fimmtudagur, 27. mars 2008

Ekki eru öll vísindin eins.

Heyrði fyrir skemmtilega tilviljun rismikið viðtal á rás 2 við mann sem ég held að heiti Serafím. Alíslenskur maður sem tók sér þetta nafn erlendis. Þessi aðili gerir sig úr fyrir að hafa sérþekkingu á yoga og tantra með áherslu á kynlíf. Sérþekking þessi öll ættuð frá Asíu með viðkomu í Rúmensku rétttrúnaðarkirkjunni.

Hann vill kenna okkur strákunum að fá fullnægingu án sáðláts, aftur og aftur. Upplýsti um könnun sem sýnir að meðalmaðurinn endist að jafnaði í 10 mínútur og snýr sér að því búnu á hliðina og og sofnar þá með hrotum eins og hann orðaði þetta sjálfur. Ekki er það gott og ég get að sjálfsögðu ekki sagst kannast við þessa frásögn.

Það er ekki bara af þessum orsökum sem maðurinn vill kenna okkur að fá ekki sáðlát við fullnægingu, ó nei. það sem hér skiptir miklu er orkutapið sem við verðum fyrir við sáðlátið. Það finnast mér sérlega hagnýt vísindi.

Hér er kannski komin skýring á því maður eigrar um þreyttur og lúinn dögum saman. Ég get játað það hér að ég hef ekki leitt hugann að þessu máli og látið eftir mér allskyns orkufreka hegðun í þessum efnum. Er fremur einfaldur maður en hélt að sáðlátið væri oftar en ekki heldur ánægjulegur lokahnykkur í þessum samskiptum.

En þar sem ég er meðvitaður maður og vill fylgjast með helstu nýjungum og framförum á sem flestum sviðum verð ég auðvitað að kynna mér þetta í þaula nú á tímum þar sem orkusparnaður er stóra málið. Enda vill ég ekki sitja eftir þegar meðbræður mínir verða búnir að afleggja sáðlátið og ég í gamla farinu.

Ókeypis mun á þetta námskeið.

Röggi.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá, skemmtilegur pistill frá lipra rakaranum í Dúett. Þetta er gott dæmi um hvernig viðtöl menn rekast óvart á í útvarpinu. Ég sé Rögga fyrir mér vera að klippa mann í stólnum á Dúett, þeir að spjalla saman og útvarpið ómar í lágum tón í bakgrunni. Frá útvarpinu fara að heyrast eitt og eitt orð í gegnum skærahljóðin eins og sáðlát, fullnæging, Tantra, námskeið......og okkar maður hættir að hafa áhuga á að tala við kúnnan, teygir sig í tækið, hækkar og hlustar með andakt. Við karlmenn erum bara miklir áhugamenn um betra kynlíf en ég er svo sem ekki viss um að ég nenni að sitja heilt námskeið með gaur frá útlöndum, þá þekkingu sæki ég alfarið í gegnum Alnetið en þau námskeið sem ég stunda þar eru með skemmtilegum myndasyrpum og jafnvel stuttum myndskeiðum!

hlö