fimmtudagur, 1. janúar 2009

Ég mótmæli mótmælum.

Nú virðist það vera að gerast að við erum að eignast fólk hér sem heldur sér upptekið við mótmæli. þetta er að verða eins og sagt er í fótboltanum, svona hálfatvinnumennska. Fyrir ekki löngu síðan var tekin tvenna og farið frá einum stað til annars og andæft með skókasti og alles. Tvö aðskilin mál reyndar en mótmæli eru jú alltaf mótmæli.

Eins og venjulega eru mótmæli af þessu tagi rekin í nafni réttlætis og þjóðarinnar. Þau eru sögð lýðræðisleg en eru það stundum alls ekki. Hvaða skoðanir eru svo merkilegar að nauðsynlegt er að ganga gegn rétti annarra til að sinna sínum störfum án þess að verða fórnarlömb ofbeldis?

Ofbeldi er að verða regla en ekki undantekning hjá tiltölulega litlum en háværum hópi hér. Er það lýðræðislegur réttur þessa fólks að reyna að ráðast til inngöngu á hótel þar sem fólk situr og framleiðir sjónvarpsþátt þar sem rætt er um þjóðmál?

það er akkúrat ekkert lýðræðislegt við svona hegðun. Skoðanir þessa hóps á stjórnmálamönnum eiga fullan rétt á sér en ofbeldið sem það kýs að nota til að troða þeim upp á aðra á ekki rétt á sér. Málsstaðurinn verður ekki merkilegri þó rúður brotni eða stöku þingvörður slasist að ég tali ekki um kinnbein lögreglunnar sem virðist eiga, ef ég skil fólkið rétt, að rétta bara fram hitt kinnbeinið.

Allir hafa rétt á sínum skoðunum og þar með talið fólkið sem situr í ríkisstjórninni. Rétturinn til að hafa skoðanir og halda þeim fram er heilagur. þeir sem vilja stöðva umræðu eða skoðanir annarra eru hreinlega að svívirða lýðræðið.

Svo er endurtekinn gamli söngurinn um ruddaskap lögreglu. Hver eru tæki lögreglunnar þegar kemur að því að halda fólki innan þeirra reglna sem við flest kjósum að kalla siðmenningu? Hin kinnin aftur kannski....

Á endanum tekst þessum fámenna hópi að skemma mómentið sem lagt var upp með. Þróunin er bara þannig. Sagan segir að flest fólk telur sig ekki þurfa að beita ofbeldi til að koma skoðunum sínum á framfæri. Slagsmál við lögreglu heilla fáa.

Ég mótmæli framkomu þessa fólks og tel hana ólýðræðislega með afbrigðum.

Röggi.

24 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég mótmæli þér.

Ég var þarna ekki, er einfaldlega seinþreyttur til vandræða og nenni ekki svona hlutum. Þetta fólk þarna má þó vera í forsvari mínu.

Laugardagsmótmælin eru flott en þau virka ekki, nú er því miður komin upp sú staða að það verður að ýta í þetta lið.

Með illu skal illt út reka.

Ef ríkisstjórnin væri byrjuð að vinna þá vinnu sem þarf að framkvæma með dugnaði þá hefði enginn þörf fyrir að mótmæla. Fólk hefur ekki fundið fyrir sanngirni, réttlæti. Ekki hefur gerst neitt í meirihluta þeirra skítamála sem uppljóstrað hefur verið undanfarna þrjá mánuði. Ráðherrar hafa komist upp með því að segjast ekki hafa vitað um hluti sem eru á almannarómi. Við búum ekki í milljónasamfélagi.

Þessi afstaða þín er kjánaleg, þakkaðu fyrir það að öðrum þykir tími kominn til aðgerða í stað þessa að sitja fyrir framan tölvuna.

IS

Nafnlaus sagði...

Ég held að þú ættir að kynna þér málin ögn betur Röggi, áður en þú ferð að trúa bullinu sem ófrjálsir fjölmiðlar planta í kollinn á landslýð eina ferðina enn: Tilvalið væri fyrir þig að byrja lesturinn t.d. hér:

http://birgitta.blog.is/blog/birgitta/

Þetta voru friðsöm mótmæli hvað sem hver segir alveg þangað til lögreglan missti stjórn á sér. Það er lögreglan sem kemur óorði á mótmæli en ekki öfugt og fjölmiðlarnir lepja eins þeim er sagt til um af eigendum sínum.

Nafnlaus sagði...

Þú virðist í einhverjum bómullarhoðra og verndaður fyrir hretviðrum sem á almenningi ríða.
Þér er fyrirgefið sá vankantur á lífi þínu- þú þekkir ekki af eigin raun þjáningar þeirra sem mótmæla friðsamlega mistökum þeirra sem leitt hafa þjóðina á gaðpastokkinn- kannski þegar líður á árið bankar vandamálið á þína eigin dyr- þó þú telji þig öruggan nú í dag- fjármunir þjóðarinnar minnka....

Nafnlaus sagði...

Afhverju komið þið ekki fram undir nafni?

Nafnlaus númer 2, finnst þér bara eðlilegt að maður eigi að taka meiri mark á bloggsíðum heldur en fjölmiðlum jafnvel þótt að auðmenn eigi þá?

Nafnlaus nr 1. með illu skal illt út reka. Ertu í alvöru að verja það að venjulegir íslendingar sem eru stunda sína vinnu sé slasaðir til þess að koma málstað á framfæri?

Nafnlaus sagði...

Ég mótmæli þér og seigi að það sé aulalegt að mótmæla því að motmæla.

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt ár, Röggi og aðrir íslendingar


Þetta lið, þessir obeldismótmælendur, þykist bera hag þjóðarinnar "meira" fyrir brjósti en aðrir íslendingar og þurfa því að ganga skrefinu lengra og beita ofbeldi og réttlæta það síðan.

Ekki í mínu nafni og ekki í nafni 90% þjóðarinnar.

Sannleikurinn er sá og rannsóknir sýna að við svona sérstakar hamfara aðstæður þá blómstra gjarnan einstaklingar sem eru veikir fyrir og vilja eiga sínar 15 mínútur af frægð. Þetta er alþekkt fyrirbrigi úr Sálarfræðinni.

Ég veit að þarna inn á milli er auðvitað gott fólk sem vill koma sínu á framfæri en þeir sem hæst láta og hvetja til ofbeldis eru yfirleitt það sem við köllum smásálir. Þær láta á sér kræla og vilja framkalla sama ástand út á við og ríkir innra með því: Stjórnleysi.

Þessir ákveðnu einstaklingar áttu í tilvistarkreppu fyrir "kreppuna" nú og ástandið en finna nú tilgang og samsvörun í þessum farvegi ofbeldis og stjórnleysis. Það blómstrar þó þeir viti samt ekkert hvað þeir vilja sjá breytast, hvað þá að þeir hafi lausnir á takteinunum.

Við hin sem viljum breytinar og hafa áhrif teljum best að gera á málefnalegan og lýðræðislegan hátt viljum ekki sjá svona lagað gert í okkar nafni.

Þessa einstaklinga þarf að taka úr umferð og refsa á viðeigandi hátt svo að frekara stjórnleysi verði ekki liðið- og alls ekki má rugla þeim saman við hina sem vilja breytingar en í krafti vitsmunalegrar umræðu sem er bæði lýðræðisleg og lausnarmiðuð.

Þessir einstaklinar hverfa strax aftur ofan í holur eigin huga um leið og þeir finna að svona hegðun, ofbeldi, verði ekki liðin frekar.

Kveðja,

Jón Sig

Bjarni sagði...

Ha Röggi?
Finnst þér réttlætanlegt þau xd xb og síðar xs, sigli öllu í kaf þrátt fyrir aðvaranir stjónarandstöðu allt frá 2004 að hlutir væru ekki nógu góðun standi og mikil áhætta gæti skapast síðar meir?
Og einnig aðvarana erlendra bankastofnana og sérfræðinga, að þeim aðvörunum hafi verið svarað með hroka, stungið undirstól og haldið leyndum fyrir til heirandi ráðuneiti bankamála ?
Að Oddvitar ríkistjórnar komi fram með lygum og hroka gangvart þér og mér?
Að það sé réttlætanlegt að bankamálaráðherra muni ekki neitt?
Að Forsætisráðherra er uppvís um lög brot í stöðuráðningar ráðuneytissíns?
Að fjármálaráðherra næstum semur af sér réttindi þjóðarinnar, viti valla um hvaða mál hána er að tala um í samtali við fjármálaráðherra bretlands, og sé að standa braski með eignarhlut í BYR sem hann vill ekki gefa upp?
Finnst þér réttlætanlegt að í allri sinni ráherratíð þá svari Dómsmálaráðherra ekki fjölmiðlum nema í gegnum tölvupósts og neiti að koma í viðtöl?
Finnst þér réttlætanlegt að D&S ætla að nauðbeygja þig og mig og afkomendur okkar fram í ó útreyknaðann tíma til að borga upp skuldir Baugs, Bjögganna og Icesave, Glitnis svikana ú sjóðum þar, Manns Þorgerðar Katrínar, Moldvörpunnar 6 Hreðars Márs og annara mála sem líta að stjórnendum Kaupþings.
Að það sé ekki búið að hneppa einn eða neinn sem kom landinu á vonar völ.

Ef þú getur réttlætt þennan lista afglapa (iandráða) þá er þér velkomið að borga það sem Geir og Ingibjörg eru að reyna aðætla mér og mínum afkomendum að borga.
Ekki ætla ég að gera það.

Nafnlaus sagði...

"Hvaða skoðanir eru svo merkilegar að nauðsynlegt er að ganga gegn rétti annarra til að sinna sínum störfum án þess að verða fórnarlömb ofbeldis?"

Þannig spyrðu, greyið mitt.

Spurðu íslensku þjóðina. Það var einmitt þetta sem hún varð fyrir - og má þola enn af völdum kosinna fulltrúa sinna.

Pólitískt, andlegt, siðferðilegt, stéttarlegt, fjárhagslegt og vanrækslulegt, gersamlega ábyrgðarlaust ofbeldi vissra hópa þjóðfélagsins - þám þeirra kjörnu FULLTRÚA sem fólkið trúði fyrir sér og sínu - vega sem fjall á móti fjöður í samanburði við það hark sem fólkið hefur nú NEYÐST til að hafa í frammi í tilraun sinni til að ná eyrum og hjörtum hrokakikkjanna sem virðast sviðin og brennd af innantómri valdasýki sem hlýtur að stafa af samkrulli persónulegra hagsmuna þeirra við rænda hagsmuni (frá þjóðinni) og völd samviskulausra atvinnuglæpamanna í viðskiptaheiminum. Þögul og róleg mótmæli hafa engu skilað hingað til.

Ef þú skilur þetta ekki er mér svosem alveg sama. Ætli þú sért ekki einhver pabbastrákurinn í þessum vægast sagt ógeðfellda flokki fínu ofbeldismannanna. Nema þú sért hér á netinu í þeim götustrákslega tilgangi einum að vera á móti öllu sem skiptir venjulegt fólk máli.

Því lengur sem skilningsleysi þitt varir, þeim mun meiri verður vesæl skömm þín.

Þroskandi nýtt ár, elsku óvinur. Býst ekki við að skrifa þér framar.

- Ísak Harðarson.

Nafnlaus sagði...

skoðun þín er skammar verð
skúrka málstað þylur
lögregla með lyga mergð
ljótan málstað hylur

kristian guttesen sagði...

Kæri Jón Sig, sem gerir athugasemd hér að ofan.

Gætir þú bent mér á hvaða rannsóknir þú vísar í, til dæmis með því að nefna ritrýnd tímarit, þegar þú segir að mótmælin í gær séu dæmi um vettvangur fyrir veika einstaklinga? Þú talar um að þetta sé alþekkt fyrirbrigði í sálarfræðinni, þannig þú hlýtur að geta rökstutt mál þitt, ekki satt? Frá hvaða lærðum sálarfræðingum hefur þú þessa vitneskju?

Þó ég hafi ekki sjálfur farið á mótmælin í gær þá tel ég að þau sem þar fóru hafi verið að mótmæla kapítalismanum í heild sinni; og finnst raunar fullkomlega rökrétt að mótmæla honum frá ýmsum hliðum, með því að mótmæla bæði fyrirtækjum sem stuðla að útbreiðslu hans og með því að mótmæla birtingarmynd hans í hinu siðspillta stjórnarfari Íslands.

Þú segir að einstaklingur í tilvistarkreppu sem mótmæli hafi engar lausnir og vilji aðeins stuðla að stjórnleysi; ég bendi þér hins vegar á að þessir einstaklingarnir sem mótmæla og þú uppnefnir með eintómum alhæfingum, voru heldur ekki kosnir til þings til að halda utan um málefni þjóðarinnar. Það er þeirra réttur að krefjast þess að þeir sem til þess voru kosnir sinni sínu starfi.

Sjálfur telur þú þig til þeirra sem vilja stuðla að breytingum og hafa áhrif á málefnislegan og lýðræðislegan máta. Þú hvetur til vitsmunalegrar umræðu sem er bæði lýðræðisleg og lausnarmiðuð.

Ég kem ekki auga á samræmi í þessum skrifum þínum og markmiðum.

Ertu sáttur við ástandið, eða öllu heldur stjórnarfarið, síðastliðinn áratug? Ertu sáttur við aðgerðarleysi stjórnvalda síðustu mánuði?

Fyrir utan það að uppnefna mótmælendur, hvers konar vitsmunalegri umræðu hefur þú og þeir sem þú kennir þig við stuðlað að? Hvar get ég borið afrakstur þeirrar umræðu augum?

Nýárskveðja,

Kristian Guttesen.

Nafnlaus sagði...

Þetta er alþekkt fyrirbrigi úr Sálarfræðinni, Ekki í mínu nafni og ekki í nafni 90% þjóðarinnar.


Tessi salfraedimenntadi, umbodsmadur 90% tjodarinnar aetti ad panta ser tima hja einhverjum collega sinum sem fyrst. Godur pistill kristian G og gledilegt ar kaeru landsmenn.

Nafnlaus sagði...

Ég mótmæli þér. Ég var á mótmælunum og er stoltur af því.

Snæbjörn

blogg.visir.is/snaebjorn

Nafnlaus sagði...

En fólkið sem kom okkur á hausinn, var það í þínu nafni?

Nafnlaus sagði...

Það er bannað að hafa aðra skoðun en mótmælendaskríllinn, og það er líka bannað að trúa neinum öðrum útgáfum að því sem gerist en þeim sem skríllinn sjálfur gefur út. Velkomin til Sovét, Röggi.

Nafnlaus sagði...

Ég mótmæli mótmælendum mótmæla.

Vegna þess að þeir styðja hryðjuverkin, spillinguna, og siðleysið.

Nafnlaus sagði...

Röggi

Takk fyrir pistilinn

Eins og sjá má þá þora þeir sem harma ofbelsimótmælin ekki að skrifa undir nafni.

Ég skil það vel og þetta lið er til alls víst ef það kemst áfram upp með hegðun sína. Það styttist í að þetta fólk ráðist á einstaklinga sem eru ekki sammála þeim um aðferðarfræðina.

Þetta fólk þarf að taka úr umferð sem allra fyrst því það tefur allan bata hér og breytingar til hins betra.

Það eru enn fyriræki hér á landinu sem skrimta og fólk sem vinnur hjá þeim fyrirtækjum, ásamt ríki og borg, og mikilvægt að þessi skríll fái ekki að valda enn meira tjóni en þeir hafa nú gert.

Þetta er hætt að vera fyndið og ég bæði styð og ætlast til þess að lögum sé komið yfir þetta fólk með öllum tilækum ráðum.

Almenningi og ekki síst börnunum stendur ógn af þessu liði og það eiga ALLRI um sárt að binda og þetta lið og hegðun þess eykur einungis á þjáninguna en tefur allan bata og lausnir.

Það er ekki hægt að kjósa

Það er ekki hægt að mótmæla orðnum hlut og hafa engar lausnir aðrar en að berja á fólki eða finna sökudólga því það er ekki hlutverk almennings, hvað þá ofbeldisfólks að gera slíkt.

ÉG vil finna sökudólgana og ég vil réttlæti en það réttlæti verður að fara í gegnum eðlilegt gangsætt ferli.

En fyrst þarf að rannsaka áður en menn og fyrirtæki eru dæmdir.

Ps. Ég er að missa allt mitt. Ég vinn ekki hjá 365 og hef aldrei gert. Ég er ekki pabbastrákur. Ég ekki flokksbundin neinum flokki.

Ég er venjulegur íslendingur með fjölskyldu sem vil geta haldið áfram með líf mitt þó ég þurfi að byrja á núllpunkti.

En þetta ástand samsæriskenninga og stjórnleysis hjálpar EKKERT.

Nafnlaus sagði...

Sauður ertu Röggi minn. Þarf að rýja þig inn að beini til að þú skiljir?

Nafnlaus sagði...

Mér finnst magnað að heyra fólk tala um að mótmælendur séu ólýðræðislegir... Hvernig skilgreinir fólk sem tönglast á þessu orðið "Lýðræði"?

Þó að við búum í svokölluðu lýðræðisþjóðfélagi þá finnst mér það eingöngu vera að nafninu til. Ég held að menn þurfi að vera bæði blindir og heyrnalausir ef þeir halda að við búum hér við annað en auðvald.
Auðvald sem virðist vera á góðri leið með að heilaþvo þjóðina sem það hefur gert að skuldaþrælum sínum!

Nafnlaus sagði...

Eins og nefnt hefur verið hér í athugarsemdunum, ef ofbeldismenn fá að ganga lausir þá halda þeir áfram.

Nýjasta afrekið hjá þeim er að finna hús Björgólfs Thors og í Reykjavík og spreyja það með dulbúnum hótunum!

Hvað kemur næst?

Þessir einstaklingar áttu ekkert líf fyrir kreppu og gengu með veggjum þá en blómstra nú og finna tilgang sinn í að berja á öðrum og beita fólki ofbeldi til að fá útrás fyrir eigin óeðli.

Taka fast á þessu liði og gera það strax. Úr umferð með þetta lið fyrst svo ekki skapist hér frekari múgæsingur og frekari skepnuskapur.

Nafnlaus sagði...

Miðað við "málflutning" sumra pabbastrákanna hér að ofan er rétt að spyrja, a la Félagi Napóleon:

Eru svínin að búa sig undir að hleypa út hundunum og siga þeim á hin dýrin? Athugið bara að þá eru þau orðin hrædd, mótmælin ERU farin að hafa áhrif.

Ísak Harðarson.

Nafnlaus sagði...

joð

Mótmælin fyrir utan Hótel Borg voru hið besta mál að undanskyldu líkamlegu ofbeldinu sem nokkrir skemmdir aðilar úr hópi lögreglu og mótmælenda bera ábyrgð á.

Form þáttarins var fáránlegt eins og mál standa í dag. Tónlistfluttningur listmanna. skrautkokteilar og matur í stíl undir einhverju skemmtihjali misvitra stjórnmálamanna í glæsihúsakynnum minnir full mikið á þau hátíðarhöld sem þeir sóttu í boði þjóðarinnar í einkaþotum og snekkjum aðila eins og eiganda Stöðvar 2, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.

Skemmdir á tækjabúnaði Baugsveitu Jóns Ásgeirs harma ég ekki.

Nafnlaus sagði...

Ég er sammála því að í ljósi aðstæðna hefði þessi þáttur alveg mátt missa sig í gær.

En kæru mótmælendur, hver áttuð þið von á að viðbrögð lögreglunnar yrðuð? "Gjörið svo vel elskurnar, má ekki bjóða ykkur innfyrir?"?

Hvað ætluðuð þið að gera þegar þið hefðuð komist inn í útsendingarsalinn?

Ætluðuð þið að ráðast á stjórnmálamennina eins og þið réðust á starfsfólk Stöðvar 2 og Hótel Borgar eða ætluðuð þíð bara að fá ykkur í glas og ræða pólitík og þakka fyrir árið sem var að líða?

Ykkur vantar hugsandi leiðtoga og þið þurfið að skilja andlitshulurnar eftir heima, þá skal ég reyna að tala ykkar máli.

Arnar

Nafnlaus sagði...

Ég mótmæli þér Röggi. Ég mótmæli líka fjölmiðlum þessa lands fyrir að flytja skekktar fréttir af mótmælum og troða ranghugmyndum í höfuð gagnrýnislauss fólks einsog þér. Ég var á staðnum í gær og fullyrði að mótmælin voru friðsöm þangað til að lögreglan ákvað að munda kylfur og spreyja piparúða. Það var lögreglan sem þannig efndi til ófriðarins. Ég var þarna og sá það með berum augum. Ekki trúa fjölmiðlum. Mætið sjálf á næstu mótmæli og sjáið fyrir ykkur sjálf.

Haraldur

Nafnlaus sagði...

Sammála skrifum þínum Röggi. Það er deginum ljósara að í svona ástandi þrífast krimmar, skríll sem telur sig geta eyðilagt eigur fólks og fyrirtækja í nafni einhvers baráttumáls. Þetta lið kemur óorði á þá sem mótmæla af réttlætistilfinningu og með friðsamlegum hætti.
Lögreglan hefur augljóslega þá stefnu að örgra ekki en það var furðulegt að sjá starfsfólk Hótel Borgar og Stöðvar tvö reyna að verjast árásarmönnum án hjálpar frá lögreglu. Og enn furðulegra er að verða vitni að því að ákveðnir og áhrifamiklir fjölmiðlamenn beri blak af þessum mótmælendum, lýsi stuðningi við þá þegar starfsfólk fjölmiðils verður fyrir líkamsmeiðingum við iðju sína og tæki þess og tól eru eyðilögð.
Þetta eru auðvitað skrílslæti og raunar hrein glæpstarfsemi sem á ekkert skylt við friðsöm mótmæli og réttlætiskröfu þúsunda og aftur þúsunda Íslendinga.
Það er skiljanlegt að lögreglan vilji í lengstu lög koma fram af friðsemd í anda Sæma löggu og Geir Jóns en það er hins vegar ekki gott ef fólk, í þessu tilfelli starfsfólk fjölmiðils og hótels, getur ekki stundað vinnu sína fyrir óðum skríl, krimmum.