mánudagur, 1. september 2008

Fúsk hjá rúv.

Sit hér og horfi á fótboltaleik í kassanum. Spenna í undanúrslitum á fínum velli í flottu veðri. Allt gott og blessað þannig séð.

Eitt finnst mér þó undarlegt. Valtýr Björn hefur sér til fulltingis gæðapiltinn Kristján Guðmundsson. Hann hefur að sönnu mikið vit á fótbolta og sér margt sem við leikmenn sjáum ekki. Akkúrat þannig eiga lýsendur að vera...

Spurning er þó hvort þeir eiga að vera starfandi þjálfarar í efstu deild. Þarna situr hann og talar um vinnu starfsbræður sínna og keppinauta og störf dómara. Gefur leikmönnum einkunnir og heimtar á þá spjöld og hvað eina.

Þetta finnst mér fúsk og ófaglegt bæði hjá rúv og Kristjáni. Mikið óskaplega búum við illa að geta ekki fengð aðra en starfandi þjálfara til að lýsa leikjum hjá liðum sem þeir eru að jafnaði í keppni við.

Röggi.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér finnst nú meira fúsk að láta menn eins og Valtý Björn lýsa leikjum, maðurinn er algerlega óhæfur. Kristján er aftur á móti skemmtilegur og svo er um flesta þjólfarana sem eru fengnir fréttamönnunum til hjálpar. Ekki veitir af.

Nafnlaus sagði...

Ég á ekki orð til að lýsa því hve mjög mér finnst skrif þín upplýsandi og greindarleg. Gáfurnar hreinlega stirna úr augum þínum á myndinni hér til hliðar.

Nafnlaus sagði...

Mesta fúskið er að vera með fótboltaleik á besta útsendingartíma!

Nafnlaus sagði...

Sæll!
Algerlega sammála þessu. Það virðist því miður vera þannig að RUV getur ekki lengur séð sómasamlega um íþróttaviðburði. Hvorki sýnt fjölbreytni né gert það á faglegan hátt. Set líka spurningarmerki um starfandi þjálfara að þeir mæti í útsendingu sem þessa. Hef ekki séð það t.d. í Englandi.

Ágúst Borgþór sagði...

Ég er mest gáttaður á Kristjáni að hafa verið svona hlutdrægur. Hvað gengur honum eiginlega til? Ég hélt í einfeldni minnni að þjálfari í þessum gæðaflokki væri yfir svona lagað hafinn.