föstudagur, 23. júlí 2010

Dómurinn

Héraðsdómur hefur fellt sinn dóm í gengistryggingamálinu lánveitendum í hag eins og það heitir. Ég veit ekki hvort mig langar að sjá niðurstöðuna þannig. Hver tapar á þessari niðurstöðu staðfesti hæstiréttur hana?

Er ósanngjarnt að endurreiknað sé og lántakandi haldi áfram að borga lánveitanda fé sitt til baka? Tvennt stóð aldrei til. Að lánin hækkuðu um 100% var aldrei inni í myndinni. Né heldur að forsendur gætu breyst þannig að gengistryggingin félli niður óbætt og strípaðir samningsvextir stæðu eftir. þetta er öllum augljóst....

....og hvoru tveggja er ósanngjarnt. Skuldarar hafa kallað eftir sanngirni og leiðréttingu. Nú er hún í boði og þá vilja menn meira. Þá koma lántakendur og benda á að forsendur hafi breyst svo mikið að á þá halli stórlega. Varla verður því mótmælt með haldbærum rökum.

Samningurinn sem gerður var milli aðila var báðum hagfelldur á sínum tíma samanborðið við gömlu verðtryggðu lánin. það reyndist ólöglegt og því sanngjarnt að færa þau til þess sem er eðlilegt hér á landi með leiðréttingum afturvirkt.

Löggjafinn virðist tryggja samningsaðila gagnvart stórvægilegum forsendubreytingum og það gildir í báðar áttir. Snýst þetta mál ekki um það?

Röggi

Engin ummæli: