fimmtudagur, 25. ágúst 2011

Órökstutt tal um jonas.is

jonas.is skrifar enn einn tímamóta pistilinn á síðuna sína í dag. Þar hefur hann uppi skoðun á málflutningi formanns félags sauðfjárbænda. jonas.is telur þann mann tala án rökstuðnings en hefur svo ekkert fyrir því að rökstyðja þá fullyrðingu frekar sjálfur.

jonas.is tekur nefnilega þátt í opinberri umræðu og beitir þá gjarnan fyrir sig stóryrðum og fullyrðingum sem eru stundum algerlega órökstuddar en ná eyrum fólks sem þarf ekki á rökstuðningi að halda.

jonas.is telur sig undanþeginn þeirri reglu að þurfa að rökstyðja neitt sjálfur og þolir engum að hafa athugasemdir við skrif sin.

Það er hans þátttaka í upplýstri rökstuddri opinberri umræðu.

Röggi

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jónas er einn lélegasti og leiðinlegast bloggari landsins.

Úr skrifum hans skín reiði, illska og hatur.

Í þessum skrifum sínum hljómar Jónas eins og geðvont gamalmenni.

Nafnlaus sagði...

sem hann að sjálfsögðu er.

Sigmundur Arnar sagði...

Jónas Kristjánsson er einhver skynsamasti bloggari landsins, hann bendir okkur hinum svo oft á hluti sem við höfum ekki hugsað um áður og gerir það svo vel, á svo góðu máli að það þarf ekkert að rökstyðja það nánar, það er um leið augljóst.