miðvikudagur, 14. júlí 2010

Ópólitískur mótmælabransi?

það er ekki nýtt að ég fatti ekki alltaf hvað rekur menn til mótmæla. Núna er einhver örsmár hópur mótmælenda að þvælast á milli stofnana dag eftir að mótmæla. Alltaf hægt að andæfa einhverju og ekki skemmir blíðan.

Fólk mætmælti fyrir framan Seðlabankann í tómum misskilningi og svo færði hópurinn sig lauslega og mótmælir nú fyrir framan skrifstofur AGS. Og allt er þetta skemmtilegur misskilningur eins og maðurinn sagði.

Þetta fólk á að mótmæla fyrir framan stjórnaráðið. Þar situr fólk sem á að vera að vinna okkur til hagsbóta en gerir ekki neitt og hefur gert ekki neitt í tvö ár. Þar situr forsætisráðherra sem sérsaumaði starf handa Seðlabankastjóranum. Þar situr ríkisstjórn sem vinnur í samstarfi við AGS.

Þar situr ríkisstjórn sem gat reynt að grípa inni í og leiðrétta vanda þeirra skuldugu en gerði ekki. Af hverju er ekki setið á tröppunum hjá því fólki og andæft? Líklega verður næst borið niður hjá Magma þó það fyrirtæki hafi ekki gert neitt af sér annað en að vera ekki frá Svíþjóð.

Hver ætlar að reyna að segja mér að mótmælabransinn sé ópólitískur?

Röggi

7 ummæli:

Heiða sagði...

Hver er í fjandanum ert þú að segja fólki hvar það á að mótmæla? Mótmæltu bara sjálfur þar sem þér finnst þörf á að mótmæla

Nafnlaus sagði...

Þú hefur greinilega ekki verið á staðnum Röggi. Það er einmitt mótmælt fyrir framan og aftan stjórnarráðið, einnig við AGS og áður við Seðlabankann.

Þetta blogg hjá þér var dáldið út í vindinn.

Nafnlaus sagði...

Þetta er misskilningur hjá þér Röggi. Þetta er ekki ríkisstjórn sem við höfum, þetta er atvinnumiðlun Einars Karls Haraldssonar.

Kveðja
Þorsteinn Úlfar

Sigurður Ingi sagði...

Það hlítur hver að geta ákveðið hvar og hverju hann mótmælir.
Það eru sumir sem trúa því að vitleisingjarnir í stjórnarráðinu séu barasta ekkert að stjórna neinu heldur séu þeir bara leppar fyrir IMF, þeir hinir sömu sjá lítinn tilgang í að mótmæla fyrir utan stjórnarráðið.

Nafnlaus sagði...

Sigurður Ingi, við mótmælum ríkisstjórninni fyrir getuleysi og undirlægjuhátt og við mótmælum AGS fyrir niðurbrot þeirra, yfirgang og afskiptasemi.

Nafnlaus sagði...

Taktu á þig "RÖGG" og gerðu eitthvað í málinu !

Nafnlaus sagði...

Ég held að ekki finnist nokkur mótmælandi í veröldinn sem haldi því fram að mótmæli séu ópólitísk. - Mótmæli eru pólitík í sinni tærustu mynd - en bara ekki alltaf flokkspólitík sem er allt annað.