þriðjudagur, 11. mars 2008

Bubbi bullar.

Ég er beinlínis alinn upp við Bubba. Hann bjargaði mér frá dískóinu á sínum tíma. Pönkið hjálpaði til þó mér finnist í dag sú músik sem var kölluð pönk þá vera rokk og ról. Andstæðurnar við sykursætt dískóið voru bara svona miklar. Bubbi kom eins og stormsveipur og hefur verið á sveimi síðan.

Mjög misgóður segi ég og reyndar nánast handónýtur hin síðari ár. Langt síðan ég hef fundið knýjandi þörf fyrir að fjárfesta í honum. Hann er samt aðal og veit af því og fer orðið fremur illa með það.

Nánast hjákátlegt hjá manninum að henda skít í alla þá sem kunna að hafa skoðun á honum, nema hún sé kónginum þóknanleg. Nú síðast fær Biggi í Maus á baukinn hjá Bubba. Einstaklega ósmekklegt hjá Bubba og ómálefnalegt að telja að einhverju máli skipti hvort Biggi syngur falskt eða ekki. Geta þeir einir sem syngja eins vel og kóngurinn haft vit á Bubba?

Bubbi er ekki lengur reiður ungur maður. Hann er orðinn reiður og önugur miðaldra poppari. það fer honum illa.

Röggi.

1 ummæli:

Einar sagði...

Þetta kallast gamalmennageðillska á góðri íslensku.