föstudagur, 16. nóvember 2007

Körfubolti í beinni á netinu.

Við körfuboltamenn erum í fararbroddi á mörgum sviðum. Tölfræði og heimasíður voru nánast óþekkt fyrirbrigði fyrir nokkrum árum annarsstaðar en hjá körfuboltafólki.

Og við förum enn fyrir. Í kvöld eru tveir leikir í beinni útsendingu á netinu. Karfan.is verður með toppleikinn í 1 deild milli Breiðabliks og FSU. Og KR sýnir leik KR og ÍR. Auk þess held ég að KFÍ sýni alla leik fyrir vestan beint á netinu. Allt kl 19 15.

Er þetta ekki ropandi snilld?

Röggi.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

KFÍ sýndi að mig minnir alla heimaleiki sína á síðasta kemmpnistímabili í beinni á netinu. Held líka að þeir hafi verið byrjaðir að "fikta" eitthvað við þetta tímabilið þar á undan.

Heyrði líka að þeir hefðu aðstoðað KR-inga við að koma sínum sendingum af stað nú í haust.

Nafnlaus sagði...

Þett á auðvitað að vera "keppnistímabil" hjá mér en ekki þetta orðskrípi sem myndaðist í staðinn...:-)