föstudagur, 9. júlí 2010

Leiðinlega fullkomnir Spánverjar

Nú líður að lokum HM í fótbolta. Aldrei þessu vant hefur mér tekist að sniðganga allmarga leiki enda golf tímaferk íþrótt og mun skemmtilegri en leiðinlegur fótboltaleikur en nægt framboð var af þeim sér í lagi framan af.

Spánverjar eru með besta liðið og ekki mikill business að veðja á sigur þeirra. En mér finnst þeir leiðinlegur að sjá. Þeir spila vissulega algeran fótbolta eins og það heitir og geta ákveðið að halda boltanum í 3 vikur sýnist þeim það henta. En þeir eru óspennandi að sjá.

Fleiri hundruð heppnaðar stuttar sendingar á litlu svæði á félaga sína heilu og hálfu korterin er ekki spennandi áhorfs til lengdar. En árangurinn er frábær og fræðingar telja þetta fullkomnun en það dugar mér ekki......

Ég ætla því að halda með Hollandi á sunnudag og svo ætla ég líka að halda með Howard Webb dómara sem er langbesti Englendingurinn á þessu móti.

Röggi

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fannst enginn annar koma til greina til að dæma þennan leik, frábær dómari!
óli sveins

Nafnlaus sagði...

Spánverjar, sú kjarnmikla þjóð, eru með ofmetið knattspyrnulið. Engir eru betur til þess fallnir að greina veikleika þess en hinir skynsömu hollendingar. Holland vinnur!

Nafnlaus sagði...

Þetta er rangt, þeir eru ekki fullkomnir, vissulega halda þeir boltanum eins og snillingar, en þeir eru klaufar að enda sóknir vel, þrátt fyrir jafnvel stórsóknir. Markatölur þeirra gefa það til kynna, þeir eru ekki að gjörsigra lið.

Ari

Nafnlaus sagði...

Fyndið að þú skulir segja þetta.

Ég var einmitt að hugsa hversu ófullkomnir Íslendingar væru.

Ef við hefðum hegðað okkur eins og Norðmenn eða Þjóðverjar værum við væntanlega ekki að glíma við okkar gríðarlegu bankakrísu núna.

Nafnlaus sagði...

Röggi, þú ert alltaf jafn ömurlegur. Það er sama hvort þú tjáir þig um íþróttir eða pólitík.

Auðvitað eru Spánverjar ekki fullkomnir - en þeir eru bestir!

Þeir eru ekki leiðinlegir - þú ert leiðinlegur!

Nafnlaus sagði...

Herregud.. það er ekki hægt að gera öllum til geðs.

Ekki nógu mikið af brotum hjá Spáni handa þér? Of fá gul spjöld? Of vel spilað? Of heiðarlega spilað?

OF mikið burst?

Já það er fúlt þegar eitt lið sýnir hvað fótbolti er í raun illa spilaður almennt. Hvað lang flest lönd eru ömurlega léleg - SÉR í lagi England.