miðvikudagur, 12. desember 2007

Schengen.

það hljóta að hafa verið góðar ástæður fyrir því að við fórum inn í schengen samstarfið á sínum tíma. Einhver þægindi fylgja þessu. Við losnum við biðraðir á flugvöllum, sumstaðar. Það er kostur.

Og líklega einhverjir aðrir praktískir kostir sem ekki blasa við leikmanni eins og mér. Ókostirnir eru sýnilegir eins og stundum áður. Mikill kostnaður og svo það hitt að við höfum ekki hugmynd um hverjir eru hér staddir. Eða nýfarnir.

Ég er ekkert viss um það henti mér. Við horfum uppá þetta nánast daglega núna. Ofbeldis og afbrotamenn valsa hér út og inn án þess að spyrja kóng eða prest jafnvel þó kóngurinn og presturinn hafi lagt blátt bann við öllum ferðalögum. Og þarna er ég að vísa í þau mál þar sem hægt er að bera á menn kennsl. Það er því miður ekki alltaf þannig.

Sýslumaðurinn í keflavík reynir af veikum mætti að benda steinsofandi réttarkerfinu á að farbann hafi í dag ekkert gildi. Án árangurs.

Bandaríkjamenn eru grjótharðir á sínum landamærum. Einum of segja margir ef ekki tveimur. En við erum of lin ef ekki hreinlega kærulaus. Þarna þarf að finna milliveg og þar eigum við að staðsetja okkur.

Ef það þýðir að við drögum okkur út úr schengen er þá ekki bara spurning um að gera það. Heimsmyndir hefur breyst til muna frá því að það apparat varð til.

Segi bara svona.

Röggi.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Frekar kýs maður opið þjóðfélag heldur en hitt. Það þarf ekki alltaf að gera allt erfiðara fyrir meirihlutann þó að minnihlutinn brjóti af sér.

Ef það þýðir að löggan og sýslumenn þurfa að vera meira í vinnunni og meira á tánum...þá það!