sunnudagur, 25. nóvember 2007

Guðni þvær hendur sínar.

Ég hreinlega verð að komast í bók Guðna formanns hið fyrsta. Bæði er það að maðurinn er skemmtilegur frá náttúrunnar hendi og svo hitt að þarna virðist kjöt á beinum.Ef eitthvað er að marka það sem ég hef lesið.

Þessi bók kemur án efa út á þessum tímapunkti til þess að styrkja karlinn í fyrirsjáanlegur slag við Björn Inga, sem hann mun tapa. Framsókn til heilla held ég því þó Björn Ingi sé sífellt spyrtur saman við spillingu og spillta samflokksmenn þá er að minnsta kosti líf í honum. Og kjarkur.

Held að Guðna skorti kjark, almennt, þó einhverjir muni kannski halda því fram að rifrildi hans og Halldórs sýni að Guðni hafi kjark þá held ég að þar hann hafi fyrst og fremst sýnt að hann hefur skap og sjálfsbjargarviðleitni.

Og kannski hefur hann líka snert af því sem Steingrímur Hermannsson náði fullum tökum á. Og það er snilldin í því að kannast ekki við það sem reynist óvinsælt, eftirá.

Mér hefur aldrei þótt sérlega mikið til þess koma að reyna að hvítþvo sig af ákvörðunum sem þú tókst sjálfur þátt í að framkvæma. Kristinn H Gunnarsson stóð betur að því að reyna að halda reisn gangvart eigin skoðunum og fór.

það gerði Guðni ekki heldur stóð í stafni með Halldóri og tók þátt í því að styðja innrás í Írak. það er mergurinn málsins.

Röggi.

Engin ummæli: