fimmtudagur, 29. nóvember 2007

Hef líka áhyggjur af kennurum.

Sá það í blaði einu að kennarar við kársnesskóla hafa áhyggjur af kjörum sínum. Ekki lái ég þeim það. Ég hef þær líka og hef áhyggjur af þessum málaflokki almennt.

Við erum föst í vítahring með menntamálin okkar. Enginn er ánægður. Kennarar með kjörin og ég sem skattgreiðandi er oft áánægður með það sem ég fæ fyrir aurinn sem settur í málaflokkinn. OECD segir okkur að við leggjum meira til en allir aðrir en fáum minna til baka en flestir.

Mikill meirihluti þjóðarinnar skilur ekki starf kennara og tekur því örugglega of oft neikvæða afstöðu. Fáir sem ég þekki skilja jólafrí kennara, páskafrí og sumrfrí. Ég hef ekki fengið nein sæmilega haldbær rök sem styðja þessi löngu frí. Hvernig stendur á því að kennaranám er hvergi styttra en á Islandi?

Kennarar segjast ekki komast yfir það sem þeir þurfa að komast yfir. það getur ekki gengið. Endalaus kvöldvinna þó margir séu reyndar ekki á vinnustað nema rétt framyfir hádegi. Hvurslags er það eiginlega? Kennarar eiga að sjálfsögðu að fá greitt fyrir alla þá vinnu sem þeir þurfa að inna af hendi og gera það þá á vinnustað. Dugi 8 tímarnir ekki þá er að borga yfirvinnu, hvað annað?

Staðan er sérstök svo ekki sé meira sagt. Sá sem býður verkið út og borgar launin hefur í dag ekkert með það að gera hvernig vinnu hann er að kaupa. Samtök kennara eiga þetta starf og skólana skuldlaust. Engu má breyta. Bara alls engu. Samt er enginn sáttur.

Kjarabarátta kennara miðar að því að allir séu á jafn lélegum launum. Meðalmennsakan skuli allsráðandi. Skólastjórapotturinn saminn burt af því að hann þótti mismuna fólki! Verðlaunum meðalmennskuna. Er það rétta leiðin?

Við sitjum uppi mað þá staðreynd að besta fólkið okkar er að hrökklast burt úr stéttinni. Þetta kerfi okkar gerir alls ekki ráð fyrir því að fólki sé umbunað fyrir sína vinnu. Hvatinn til að gera vel er of lítill. Núverandi kerfi hentar frekar skussunum en hinum.

Gamla husgunin um að allir eigi að vera jafnir í öllu virkar ekki hér frekar en víða annarsstaðar. Fólk vill fá vel borgað fyrir vel unnin störf. Og ef árangur minn er mælanlega miklu betri en næsta manns þá vill ég fá betur borgað en hann. Það vill forysta kennara ekki.

Margrét Pála og fleiri hafa sýnt það undanfarin ár að flestum virðist takast betur upp en opinberum aðilum að reka leikskóla og skóla. Hvernig má það vera? Þarf ekki að stokka spilin uppá nýtt. Endurmeta starfið frá grunni.

Þetta er gríðarerfitt og mikilvægt starf sem á að greiða besta fólkinu vel fyrir. Við þurfum toppfólk á topplaunum í djobbið. Ekkert minna en það er ásættanlegt. Hver einasti maður núlifandi þekkir það að hafa haft kennara sem setið hefur óhreyfanlegur í starfi gersamlega óhæfur.

Endalaust tuð um verkföll og styttri vinnutíma með hærri launum er eitthvað sem venjulegt fólk skilur bara ekki því miður. Ég held að með allsherjar uppskurði þá verði mun auðveldara að sækja sanngjörn laun.

Eins og staðan er í núna þá sýnist mér að málstaður kennara eigi nánast engan hljómgrunn og það er fráleitt. Okkur á öllum að finnast kennarar eiga að vera hópur hálaunamanna.

Ég held því fram að forysta kennara hafi með gamaldags afstöðu tryggt að kennarar eru í dag láglaunstétt.

Það er ekki minn hagur.

Röggi.

Engin ummæli: