þriðjudagur, 9. september 2008

Einkakreddur VG.

Datt fyrir tilviljun inn í umræður um heilbrigðismál í þinginu á kvöld. Held að málið hafi verið umræða um sjúkratryggingamálefni en þegar ég kem að er rifist um grundvallaratriði í heilbrigðismálum, hvort einkarekstur er hollur eður ei.

Alveg er fullkomlega geggjað að heyra hvernig VG lætur ef einhver segir "einka" um nokkurn skapaðan hlut. Minnir um margt á fólkið sem fær grænar bólur ef einhver minnist á iðnað að ég tali nú ekki um ál..

Allt skal vera ríkisrekið þó leitun sé að einhverjum rekstri sem ríkið stendur betur að en einkaaðilar. Hér á landi er stór hluti okkar kerfis einkarekinn og enginn kvartar enda þjónustan ekki verri og þar ekki litið á sjúklinginn sem sjúkling eingöngu heldur viðskiptavin sem þarf að þjónusta og hafa ánægðan.

Brúsann borgum við svo öll eins og áður en í þessu tilfelli er ramminn þrengri og peningakraninn sem læknar hafa aðgang að hjá ríkinu fær bara ákveðinn skammt. Kostnaðarvitundin önnur enda ekki hægt að stóla sífellt á auknar fjárheimildir. VG telur slæmt að menn vilji reka fyrirtækið með hagnaði. Það get ég bara alls ekki skilið. Hvað er unnið með taprekstri? Er endilega samasemmerki milli hagnaðar og lélegrar þjónustu??

Birgir jakobsson yfirlæknir á Karólinska sjúkrahúsinu í Sviðjóð hefur reynsluna af því að vinna hjá ríki og einka. Hann var til vinstri síðast þegar ég vissi. Hvernig væri að VG og fleiri reyndar fengju hann til að koma hingað og flytja fagnaðarerindið og gera samanburð.

Ég hef lesið viðtöl við hann og kysi hann sem ráðherra heilbrigðis fram yfir hvern einasta annan mann. Hann getur kennt kreddu liðinu hérna að það er ekkert að óttast þó einhver annar en ríkið sjái um að reka heilbrigðisþjónustu.

það vill nefnilega þannig til að þeir sem starfa í einkageiranum eru bara fólk eins og ég og þú sem vill gera vel og ná árangri.

Röggi.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

VG er í ruglinu bara. Lætur BSRB borga fyrir einhverja áróðurskerlingu frá Englandi akkúrat núna þegar þetta frumvarp er til umræðu. Ömmi nýbúinn að læra á photoshop og hagar sér eins og grunnskólakrakki að breyta myndum og finnst hann ógeðslega fyndinn. Ekki er borgarfulltrúi þeirra skárri því hann rekur dúklagningafyrirtæki sem er í hundruðum milljóna króna viðskiptum við borgina. Spilling ha?

Nafnlaus sagði...

Þakka þér pistilinn Rögnvaldur, eins og talað út úr mínum munni! Svo mætti kannski líka bæta við hvernig fréttastofa RÚV-hljóðvarps er misnotuð daglega í þágu Vg og til að útbreiða "fagnaðarerindi" BSRB.

Nafnlaus sagði...

Jaså ... dæmi nú bara tæknivíti á þetta og ásetningsvillu að auki ...
Gaman að þessum nafnlausu bloggurum á launum á einkvinavæðingaöflunum ... við vitum öll hver þau eru ...
Heilbrigðis- og skólakerfi á ekki að vera gert að féþúfu græðginnar, nóg er þegar að gert og þarf að snúa óheillaþróun til baka ef e-ð er.

Ber akkúrat ekkert traust til "hæstv" heilbr.ráðherra enda veldur han engan veginn starfinu hvað þá að hann hafi siðferði í það, lax, lax og relax ... it's on the house!