laugardagur, 29. desember 2007

Íþróttamaður ársins.

Margrét Lára er íþróttamaður ársins. Því ber að fagna og engin ástæða til þess að þusa yfir því að hinn eða þessi eigi þetta betur skilið. Þetta er ekki vísindalega valið og því er ekki hægt að krefja neinn um rökstuðning.

Eitt vekur samt furðu mína. Af hverju þarf bikarinn að vera svona stór? Salurinn skemmtir sér að vísu vel yfir því þegar verðlaunahafinn rogast með gripinn um sviðið en er þetta ekki óþarfi. Ég hélt að stærðin skipti ekki máli.

Annars skemmtilegt kvöld og gott fyrir íþróttir. Jákvæð og mikil umfjöllun er fínt mál. Eitthvað er pískrað um breyta fyrirkomulaginu og fleiri komi að kjörinu. það held ég að gæti verið sniðugt. Stækka viðburðinn og gera vægið meira.

Hef líka heyrt að íþróttafréttamenn megi ekki heyra á þetta minnst. Kannski eðlilega en held samt að með tímanum muni það breytast því lengi má gott bæta.

Röggi.

1 ummæli:

Runar sagði...

Það er allavega eitt sem ég hef verið að velta fyrir mér að kemur ekki nógu vel fram og er nokkuð ósamræmi í.

Það eru 29 íþróttafréttamenn sem kjósa íþróttamann ársins en besta karl og konu í hverri grein velur stjórn hver sérsambands, allt öðruvísi val.

T.d. sérstakt að Hemmi Hreiðars er knattspyrnumaður ársins en kemst ekki á topp 10 hjá íþróttafréttamönnum en þar er Eiður.

Eins er Helena Sverrisdóttir íþróttamaður ársins í Hafnarfirði en kemst ekki á topp 10 hjá íþróttamönnum sem eru með Örn Arnarson t.d. þar inni, kannski fleiri Hafnfirðinga.