þriðjudagur, 11. mars 2008

67 000 milljóna taprekstur.

Sextíu og sjö þúsund milljónir. Milljarður er þúsund, ekki hundrað, milljónir. Hættum að tala um milljarða. Stór hluti þjóðarinnar heldur að milljarður séu hundrað milljónir.

67 000 milljónir er tap FL group en það fyrirtæki er rekið af Jóni Ásgeiri. Hann bregst nú geðvondur við eðlilegum spurningum hluthafa um reksturinn. það kemur ekki á óvart því hann er ekki vanur að þurfa að svara slíkum leiðinda spurningum. Hann er langt kominn með að komast upp með það að kenna fyrrverandi forstjóra einum um tapið. Það hlýtur að vera PR afrek ársins.

Hélt í einfeldni minni að formaður stjórnar bæri ábyrgð á forstjóra. Maðurinn er ósnertanlegur. Enn um sinn...

Röggi.

Engin ummæli: