þriðjudagur, 6. júlí 2010

Peninga á ég enga

Peninga á ég enga. Þessi orð sagði bankaræninginn Jón Ásgeir fyrir stuttu og bætti því við að hann væri búinn að vera. "þeir" þ.e. íslenska þjóðin hefði tekið hann niður. Ég varaði við því að þessum leikþætti skyldi enginn trúa. Diet coke getur hann þó keypt og eina litla íbúð í Ameríku líka og pabbi nurlar saman fyrir sumarhúsi á Florida. Það þarf dugnað til að redda sér svona í kreppunni.

Auðvitað fellur ekki nokkur maður fyrir þvælunni sem frá honum kemur lengur en alveg er þó kengmagnað að þau heiðurshjón skuli fá að halda fjölmiðlarisanum skuldalausa og vera í samningaferli með restina.

Getur einhver sem þetta les skýrt fyrir mér í hverju hreðjatök Jóns Ásgeirs á bankamönnum Íslenskum eru fólgin? Þau gera grín að bæði þessum bankageira og okkur öllum og kaupa og selja íbúðir og skíðaskála eins og þeim hentar hverju sinni.

Það er svo sem rétt hjá kappanum. Hann á ekki þessa peninga.....

Röggi

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú ert að misskilja, hann sagðist eiga enga peninga á aflandseyjum, en minntist ekki á þann auð sem hann á í Kanada!

Nafnlaus sagði...

Jón Ásgeir nýtur verndar Samfylkingarinnar.

Hann keypti flesta þingmenn flokksins.

Á þessu GETUR EKKI verið önnur skýring.

VG taka þátt í leiknum og bera einnig siðferðislega ábyrgð á spillingunni.

Á móti fá þau sæti í ríkisstjórninni og leyfi til að breyta Íslandi í sósíalískt alþýðulýðveldi.

Þetta samfélag á sér enga von.

Nafnlaus sagði...

Fyrsti Nafnlausinn hér hefur rétt fyrir sér - þannig orðaði Jón Ásgeir þetta. Mann grunaði nú strax að um orðhengilshátt væri að ræða; að hann hefði nú þá næga peninga utan aflandseyja - og það virðist einmitt vera tilfellið. Skítapakk þessi maður.

Nike sagði...

Hér situr svokölluð stjórn, en hún er bara leyfa bönkunum að hirða áfram eignir af fólki. Hún er bara að bjóða endalausa eignaupptöku, eignaupptöku í boði AGS, núverandi og fyrrverandi stjórnvalda og gróðærisbandsins:
Jón Ásgeir and The Usual Suspects.
Það er ömurlegt að „Mamman og Pabbinn“ misnoti börnin svona herfilega – en saman hljótum við að geta kastað af okkur hlekkjunum – eða hvað?
Trúið þið því ekki, millistétt, að það sé til einhvers að berjast fyrir lífi okkar?
Alla vega fyrir framhaldslífi á Íslandi.
Af því þetta er eiginlega farið að snúast um framhaldslíf á Íslandi núna.
Í guðanna bænum – stöndum saman!