miðvikudagur, 17. ágúst 2011

Hvar er Hörður Torfa núna?

Þeir eru margir sem hafa virkan áhuga á seðlabanka Íslands. Hörður Torfason er einn þeirra og Bubbi bloggari líka. Þessi kappar fóru mikinn fyrir hrun í "faglegri" gagnrýni sinni á bankann og stóðu fyrir allskyns uppákomum og mótmælum við bankann. Þeir voru umboðsmenn sannleikans og þjóðarinnar...

Nú hlýtur Hörður Torfason og hans fólk að fara að róta í búsáhaldaskápum sínum og strunsa að bankanum og mótmæla dellunni sem núverandi bankastjóri stendur fyrir. Már Guðmundsson fann upp peningamálstefnu þá sem fylgt hefur verið frá því löngu fyrir hrun. Það er bara þannig...

Og hann framfylgir henni enn í fullkomnum friði. Hann var munstraður í djobbið og bullið í kringum launin hans í upphafi alger farsi. Klassíska pólitíska skítalykt lagði af málinu hátt til himins.

Már Guðmundsson var að hækka vexti á stórskuldug heimili og lamað efnahags og atvinnulíf.

Hvar er Hörður núna?

Röggi

14 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hann er búinn að vera upptekinn í London. Hefurðu ekki fylgst með fréttum?

Heiða sagði...

Röggi; af hverju ertu alltaf að kalla eftir því að einhver annar taki við kefli og berjist fyrir þig???

Af hverju í fjandanum gerir þú það ekki sjálfur?

Röggi sagði...

Geri ég það ekki? Ég hafði ekki smekk fyrir aðferðinni sem beitt var þá og taldi, og tel enn, að það hafi snúist um pólitík en ekki prinsipp.

það er nú inntakið í minni grein....

Heiða sagði...

Það er eðlilegt að þú sjáir aðgerðir allra sem pólitísk frekar en að fylgja prinsippi. Allar þínar skoðanir ilma af pólitík

Nafnlaus sagði...

Frétti að Hörður Torfa hefur verið á Mallorca og á Spáni og verið ötull þar að halda ræður og gefið forvígismönnum mótmælenda þar innblástur ...-
Farðu annars svo bara sjálfur út á torg og mótmæltu og vittu hvort ekki koma fleiri !

Afhverju þurfa hægrimenn alltaf hjálp frá vinstrimönnum þegar þarf einhverja action ???

Röggi sagði...

Þú getur betur en þetta Heiða..

Nafnlaus sagði...

Mótælendur fengu sína vinstristjórn 2009.

Hana má ekki gagnrýna.

Nafnlaus sagði...

Hægrimenn verða bara að finna sinn eiginn Hörð. Heiða er ágæt en þú getur ekki rassgat Röggi.

Nafnlaus sagði...

Þessi seðlabankastjóri ætti að segja af sér.

Þessi hækkun var ekki það sem heimilin og efnahagslífið hér á landi þurfa akkúrat núna!!!

Nafnlaus sagði...

ha á hann að boða til búsáhaldarmótmæla vegna einnar stýrivaxtaákvörðunnar seðló??? Whut? Hahahahaha!

Nafnlaus sagði...

Ég er sammála Rögga.

Brátt hlýtur sá sem taldi sig vitlausasta manninn í Seðlabankanum að snúa aftur...

Maðurinn sem skipaði sjálfan sig
seðlabankastjóra.

Maðurinn sem sagðist
vitlausasti maðurinn í bankanum.

Maðurinn sem lánaði sem nemur 1/4 af landsframleiðslu Íslands til bankanna

Maðurinn sem sagðist hafa verið
sá eini sem sá hrunið fyrir...

Maðurinn sem reis upp á þriðja degi...

Það er kominn tími á hann, gott fólk.

Iðkendum annarra trúarbragða og
hinum trúlausu er beint á Norrænu...

Nafnlaus sagði...

Nei, auðvitað gerist ekkert fyrr en Hörður Torfa kemur aftur á Austurvöll
Hvers vegna ætti nokkur maður að láta sér detta í hug að mótmæla nokkru - nema Hörður Torfa leiði?
Þetta er allt farið til fjandans hvort sem er - og Íslendingar halda áfram að kyssa vöndinn.

Nafnlaus sagði...

Hörður Torfa var fenginn til þessara mótmæla á sinum tíma af vinstriöflunum hér á landi í vel skipulögðu valdaráni.

Þetta valdaráun átti að ná þrennum markmiðum;

- Skipta um yfirstjórn í Seðlabankanum,

- Skipta um yfirstjórn í FME

- Bola lýðræðislegri kjörinni ríkistjórn X-D og X-S frá völdum.

Þegar þetta hafði tekist, hætti Hörður að mótmæla.

Herði var aftur á móti alveg sama um þá sem sviku mia.kr. út úr þjóðinni og flúðu með þessa peninga í skjól í útlöndum þar sem þeir lifa í lúxus.

Skyldi Hörður vera að njóta illa fengins fjár með þessum fjársvikurum i London?

Unnur Kr sagði...

Mér finnst þessi vaxtahækkun eðlileg þar sem nú er aukin verðbólga, mikil eftirspurn eftir lánum, endalaus afskriftakrafa af lánum og þjóðin enn í afneitun um orsakir hrunsins.