fimmtudagur, 27. desember 2007

Bubbi í sparifötunum.

Missti meira og minna af kastljósinu í kvöld. Lítll skaði þannig séð. Sá þó Bubba kóng sparikkæddann syngja með stórsveit. Framandlegur þannig til fara.

Hann er ekki spari. Var það einu sinni hjá mér en það hafði ekkert með föt að gera. Nú er hann sterkríkur jeppakall sem talar út í eitt um stangveiðar. Allt er í heiminum hverfult.

Flott atriði hjá honum í kastljósinu. Hann er flottur þegar hann er að gera það sem hann gerir best, sumsé syngja. Minnti mig mjög á einhvern. var lengi að finna manninn.

Svo kom það. Joe Cocker. Bubbi er orðinn nákvæmlega eins og sá gamli snillingur. Ekki leiðum að líkjast. Það var enginn með sviðsframkomu hans.

Skoðaðu.

Röggi.

Engin ummæli: