laugardagur, 14. janúar 2012

Helgi Seljan móðgast

Helgi Seljan er mikill snillingur og alveg stórskemmtilegt að fylgjast með honum móðgast gegna þess að annar álíka snillingur móðgast vegna áramótaskaupsins. Í raun og veru veit ég ekkert hvers vegna hárin rísa á fjölmiðlamanninum glaðbeitta þó fólk leyfi sér að hafa skoðun á áramótaskaupinu.

Ég hélt nefnilega að Helgi Seljan væri alvöru töffari sem færi ekki í fýlu þó Eiður Guðnason fari í fýlu. Enda er það svo að meira að segja tuðarar eins og sendiherrann fyrrverandi hljóta að vera verðir skoðana sinna þó þær passi ekki við þær sem Helgi Seljan hefur.

Svo er það í raun áhugavert sjónarmið að skoðanir manna sé skilgreindar sem móðganir fyrir hönd einhverra og verður gaman að fylgjast með Helga máta þessa heimspeki við viðmælendur sína í framtíðinni.

Kannski rétt að taka það fram að ég er ekki móðgaður þó ég skrifi þennan pistil. Hvorki fyrir mína hönd né annarra.

Röggi

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Á einhver vídeó af þessum þætti skaupsins. Missti af því. Yrði þakklátur fyrir það.

Haukur Kristinsson

Nafnlaus sagði...

youtube...haukur

Nafnlaus sagði...

nei þú ert eflaust manneskja á hásæti sem aldrei móðgast og lítur niður á okkur hina fyrir að leyfa sér það stjórnleysi og óyfirvegun að hafa móðgast e-n tímann. Ég krýp í lotningu minni übermaður.