Alveg var það jafn öruggt og að morgundagurinn rennur upp að VG myndu andæfa þegar Iðnskólinn í Reykjavík var sameinaður fjöltækniskóla Íslands og einkaaðilar fengnir til verksins. Holur tónn í málflutningum sem snýr í raun alls ekki að sameiningunni. VG talar meira um að opinberir aðilar kunni ekki að reka skóla. Það er oft rétt.
Þess vegna er það sérstakt fagnaðarefni að þessi sameining skuli ganga fram. Allt mælir með henni og flott að fagaðilar atvinnulífsins komi að rekstrinum. Ég bara get ekki skilið þessi sjálfvirku krampakenndu viðbrögð í hvert sinn sem ríkið fær einkaaðila til þess að vinna fyrir sig störfin.
Heyrist að í þetta sinn neinni enginn að taka undir með VG. Kannski vegna þess að almenningur hefur lítinn áhuga á þessum skólum en vonandi vegna þess að fleiri eru nú að sjá að aðrir geta sinnt kennslu en bara opinberir aðilar.
Auk þess legg ég til að þingmönnum VG verði boðið á námskeið þar sem útskýrður verður í eitt skipti fyrir öll munurinn á einkavæðingu og einkarekstri.
Röggi.
sunnudagur, 9. mars 2008
VG á móti sameiningu.
ritaði Röggi kl 13:17
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hvernig getur allt mælt með sameiningu þegar kennarar (í það minnsta Iðnskólans) eru ekki sáttir? Og í raun voru þeir ekki látnir vita.
Skrifa ummæli