Eiður áfram fyrirliði. Kannski hefur hann lofað bót og betrun. Nema auðvitað að hvorki hann né KSÍ kannski við nein agabrot. Storkurinn hefur áður stungið hausnum í sandinn.
Ferguson kallinn væri fyrir löngu búinn að losa sig við svona hegðun jafnvel þó það þýddi að drengurinn hyrfi á braut. Og Ólafur losaði sig reyndar við danskan leikmann í sumar sem var með munnsöfnuð í fjölmiðlum.
það sem einkennir menn sem ná árangri í hópíþróttum er að þeir halda stíft í gömlu sannindin um að enginn leikmaður er stærri en liðið. Ef Eiður er of stór til þess að skila af sér fyrirliðabandinu þá er hann ekki að spila á réttum forsendum.
En, ég skal gefa honum séns úr því að nýjir húsbændur eru mættir. Pétur Pétursson ætti í það minnsta að geta spottað agaleysið. Hann er sterklega grunaður um að hafa fundið það upp!
Röggi.
þriðjudagur, 13. nóvember 2007
Eiður áfram leiðtoginn.
ritaði Röggi kl 16:48
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli