þriðjudagur, 13. nóvember 2007

Hvernig líta félagsmenn í al kaida út?

Heyrði í fréttum áðan að 15 liðsmenn al kaida hefðu fallið í átökum í Írak. Hvernig eru félagsmenn í þeim samtökum auðkenndir frá öðrum sem vilja vera með uppsteyt í Írak?

Eru samtökin með skrifstofu og liðsmenn einkennismerktir? Voru mennirnir kannski spurðir áður en þeir voru drepnir?

Eru kannski allir vondir menn í heiminum al kaida?

Röggi.

Engin ummæli: