miðvikudagur, 4. janúar 2012

Kynþáttaníð eða ekki kynþáttaníð Suarez

Sitt sýnist hverjum þegar rætt er um leikbannið sem Suarez leikmaður Liverpool var dæmdur til vegna kynþáttaníðs. Ég hef ekki lagt á mig að lesa 115 bls rökstuðning dómsins en hef samt komið mér upp skoðun í málinu.

Ég skil vel tilfinningar sem settar hafa verið í umræðuna en sé ekki betur en að þær aflagi rökræðuna nokkuð. Þetta mál snýst ekkert um það hvort menn halda með Liverpool eða ekki og ekki endilega um það hvort Suarez er drengur góður dags daglega, þannig séð.

Mér skilst að hans fyrri afrek hinu megin við það sem telst vera heiðarlegt í íþróttum hafi hreint ekki talist honum til tekna þegar vitnisburður hafi verið metinn. Slíkt skiptir áreiðanlega máli þegar beinar sannanir eru af skornum skammti.

Það er örugglega þannig að þeir sem kváðu upp dóminn hafa engra hagsmuna að gæta annarra en að kveða upp sanngjarnan úrskurð. Það er mjög mikilvægt að hafa í huga þegar um svona mál er hugsað.

Sumir hafa bent á að þar sem mál John Terry fyrirliða enska landsliðsins sé væntanlegt til meðferðar hafi það ef eitthvað er átt að draga úr refsigleði dómaranna þar sem sannanir í því máli virðast skotheldar og stutt í stórmót.

Svona mál eru flókin og erfið og mér hefur fundist örla á þeirri skoðun að kannski sé baráttan gegn rasisma komin út í öfgar þegar menn fá langt keppnisbann þegar orð stendur gegn orði. En stendur orð gegn orði hér?

Hvort vegur þyngra meining þess sem talar eða skilningur þess sem heyrir? Þetta er ein spurningin í umræðunni. Sjálfsagt er hægt að rökræða það lengi og gáfulega. En til þess að svara þeirri spurningu vel þarf að hafa eitt og annað í huga.

Fyrst þegar ég heyrði um 8 leikja bannið taldi ég víst að um játningu hefði verið að ræða svo harður þótti mér dómurinn. Og er ekki bara um játningu að ræða? Snýst vörnin í málinu um að orðin sem notuð voru eru rasismi á einum stað en ekki öðrum?

Ef svo er þá eru það harla léttvæg rök fyrir mann sem hefur haft lifibrauð sitt af því að spila fótbolta í Evrópu þar sem baráttan gegn kynþáttaníð hefur verið mikil og einbeitt og flestum skiljanleg.

Þetta mál á að snúast um það hvort leikmenn komist upp með kynþáttaníð en ekki lengd bannsins. Mér fundust viðbrögð "stuðningsmanna" Suarez vera reiði vegna fjölda leikja og svo til vara efasemdir um að hann hafi gert eitthvað af sér. Í þessari röð.

Yfirlýsingar vinnuveitenda hans um ágæti drengsins eru án efa gegnheilar og ekki nokkur ástæða til þess að draga í efa að hann hafi og sé í góðum samskiptum við menn af öðrum litarhætti en hans alla daga án vandræða.

Verkefni enska knattspyrnusambandsins var ekki að gefa Suarez lyndiseinkun hvorki til fortíðar nútíðar eða framtíðar. Verkefnið var að komast til botns í því hvort hann beitti kynþáttaníð þennan eina dag.

Getur ekki verið að dómstóllinn hafi einfaldlega hafnað þeirri útskýringu að þennan tiltekna dag hafi ákærði gleymt því hvernig kynþáttaníð er skilgreint og notað samskipti sem hann allajafna notar ekki hvorki inni á velli eða utan hans einfaldlega vegna þess að hann á að vita að beiting slíkra orða er meiðandi?

Má ekki skilja yfirlýsingar Liverpool þannig að félagið vilji nýta þessa stöðu til þess að styrkja ímynd sína frekar en að reyna að verja Suarez í þröngri stöðu sem byggir á því að leikmaðurinn fatti ekki hvað kynþáttaníð er?

Að áfrýja ekki er rétt niðurstaða en ég er ekki endilega tilbúinn að trúa því að félagið sjálft kaupi útskýringar leikmannsins. Til þess þarf maður að hafa litla trú á burðum Suarez.

Röggi

21 comments:

Janus sagði...

Áhugaverðar vangaveltur.
Mér finnst þetta stórfurðulegt og uppblásið mál frá byrjun til enda. Hver er eiginlega skilgreiningin á kynþáttafordómum/hatri?

Ég leitaði á netinu að skilgreiningu á orðinu negrito sem Suarez átti að hafa sagt. Ég finn hvergi að þetta sé notað sem kynþáttaníð. T.d. fann ég þessa skilgreiningu:
"Some English speakers and Americans would like to make this into an offensive word...see the definitions for negrito but negrito/a is not offensive or racist despite sounding like an English word that is offensive. In fact using negrita is like saying cute little black girl not exact translation."

Það sló mig líka það sem Gordon Taylor yfirmaður PFA sagði um Suarez málið:
"Referring to someone's skin colour has got to be offensive - it's self-evident."
Ef svartur maður kallar mig t.d. "litli hvíti strákur" er hann þá rasisti?
Er ekki viss um að ég vilji feta þennan þrönga troðning réttvísinnar.

Nafnlaus sagði...

Fæstir hafa lesið dóminn eða rökstuðninginn. Samt eru ansi margir tilbúnir til þess dæma Suarez.

Fólk er mjög dómhart.

Þetta mál er búið að skemma mjög mikið fyrir Suarez.

Í dómnum / rökstuðningnum kemur fram að Suarez er dæmdur á líkum. Hann er ekki dæmdur á grundvelli staðreynda. Aðal málið hjá dómurunum virðist hafa verið að Suarez hafi ekki verið jafn trúverðugur og Evra. Evra sem n.b. reifst við dómarann í upphafi leiks um það hvort að gula eða bláa hliðin á peningnum hafi komið upp í uppkastinu. Evra var ekki með betri athygli en svo að hann sá ekki muninn á gulum eða bláum. Getur slíkur maður séð muninn á "negrito" á spænsku og niðrandi orði? Evra er n.b. franskur, þannig að ég veit ekki hversu góður hann er í spænsku!

Einnig er rétt að það komi fram að Evra talar mjög góða ensku og átti því auðvelt að tjá sig við dómarana. Suarez talar hins vegar litla ensku og þurfti að nota túlk. Slíkt er hins vegar erfitt og því mjög hart af dómurunum að dæma Suarez í raun alfarið á því hvernig þeim fannst hann koma fyrir og því sem Evra sagði.

Það kemur einnig fram að verið sé að refsa Suarez fyrir aðra, þ.e. til þess að aðrir hegði sér vel. Er það forsvaranlegt? Stenst það mannréttindasáttmála?

Það kom einnig fram að Evra var upphafsmaðurinn að þessu. Evra hótaði að berja Suarez. Evra kallaði Suarez suður-ameríku mann með niðrandi hætti o.fl. o.fl. Hvernig stendur á því að hann fær enga refsingu fyrir sinn þátt?

Minni dómhörku takk!

Nafnlaus sagði...

Það er sammt staðreynd að hann notaði orðið "negrito" sem er sama orð og negri. Orðið negri er í sjálfu sér ekkert neikvætt og væri hægt að skrifa heila íslenskuritgerð um það. Bara þýðing á orðinu negro.

Ég sé samt varla þær aðstæður fyrir mér í íþróttakappleik að orðið negri væri notað í jákvæðri merkingu. Það er verið að vísa til kynþáttar og er það eitt og út af fyrir sig ekki umhugsunarefni.

"Nafnlaus" getur kannski sagt mér af hverju hin saklausi Suarez þurfti yfirleitt að vísa til kynþáttar? Gat hann ekki bara kallað hann litla kallinn eða ljóta kallinn?

El Acróbata

Nafnlaus sagði...

http://www.thisisanfield.com/2012/01/professor-in-hispanic-studies-dissects-the-fas-suarez-report/

Nafnlaus sagði...

En ég hef heyrt því fleygt að þessi gaur gangi almennt undir nafninu "Negrito" hjá félögum sínum. Er það líka rasismi?

Nafnlaus sagði...

Menn verða nú að lesa skýrsluna áður en þeir fara að fullyrða um málið. Suarez viðurkennir að hafa sagt sjö sinnum orðið 'Negro' og m.a. annars setningu eins 'Por que, negro'. Menn staglast á orðinu 'Negrito' sem einhvern hvítþvott. Það orð er nefnt 2 í allri skýrslunni í grein 353 bls 89. Orðið 'Negro' er hins vegar nefnt 200-300 sinnum.

Gleymum ekki heldur að tungumálasérfræðingar sem nefndin kallað til töldu orðalag Suarez 'racially offensive in Uruguay and other regions in of Latin America'.

Ráðlegg mönnum að endingu að lesa þessa grein:
"http://www.guardian.co.uk/football/2012/jan/03/liverpool-loyalty-luis-suarez-contrition"

Nafnlaus sagði...

Það er auðvitað algjörlega ljóst, að skv. skýrslu nefndarinnar (sjá Conclusion - grein 454 bls 115), að Suarez var ekki dæmdur á líkum. Þeir segja: 'We have found that Charge proved on the evidence and arguments put before us'.

Enda reyna menn ekki að áfrýja dómnum.

Matti sagði...

> "Menn verða nú að lesa skýrsluna áður en þeir fara að fullyrða um málið. Suarez viðurkennir að hafa sagt sjö sinnum orðið 'Negro'"

Þú hefur semsagt ekki lesið skýrsluna :-)

Suarez viðurkennir að hafa notað orðið einu sinni og fullyrðir að það hafi ekki verið í niðurlægjandi tilgangi - heldur sé þetta þvert á móti hlutlaust, jafnvel jákvæð notkun á orðinu. Hann lofar að nota orðið ekki aftur!

Evra fullyrðir að hann hafi notað það fimm sinnum. Nefndin að hann hafi notað það sjö sinnum. Engin sönnunargögn eru fyrir þessu.

Nafnlaus sagði...

Upphafleg kvörtun Patrice Evra Og Alex Ferguson þegar þeir leituðu til dómarans eftir leik var að Suarez hafi notað orðið "Nigger"/"Niggers" og alls tíu sinnum. Evra breytti þeim framburði seinna en þótti samt trúverðugra vitni en Suarez.

Patrice Evra hitti dómnefndina í þrígang áður en formlegar vitnaleiðslur hófust, án þess að Liverpool fc eða lögfræðingar á þeirra vegum vissu af því. Það getur ekki talist eðlilegt og má færa rök fyrir því að nefndarmennirnir hafi verið vanhæfir vegna þessa.

Annað mikilvægt atriði er að Evra var leiddur í gegnum sína vitnaleiðslu þar sem hann fékk að horfa á upptöku af atburðinum, skref fyrir skref. Suarez fór fram á að gefa sinn vitnisburð með sama hætti með upptöku af atvikinu en því var hafnað af nefndinni.

El Acróbata getur kannski útskýrt af hverju Evra þurfti að kalla Suarez "Suður-Ameríkumann" og segja "Concha de tu hermana" (eftirlæt ykkur að finna út þýðinguna). Gat hann ekki bara kallað hann litla kallinn eða ljóta kallinn?

El Guapo

Nafnlaus sagði...

Það er ótrúlega margt sem stríðir gegn því sem Evra segir að hafi gerst og fleiri ástæður eru fyrir því að þetta mál er rosalega gruggugt.

1. De Gea heyrir ekkert en hann er spænskur. Kannski heyrði hann ekkert vegna hávaða, kannski heyrði hann ekkert vegna þess að það sem Suárez sagði að hefði gerst var ekkert merkilegt.

2. Myndavélar ná þegar Evra byrjar rifrildið með móðgun en myndavélar ná ekki þegar Suárez kallaði hann "negro" fimm sinnum eftir á. Myndavélarnar náðu ekki þegar hann sagði það að minnsat kosti EINU SINNI.

3. Evra verður hissa þegar, skv. honum sjálfum, heyrir orðið "negro" í sjötta skipti. Það er mótsagnarkennt þar sem í fyrri fimm skiptin sýndi hann engin viðbrögð og má því leiða að því líkur að hann hafi heyrt orðið "negro" í fyrsta skipti þegar hann varð hissa.

Þess má geta að tungumálasérfræðingarnir töldu að ef það gerðist sem Suárez sagð að hefði gerst, þá væri orðið "negro" EKKI NOTAÐ SEM KYNÞÁTTANÍÐ.

4. Þeir sem kmoma frá svipuðum slóðum og Suárez hafa gefið frá sér að slíkt orðalag kæmi ekki til greina frá manni sem væri frá þeim slóðum. Ýtir enn frekar undir það að Evra hafi verið að ljúga.

5. Suárez var talinn ótrúverðugur vegna þess að hann sagði í fyrstu að klípið sitt hefði verið vegna þess að hann væri að reyna að róa aðstæðurnar niður. Það getur vel verið. Klípið var túlkað sem meira kynþáttaníð vegna orða Evra en skv. orðum Suárez var hann að klípa til að sýna að Evra væri ekki ósnertanlegur en rétt áður hafði Evra spurt Suárez af hverju hann hefði brotið á sér.

Ég held, miðað við viðbrögð Liverpool og sér í lagi Dalglish, að þetta mál muni fara lengra. Mögulega eftir að Suárez hefur tekið út bannið en að mínu mati er þetta lögreglumál.

Nafnlaus sagði...

Það er merkilegt að fólk skuli telja hann sekan vegna þess að Liverpool áfrýjaði ekki dómnum.

Til að áfrýja þessu hjá FA hefði Suárez þurft að viðurkenna sekt sína. Áfrýjunin hefði snúist um að fá bannið stytt.

Suárez stendur enn við sitt og segist hafa notað "negro" einu sinni og hafi ekki meint það sem móðgun. Tungumálasérfræðingar voru sammála því ef það gerðist sem Suárez segir að hafi gerst og satt að segja er ansi margt sem styður það.

Þeir sögðu hins vegar líka að ef Suárez hefði notað orðið "negro" undir þeim kringumstæðum sem Evra segir að hafi gerst, þá hafi það verið kynþáttaníð. Úrskurðuinn fékk, eins og allir vita, Evra í vil.

Nafnlaus sagði...

Manni alveg fallast hendur yfir viðbrögðum Liverpool félagsins og aðdáendum þess í þessu máli. Maður hélt að þetta væru meiri bógar en þetta.

Ef að Evra er að ljúga hvaða ástæðu hefur hann fyrir því? Bara almenn andúð á milli félagana? Og Evra gerir nefnilega svo rosalega mikið af því að búa til svona lygasögur!

Það sem geri þetta mál jafnvel enn sorglegra að Suarez er sjálfur indjáni og hefur örugglega sætt kyþáttafordómum beint og óbeint í gegnum sitt æviskeið. Ef hann hefði játað þetta strax væri búið að sópa málinu út af borðinu. Hann hefði aldrei sætt neinu sérstöku aðkasti vikum eða mánuðum saman.

El Acróbata

Nafnlaus sagði...

Röggi, þetta er ekki orð gegn orð.
Eftirfarandi kemur fram í skýrslunni:

Suarez’s defence in the case, Peter McCormick OBE, acknowledged that this wasn’t one player’s word against another. For Liverpool to claim the opposite of this is astonishing.

In paragraph 215 of the report: "It was accepted by both Mr Greaney and Mr McCormick in closing submissions that this is not simply a case of one person’s word against another."


Hef hvergi rekist á neinar heimildir fyrir því að Evra sé kallaður negrito eða hafi gengið undir því nafni hjá liðsfélögum sínum, líkt og einn bendir á hér að ofan.
Endilega vísa á heimild, sé hún til staðar.
Suarez sagði þetta hér:
"I called him something his team-mates at Manchester call him, and even they were surprised by his reaction."
En ég hef hvergi séð neitt sem styðja þessi ummæli hans.



Er mergur málsins ekki sá að það var ósamræmi í vitnisburði Suarez og í ljósi þess þá var framburður hans ekki talinn trúverðugur?

Kuyt, Daglish og Comolli sögðu allir við nefndina að Suarez hefði sagt "Tu es negro" eða eitthvað í líkingu við það.
Með vitnisburði þeirra studdu þeir í raun málstað Evra.

Orð Suarez stungu í stúf við vitnisburð Kyut, Daglish og Commolli.
Sjónarhorn nefndarinnar; leikmaður Liverpool, knattspyrnustjóri Liverpool og framkvæmdarstjóri Liverpool greindu frá því að Suarez hefði sagt þeim eitthvað sem var í ósamræmi við hans eigin vitnisburð / yfirlýsingu.

Svo er spurning hvort Daglish skýri frá einhverju meira, sbr. þessi ummæli hér:

"There are a lot of things we'd like to say and a lot of things we could say but we don't want to get ourselves into trouble. We know what has gone on. We know what is not in the report and that is important for us."

"It is unfortunate that you don't actually know the whole content of what went on at the hearing. I cannot go any further."

Af hverju var þá þessu máli ekki áfrýjað, fyrst Daglish ýjar að því að allt sé ekki komið fram á yfirborðið?

Spurning hvort Daglish og Suarez taki dúett í næsta X-Factor og taki Sorry seems to be the hardest word

Nafnlaus sagði...

Ósamræmi í vitnisburði Evra er rakið að ofan. Spurningin er af hverju nefndin kaus að horfa fram hjá misræmi í framburði Evra en ekki Suarez?

Man Utd og lögfræðingar þeirra voru klókir að láta alla aðra en Evra gefa út skriflega yfirlýsingu fyrir nefndina, þannig að þeir voru með þeirra framburð á blaði.

Það er augljós að öll mál sem tengjast meintu kynþáttaníði skaða alla sem að því koma. Því lengur sem þetta mál gengur því verra fyrir Liverpool og Suarez, og af viðbrögðum FA og nefndarinnar að dæma þá er ekki smuga að þeir myndu taka tillit til röksemdanna og draga úr banninu.

Held að Evra og Ferguson ættu frekar að taka saman "Úlfur, úlfur" með Berndsen.

El Guapo

Nafnlaus sagði...

United aðdáendur, sem og flestir hlutlausir aðdáendur, eru gjörsamlega að skíta upp á bak í þessu máli. Þetta á eftir að backfirea svo illa tilbaka til Ferguson, Evra og co. þegar Suarez fer með þetta fyrir íþróttadómstóla. Enda ætti hann að gera það ef hann er saklaus, þetta er grafalvarlegt mál.

Hver sá sem les þessa FA skýrslu ætti að komast að þeirri niðurstöðu að þetta er í besta falli mjög vafasamt.

Hér má sjá skýrsluna: http://www.thefa.com/TheFA/Disciplinary/NewsAndFeatures/2011/~/media/Files/PDF/TheFA/Disciplinary/Written%20reasons/FA%20v%20Suarez%20Written%20Reasons%20of%20Regulatory%20Commission.ashx

Ég hvet ALLA til að kíkja á eftirfarandi málsgreinar og mynda sér skoðun:

Nr 102: Eftir að þú hefur lesið málsgreinina skaltu spyrja þig um 1) af hverju Evra varð svona hissa og 2) af hverju það fylgir ekki með skýrslunni af hverju hann varð svona hissa? Sérstaklega er það áhugavert í ljósi þess að hann man allt sem gerðist áður mjög vel. Einnig er það mjög áhugavert í ljósi þess að FA telur það mikilvægt að Evra hafi orðið hissa á þessu tíambili því það sýni augljóslega að Suárez hafi sagt eitthvað við hann. Hins vegar er ekki spurt hvað fór þar fram milli leikmanna. Af hverju ekki? Er það hugsanlega vegna þess að ef Evra hefði sagt að þarna hefði Suárez sagt "negro" við hann í sjötta skipti, þá hefði FA spurt Evra tilbaka af hverju hann varð ekki hissa þegar Suárez kallaði hann "negro" fimm sinnum nokkrum sekúndum áður hjá markinu?

Nr. 276-278: Eftir að þú hefur lesið þessa málsgrein skaltu spyrja þig hvort þetta séu viðunandi vinnubrögð þegar vitni eru grafin upp. FA kemst að þeirri niðurstöðu að það sem stendur í þessum þremur málsgreinum hafi veitt Evra trúverðugleika sem vitni. Það eitt og sér er gjörsamlega út í hött.

Nr. 83: Hér segir Evra eitt en Kuyt annað. Því miður er ekki farið nánar ofan í þetta, ef til vill mátti það ekki sökum þess að það hefði getað skaðað trúverðugleika Evra.

Nr. 90: Evra heldur því fram að Suárez hafi sagt "Porque tu eres negro" en lærðir menn frá svipuðum slóðum og Suárez útiloka að hann hefði notað þetta orðalag! Hann hefði frekar notað "porque SOS negro" og það væri í raun það eina sem kæmi til greina!

138: Hér segir Comolli það sama og að ofan í nr. 90, eða "Porque tu eres negro". Eins og áður kom fram myndi Suárez, sem Úrúgvæi, einfaldlega ekki segja orðin svona, svo einfalt er það.

Nr. 141: Hér kemur það fram það sem Suárez sagði við Comolli, skv. Suárez.

Nr. 284: Enn og aftur Comolli, sem segir að Suárez hafi sagt "Tues Negro". Það er athyglisvert í ljósi þess að "Tues" er ekki einu sinni orð í spænsku og "Tues negro" er með engum hætti hægt að þýða yfir í það sem FA þýddi það yfir í, eða "you are black".

Suáres viðurkenndi að hafa notað orðið "negro" einu sinni. Hér er það sem sérfræðingarnir höfðu að segja um þegar hann notaði orðið skv. sínum vitnisburði. Málsgreinin er nr. 201. Þar stendur: "Secondly, use of the word "negro" can be seen as offensive or inoffensive in Uruguay and Latin America. It appears to depend, largely, on the context. It might be seen by some as inoffensive when used to address relatives, friends or passers-by. However, we note the experts' comment that in all cases when the word is used in this way it implies a sense of rapport or the attempt to create such rapport; naturally, if the term were used with a
sneer, then it might carry negative connotations." Þar hafið þið það. Suárez sagði ekki orðið negro með "sneer", eða kaldhæðnislegu brosi, og þar af leiðir hlýtur hann að hafa sagt það í vinalegum tilgangi.

Það er búið að tæta þessa skýrslu í sig en samt heldur fólk áfram að vera handvisst um að Suárez sé sekur, örugglega bara út af því að flestir fjölmiðlar éta það upp. Lesið FA skýrsluna!

Nafnlaus sagði...

Munnlegur framburður Suarez vs skriflegur:
Q. Mr Suarez, I have to suggest to you that my question is really a very simple one.
In the goal mouth, and in particular as you pinched the skin of Mr Evra, do you say
you were trying to calm the situation?
A. Not after the pinch, because he was saying that he was going to hit me.
Q. I'll just make one more attempt, and then we will move on. In your statement,
over which we have understood you took some care, you have said of the pinching:
"I was trying to defuse the situation." All I wish to know is whether that is true or
not.
A. I was not trying to calm down the situation.

Athugið sérstaklega að Suarez sagðist hafa lagt mikla vinnu og alúð í sína skriflegu skýrslu.

Nafnlaus sagði...

Spurning hvort að þetta sé rasismi.

http://www.bbc.co.uk/news/uk-politics-16423278

Nafnlaus sagði...

Evra tók það sérstaklega fram í yfirheyrslum að hann teldi Suarez EKKI rasista. Enda snýst dómurinn ekki um það.

Nafnlaus sagði...

Þú gleymir því sem mestu máli skiptir. ManU notar þetta meinta kynþáttaníð til að koma höggi á besta leikmann LFC og félagið. Ferguson hefur spilað þetta af list og komið LFC í no win stöðu. Alveg sama er hvort LFC kemur sínum manni til varnar eða aðhefst ekkert. Varnir LFC eru taldar merki um að félagið leggi blessun yfir kynþáttaníð. Nú er hamast á vörumerkinu FC Liverpool af þeim sem kenna sig við anti racism og þess freistað að eyðileggja það. Hefði LFC ekki tekið til neinna varna hefði það verið túlkað sem staðfesting þess að Suarez hefði framið kynþáttaníð. Slíku er ekki til að dreifa með sannanlegum hætti en Suarez geldur vafans en nýtur hans ekki.

Nafnlaus sagði...

Liverpool hefur algjörlega grafið sína eigin gröf í þessu máli með barnalegum viðbrögðum félagsins og Dalglish. FARE samtökin eru kannski líka hluti af þeim sem "kenna sig við anti racism" ?!

Málið er einfallt - Suarez er SEKUR! Það er sannað að hann er sekur. Ef Liverpool og Dalglish hefðu hanterað málið frá byrjun á þeim forsendum væru þeir ekki í þessum skíta vandræðum í dag.

Og nú vilja Liverpool og Dalglish sættir! Eiga þær sættir að felast í því að Evra dragi allan sinn málflutning til baka? Það er oft þannig þegar svona vitleysingalýður vill SÆTTIR! Ef þeir hefðu boðið sættir strax þá væri þetta ekkert mál í dag.

El Acróbata

Nafnlaus sagði...

Málið er einfalt.

Liverpool og Suarez áttu einfaldlega að gefa út yfirlýsingu strax og harma að óviðeigandi orð hefðu fallið í hita leiksins.

Lofa síðan að allt yrði gert til að þetta kæmi ekki fyrir aftur og biðjast afsökunar.

Auðmýkt virkar alltaf - hroki og ásakanir eiga það til að koma í bakið á fólki.