafi rétt fyrir sér í því. Feillinn er bara að trúa því að hið meinta mannsal hætti bara vegna þess að erótískur dans sé bannaður.
Eins og mannkynið, eða kvenkynið, hafi einhverntíma látið banna sér að klæmast. Menn eins og Atli ýta því vissulega undir yfirborðið en það hættir ekki. Verður bara hættulegra fyrir dömurnar því undir yfirborðinu vinna bara skúrkar.
Og nú bregður svo við að hann snýst öndverður gegn því að við reynum að komast því við landamærin okkar hverjir hér eru. Talar um lýðræði og frelsi einstaklinga. Er það bara fyrir gestina en ekki gestgjafann?
Kannski verður þróunin sú sama hér og hjá bandaríkjamönnum. Þriðju gráðu yfirheyrsla við landamærin. Af illri nauðsyn. Og hvar eiga mörkin að liggja?
Mótorhjólamenn og dansarar?
Röggi.
mánudagur, 19. nóvember 2007
Atli Gíslason og frelsi einstaklingsins.
ritaði Röggi kl 16:50
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli