miðvikudagur, 28. janúar 2009

Vantar okkur hryðjuverkalög?

Hvernig væri að við kæmum okkur upp hryðjuverkalögum til að geta komið lögum yfir þá menn sem áttu bankana gömlu? Sú hugsun kemur æ oftar upp í huga mér hvort það séu kannski einu lögin sem geta náð yfir starfsemi þeirra.

Nánast daglega berast fréttir af ótrúlegum æfingum þessara manna. Og flutning peninga í reiðufé til eyja hingað og þangað á meðan bankarnir sáu fram á peningaþurð. Kannski áttu Bretar ekki annarra kosta völ...

Hitt er allavega alveg ljóst að rekstur þeirra og aðferðir hafa skilið landið eftir eins og við höfum orðið fyrir hryðjuverkaárás.

Röggi.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Allar siðmenntaðar þjóðir eru með lög um kyrrsetningu eigna - nema við.
Þetta eru auðvitað ekkert annað en hryðjuverk sem þessir auðmenn hafa stundað - og það ættu að vera til staðar sérstök hryðjuverkalög sem næðu til þeirra.