þriðjudagur, 27. janúar 2009

Forseti á villigötum.

Stjórnmálamaðurinn Ólafur Ragnar Grímsson ríður nú húsum á Bessastöðum. Í gær fabúleraði hann um það hvernig ríkisstjórn hér ætti að vera samansett og hvað hún ætti að leggja til grundvallar. Ég minnist þess ekki að neinn hafi óskað eftir því áliti hans eða leiðbeiningum.

Hann var ekki kosinn til þess að vera pólitískur forseti. Vel má vera að mörgum finnst hann eiga að vera það en þá er rétt að nefna það í kosningum að til standi að skipta sér með beinum hætti af stjórnmálum. Þannig hefur það ekki verið og frá mínum bæjardyrum séð á það ekki að vera þannig. Nema um annað sé samið, við kjósendur.

Næg hafa afglöp þessa tiltekna aðila verið þegar hann hefur verið að skipta sér af. Þetta er maðurinn sem skrifaði glaður undir lög um eftirlaun en gat alls ekki hugsað sér að skrifa undir nauðsynleg lög um eignarhald á fjölmiðlum. Engin skýring hefur fengist á því en ástæðan liggur þó í augum uppi.

Held ég nenni ekki að fjalla um daður hans við þá sem rændu þjóðina en þar brást honum dómgreindin eins og stundum áður og fyrr þó ekki hafi pólitískur bakgrunnur hans valdið í því tilfellinu.

Tek það fram að mér finnst framvindan eðlileg núna en þykir fullkomlega út í hött að hann sé að lýsa einkaskoðunum sínum með þessum hætti. Ég er örugglega ekki einn um að vera búinn að fá nóg af hans einkaskoðunum og útúrdúrum.

Hann að mínu mati ófær um að túlka skoðanir þjóðarinnar. Sagan vinnur ekki með honum þar.

Röggi.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Röggi Stjórnarskrársérfræðingur og handboltadómari.

Nafnlaus sagði...

Eins og venjulega gerir þú aukaatriðin að aðalmálunum. Þú ert líklega einlitaðasti bloggarinn á Eyjunni. Þú veist að þínir menn eiga langstærstu sökina á því hvernig er komið fyrir okkur, eða veistu það kanski ekki.

Brynjar

Röggi sagði...

Sæll Brynjar.

Og það er þá væntanlega þannig að þér sem hafa sömu skoðun og þú eru ekki það sem þú kallar einlitaðir?

Nafnlaus sagði...

hvernig nennirðu að vera að eyða tíma þínum í að skrifa um svona smámál. Þú ert ekki að gera þeim flokki sem þú aðhyllist gagn með þessum skrifum. Þetta segi ég sem frjálslyndur borgari.

Nafnlaus sagði...

Svona, svona,fyrir einfalda pólitíkin er eins og fótbolti. Maður velur sér bara lið og heldur sko með því, jafnvel alla æfi.Vera svo duglegur að gala og góla þegar spennan er sem hæst.Röggi liðið þitt er búið að tapa, það er fallið úr deildinni, þið eruð að fara að skipta um fyrirliða og þjálfara. Hvíldu bara raddböndin fram að næsta leik (eftir nokkur ár)

Nafnlaus sagði...

Það er ótrúlegt að fylgjast með commentum við skrif þín en þetta síðasta er að mínu mati hárrétt.
Eins og Jón Baldvin sagði " hvað er þessi fígúra á Bessastöðum að gera uppá dekk "
Ég held að mótmælendur ættu nú að breggða sér á Bessastaði í nokkra daga og mótmæla þer óeðlilegum afskiptum forseta á stjórn landsins.