mánudagur, 10. mars 2008

Sendiherrapælingar.

Sé það bloggarar hneykslast á því að Sigríður Anna sé orðin sendiherra. Ég var reyndar hissa á að hún hafi orðið ráðherra en það er önnur saga. Veit ekki hvort skynsamlegt er að reyna að gera vísindalegan samanburð á því hver sendiherra okkar í gengum tíðina hefur verið slappastur en í þeim efnum er af nógu að taka.

Engu skiptir hverjir eru við kjötkatlana frá einum tíma til annars. Það er í gangi einhver díll og allir fá sitt. Reglan er ein. Stjórnmálamenn og konur fá þetta hvort sem mér að þér finnst það eðlilegt eða ekki og alveg óháð því hvað hvort við sérskipaðir sérfræðingar teljum viðkomandi hæfa eða ekki.

Hef oft velt því fyrir mér hvernig þetta geti verið öðruvísi. Eru ekki einhverjar líkur á því að stjórnmálamenn séu tilvaldir í þessi störf? Eru fyrrverandi stjórnmálamenn kannski liðónýtir starfskraftar?

Hvernig vlijum við hafa þetta?

Röggi.

Engin ummæli: