þriðjudagur, 13. janúar 2009

Dylgjur sérfræðings.

Þeir eru margir fræðingarnir sem nú spretta fram. Sumir eru fræðigrein sinni til fulls sóma en aðrir minna. Allmargir eru hreinlega í pólitík eða bara á flótta undan því sem þeir sögðu eða héldu í fyrra. Nú er tími fræðinganna.

Og nú er líka tími til að slá menn af hægri vinstri. Sumar starfstéttir liggja betur við höggi en aðrar. Auðvelt að koma af stað óánægju með banka og stjórnmálamenn. Kaupahéðna og auðmenn. Jarðvegurinn er frjór núna og því er ábyrgð þeirra sem í fararbroddi eru mikil. Réttlát reiðin má þó ekki afvegaleiða okkur.

Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir er víst eitthvað sem heitir stjórnsýslufræðingur. Hún hélt ræðu á borgarafundi þar sem hún dylgjar um ráðherra sem hafi í hálfgerðum hótunum. Það hefur örugglega fallið vel í kramið enda, hver vill ekki hlusta á svoleiðis í dag?

Svona málflutningur er óþolandi enda ætti fræðingurinn að vita að ekki er með nokkru móti sanngjarnt að setja alla ráðherra undir þennan grun. Hún er komin út í ánna og nú viljum við að hún nái landi. Hér verður ekki aftur snúið.

Annars er hún bara enn einn sérfræðingurinn sem ekki er mark takandi á. það er ekki bara hennar réttur að segja okkur þetta, heldur ekki síður skylda.

Röggi.

15 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hrikalegt að gera þetta!
Hún hlýtur að nafngreina ráðherrann.
Ef ekki teljast þetta ómerkilegar dylgjur og reyndar hrein lygi.
Trúi því varla að hún skáldi slíkt upp - hvað þá við þær aðstæður sem eru í þessu þjóðfélagi. Slíkt er allra síst háskólafólki sæmandi.

Nafnlaus sagði...

Þetta er auðvitað helsti skandall ársins. Að ráðherrar skuli þurfa að þola dylgjur eða grunsemdir! Þetta fer í flokkinn með áhyggjum Össurar af bókhaldsleynd forsetans.
Er ekkert óréttlæti þér ofar í huga en þetta?

með allri vinsemd þó og virðingu
lesandi

Nafnlaus sagði...

Tveggja manna tal, trúnaður, bankaleynd. Á ég að halda áfram?

Þín átrúnaðargoð hafa borðið þessar skýringar á borð fyrir þjóðina í kjölfar dylgja sem þeir hafa sett fram.

Goðin þín eru þó mörg hver í vinnu fyrir þjóðina, ekki stjórnsýslufræðingurinn.

Gerirðu ekki sömu kröfur til átrúnaðargoða þinna?

Og afhverju velurðu að hæðast að því að hún sé fræðingur? Reyndar týpískt þegar rökþrot eru annars vegar.

Ömurlegar þessar árásir á konuna sem reynir að upplýsa um okkur þjóðina um vinnubrögð sem einkennast af spillingu og hagsmunapoti, jú einmitt, átrúnaðargoða þinna.

Nafnlaus sagði...

Hver verður að velja fyrir sig hvað hann tekur með sér af svona fundi. Sigurbjörg sagði talsvert og það gerðu aðrir líka og fylgt eftir með slatta af spurningum og svörum. Þú verður sjálfur að meta hvort nóg hafi fram komið til að það breyti að einhverju leiti þinni sýn á samfélagið þitt. Sjálfur fékk ég mikið út úr þeim upplýsingum sem komu fram, þó ekki hafi þær allar verið fullkomnar.

Á sama hátt og hver sem kemur og hlustar á svona fundi hefur val um hversu alvarlega hann vill taka þær upplýsingar sem komu fram hafa þeir sem tala val. Þeir geta valið að hversu miklu leiti þeir segja það sem þeir vita og verða að vega og meta stöðu sína í samfélaginu. Við búum við þá stöðu að það sem maður segir hefur veruleg áhrif á mann sjálfan og viðbrögðum annara gagnvart þeim. Þess vegna er ekki hægt að krefjast frekari svara af fólki sem getur átt meira undir að halda sér saman en við getum skilið. Það sem við getum gert er að taka það inn í myndina hvað viðkomandi ekki treystir sér til að svara.

Þegar sjálfstæðisflokkurinn ekki treystir sér til að senda fulltrúa á fundinn í gær, dróg ég af því ályktun. Ég á enga kröfu á að hann mæti en það hefur áhrif á skoðun mína á þeim flokki að hann treysti sér ekki til þess. Á sama hátt setur það sem Sigurbjörg sagði ekki mark á það sem hún sagði. Bæði það sem við segjum og það sem við segjum ekki hefur áhrif.

Héðinn Björnsson

Nafnlaus sagði...

Já þetta er náttúrlega óþolandi að verið sé að dylgja svona. Það er okkur sem vitið hafa ljóst að spilling meðal stjórnmálamanna á Íslandi er sú minnsta sem þekkist í byggðu bóli.
Það var augljóst af viðbrögðum ráðherra sem vissi ekki einu sinni af því að slíkir borgarafundir hefðu verið haldnir frekar en við sem ábyrg erum, og hvað þá að þessi manneskja skyldi ætla að tala á þeim fundi. Nei ég held að ráðherra verðskuldi afsökunarbeiðni

Thrainn Kristinsson sagði...

tja...er ekki rétt að ráðherrar ríkisstjórnarinnar verji sig sjálfir...

Það er flott hjá stjórnsýslufræðingnum að ýta þessu á flot hálfkláruðu og láta þennan ráðherra steikjast í eigin siðleysi á meðan hann/hún vonar að sannleikurinn komi ekki upp á yfrborðið.

Nafnlaus sagði...

Þú þarft ekkert að velkjast í vafa um að hún Sigurbjörg sé stjórnsýslufræðingur, hún ER það.

Þú ert sem sagt að setja Idolið í þann flokk manna sem ekki er mark takandi á. Hann hefur allavega komist upp með Grand scale dylgjur.

Finnst þér ekkert annað þess vert að skrifa um af þessum fundi eða hennar ræðu t.d. það að Gulli hafi sagt að hann væri búinn að ákveða hver fengi starfið sem hún var að tilkynna honum að hún ætlaði að sækja um.

Nafnlaus sagði...

Auðheyrt að þú botnar ekkert í þessu.

Sigurbjörg á heiður skilið fyrir að upplýsa um hótanir ráherra. Hún er þekkt fyrir heiðarleika og vandvirkni.

Landsmenn þurfa að frétta hvers konar slúbbertar slæðast hér í embætti.

Fjölmiðlamenn eiga að krefja ráðherra sagna. Ekki Sigurbjörgu.

Það er ráðherrann sem á að stíga fram og viðurkenna að hafa haft í hótunum við Sigurbjörgu. Ofbeldismaðurinn. Ekki fórnarlambið.

Síðan á ráðherrann að segja af sér.

Rómverji

Nafnlaus sagði...

Veit þjóðin hver Wade er? Og veit hún að Sigurbjörg og Wade eru par. Og veit Wade það sem hann veit, af því að Sigurbjörg og formaður Samfylkingarinnar eru nánar vinkonur? Og veit þá formaður Samfylkingarinnar upp á sig skömmina um að hafa ekki frætt þjóðina um það sem Wade veit.... og hefur alltaf vitað?

Nafnlaus sagði...

tekur undir þetta . Hún bara lítillækkar sjálfa sig með svona framferði

Nafnlaus sagði...

Wade veit :)

Röggi sagði...

Snýst þetta mál um kreddupólitík til hægri eða vinstri? Eða hvort ég held með Val eða KR?

Þetta mál snýst um rétt þeirra ráðherra sem sérfræðingurinn í stjórnsýslu á ekki við. Réttur þess fólks er hér svívirtur.

Þangað til konan upplýsir okkur um það hvern um er að ræða eru þetta marklausar dylgjur. Handónýtar en vel til þess fallnar að slá sig til riddara.

Viðurkenni fúslega að mér finnst þetta sérlega merkilegt í ljósi þess að konan er sérmenntuð í stjórnsýslu.

Röggi.

Nafnlaus sagði...

Hvað segja nún nafnlausir (og auðvitað Rómverjinn alvitri) um Ingibjörgu Sólrúnu??

Nafnlaus sagði...

Ingibjörg á að segja af sér.

-Héðinn Björnsson

Nafnlaus sagði...

"Ráðleggingar" Ingibjargar eru ekkert vinarbragð. Símtalið var hótun. Ómögulegt er að skilja það öðruvísi.

Maður þarf ekkert að vera alvitur til að skilja það. Þakka samt hólið.

Rómverji