mánudagur, 23. janúar 2012

Metnaðarlaust síðdegisútvarp

Síðdegisútvarp rásar 2 fjallaði um vonum um landsdómsmálið í dag. Þetta er mál málanna og allt er upp í loft vegna þess og því ekki óeðlilegt að um málið sé fjallað.

Þetta er afar viðkvæmt mál og örugglega ekki ofmælt að það sé eitt umdeildasta mál sem við höfum staðið frammi fyrir lengi með öllum sínum öngum og ranghölum þar sem pólitík spilar stóra rullu. Þess vegna skiptir matreiðsla þeirra sem tala í útvarpi allra landsmanna miklu.

Í kynningu á efninu var ekki annað að heyra á þáttastjórnendum en að þau hafi leyst lífsgátuna og komið sér upp skoðun á viðfangsefninu og fóru ekki mjög leynt með niðurstöðuna. Nú ætla ég fjölmiðlafólki alls ekki að það megi ekki og kunni ekki að hafa skoðanir en þetta er vandmeðfarið eins og flestir ættu að geta skilið.

Og þá var komið að því að kynna til leiks þá sem stjórnendur þáttarins hefðu valið til að hjálpa okkur að glöggva okkur á þessu annars flókna álitamáli sem klýfur hið minnsta tvo flokka niður í rætur.

Margrét Tryggvadóttir, Eygló Harðardóttir og síðast en ekki síst Magnús Orri Schram. Allt hið mætasta fólk sem er svo sannarlega með kjöt á beinum þegar kemur að því að rökræða pólitík og allt gott um það að segja.

En allt fólk með sömu sýn á stöðuna og allt fólk sem tilheyrði óánægðum minnihlutanum. Og þarna var sem sagt vinalegt spjall eintóna og umræðan öll á eina lund einhvernvegin og allir svo glaðir og sammála.

Hvurslags metnaður er þetta? Hvar er fagmennskan í þessu? Á ég að þora að segja hlutleysið?

MIg langar að trúa því að þetta sé leti. Að stundum hreinlega nenni þáttastjórendur ekki að raða saman fólki sem getur og þarf að skiptast á skoðunum heldur sé miklu þægilegra að fólk sé bara í léttu dúlleríi með þeim sem eru á sömu skoðun.

En ég viðurkenni að ég þarf að beita mig hörðu til að trúa á þannig skýringar ekki bara vegna þess að annar stjórnandinn er glerharður Samfylkingarmaður heldur vegna þess að ég hef nú þrátt fyrir allt þá trú að allir vilji gera vel og vera metnaðarfullir.

En hvað á maður að halda?

Röggi

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ömurlegt útvarp og hlutdrægt í pólitík.

Nafnlaus sagði...

Kannski áttu trúbræður þínir í FLokknum Röggi, ekki heimangengt.

Eða treystu sér ekki í rökræður um málið.

ÞÚB

Röggi sagði...

Eins og það getur nú gaman að skiptast á skoðunum við alvöru fólk sem kann og hefur styrk til þess að vera það sjálft en ekki nafnlaust....

Við sem tökum þátt í umræðunni og fylgjumst með vitum hverjir það voru sem ekki vildu taka þátt í rökræðunni....

Nafnlaus sagði...

Fyrir viðkomandi þáttastjórnendur þá langar mig að vitna hér aðeins í Salman Rushdie:
"Ef þú ert ekki tilbúin til að verja það sem þér finnst óviðeigandi, þá trúir þú ekki á málfrelsi. Þá trúir þú bara á málfrelsi þeirra sem þú ert sammála og eru sammála þér "

- Salman Rushdie

Kv. Grétar Thor.

Hallgrímur Thorsteinsson sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Hallgrímur Thorsteinsson sagði...

Já þetta var frekar lömuð samsetning viðmælenda flokkspólitískt í viðkvæmu máli, Röggi, vissulega. En markmiðið var að reifa málefnalega mörk valdþáttanna þriggja, ekki flokkspólitískt álitaefni. Við heyrum í Bjarna Ben um þetta í þættinum í dag.

Nafnlaus sagði...

Það er ekki sama minnihluti og minnihluti. Ég er ekki viss um að þau séu í minnihluta þjóðarinnar í þessu máli.

Nafnlaus sagði...

Ríkisbatteríið er orðið algerlega til skammar þá meina ég í öllu tilliti!!!!!!!!!

Nafnlaus sagði...

Spegilinn á RÚV er að A-Þýskri fyrirmynd og þjónar sama tilgangi, að réttlæta núverandi stjórnvöld og haldi úti áróðri fyrir sjónarmiðum þeirra.

Landsmenn eru pýndir með lögum til að greiða skatta til RÚV, þetta apparat með mikilli vinstrislagsíðu og ALLS ekki óhlutlaust.

Spegillinn, Silfur Egils og Kiljan eru sorglegir þættir.

Nafnlaus sagði...

Ég er sama sinnis og þú, nema hvað mér finnst Reykjavík síðdegis sökka big time!