miðvikudagur, 5. desember 2007

Kiljan.

Settist fyrir framan sjónvarpið mitt í kvöld þegar ég kom heim. Vissi af fótboltaleik sem gæti beðið mín og þá er ég sáttur. Fiktið í fjarstýringunni leiddi mig á rás ríkissjónvarpsins. Þar var Egill með kiljuna.

Þá varð fótboltinn að víkja. Mig minnir að einhverjir menningarvitar hafi verið að tuða yfir því að Egill þessi stjórnmálaþrasari fengi að vera með bókmenntaþátt. Þær áhyggjur reyndust óþarfar.

Ég er ekki endilega mesti bókaormur allra tíma en finnst þátturinn flottur. Páll Baldvin hlýtur að vera einn skemmtilegast maður þjóðarinnar. Strákslegur og hæfilega óheflaður í tali. Kolbrún er auðvitað bara Kolbrún.

Og Egill Egill. Hvernig er ekki hægt að hrífast með honum. Skemmtir sér greinilega og kemur víða við. Áhugi minn á bókum hefur aukist og það var tilgangurinn.

Man það núna að ég tók þáttinn í síðustu viku líka framyfir boltann.....

Röggi.

Engin ummæli: