fimmtudagur, 22. janúar 2009

Mótmælunum rænt.

Varla þarf það að koma nokkrum manni á óvart að ofbeldis og óróaseggir skuli hafa lagt hald á málsstað þeirra sem vilja kosningar og nýja ríkisstjórn. Af hverju söngvaskáldið góða og forystumenn stjórnandstöðunnar fordæma ekki framkomu og hegðun þess fólks er mér fyrirmunað að skilja.

Það sem verst er að líklega mun þetta fólk þakka sér ef nú verður boðað til kosninga með vorinu. Þannig er það ekki en ef ekkert gerist fljótlega mun þessum fámenna ofbeldishópi líklega takast að að eyðileggja mótmæla mómentið algerlega.

Auðvitað er það fólk sem vinnur við löggæslu orðið þreytt og því kannski ekki sanngjarnt að gagnrýna en af hverju enginn er handtekinn er furðulegt. Hver tekur ákvörðun um að gera það ekki?

Við getum ekki varið þessa hegðun jafnvel þó okkur sé heitt í hamsi eða að við höfum einhverja áunna óbeit á lögreglunni eins og mér virðist sumir hafa.

Margir benda á að svona nokkuð sé algengt erlendis og það þá væntanlega alveg eðlilegt og jafnvel fínt. Fordæmum þetta lið en höldum áfram að nýta okkur réttinn til að mótmæla, án ofbeldis þó einhverjum þykir bara smart að kenna börnum og unglingum að lögreglan sé skemmtilegt skotmark.

Núna erum við að takast á um pólitísk grundvallaratriði í okkar þjóðfélagi. En við skulum ekki gleyma öðrum góðum gildum í hita leiksins. Hnefarétturinn er handónýtt tæki til samskipta og tjáningar. Ég legg til að nú verði gerð heiðarleg tilraun til að frelsa mótmælin úr höndum þeirra sem halda að slagsmál við opinbera starfsmenn næturlangt séu þarft innlegg í umræðuna.

Röggi.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Frelsishetjur og framtíðarleiðtogar nýja Íslands:

1. Egill Helgason: gáfu-og byltingarmaður, ríkistarfsmaður og ofurbloggari sem ritskoðar allt sem truflar hann og byltinguna.
2. Hörður Torfason: Tónlistar-og byltingarmaður
3. Jónína Benediktsdóttir: athafna-g selskapskona
4. Jónas Kristjánsson: fyrrum ritstjóri DV og byltingarmaður
5. Helga Vala: námsmaður og móðir ársins 2009
6. Steingrímu J. Sigfússon: atvinnustjórnmálamaður og atvinnumótmælandi
7. Jón Gerald Schullenberger: athafnamaður, vikadrengur og dæmdur fjárglæframaður
8. Einar Már Guðumundsson: rithöfundur og anarkisti
9. Bubbi Morthens: tónlistarmaður, fjárfestir (sem tapaði) og hugsuður
10. Magnús Þór Hafsteinsson: Frjálslyndur (nema gagnvart útlendingum) og heill drengur frá Akranesi sem vill einangra þjóðina gagnvart útlendum áhrifum...
11. Álfheiður Ingadóttir: Vinstri Græn, ofurmótmælandi og anarkisti með skoðanir á öllu og lausnir á hreinu...
12. Ísak Harðarson: Byltingarsinni og misskilið skáld.
13. Frú Vigdís Finnbogadóttir (tilnefnd af Agli): fyrrverandi forseti en núverandi styrkþegi á kostnað skattborgara (sem fer fækkandi).

Vantar fleiri frelsishetjur, bræður og systur, sem þjappað hafa þjóðinni saman síðan kerfishrunið varð. Þetta eru leiðtogar hins nýja Íslands og þeir sem stóðu að byltingunni miklu.