miðvikudagur, 14. nóvember 2007

Létt skotinn í Björgvin G.

Ég er sjálfstæðismaður. Ekki af gamni mínu heldur trúi ég að ákveðin grundvallatriði og þó ég sé oft grautfúll með mína menn þá hleyp ég ekki undan. En ég er oft skotinn í fólki úr hinum liðunum.

Ég var skrambi ánægður með þegar Björgvin G varð ofar en Lúðvik í prófkjöri samfylkingar á sínum tíma. Björgvin virkar maður sannfæringar á mig en hinn er atvinnustjórnmálamaður sem hleypur upp til handa og fóta þegar hann telur einhvern liggja vel við höggi. Það er mér ekki að skapi.

Er sumsé létt skotinn í viðskiptaráðherranum okkar, stundum. Og mér sýnist hreint út sem hann sé að tileinka sér viðhorf okkar hægri manna í hverjum málaflokknum á eftir öðrum.

Stutt síðan hann fullyrti að lækkun skatta þýddi meiri skatttekjur ríkissins. Hvað ætli Steingrímur segi við því? Og nú vill hann skoða það að ríkið hætti að stunda samkeppnisrekstur við einkaaðila í fríhöfninni. Þetta er mér að skapi.

Og kannski er enn von um að upp rísi stjórnmálamenn sem kunna að láta sannfærast. Það hefur lengi verið á allra vörum að þeir menn sem skipta um skoðun séu vinglar sem ekkert er að marka.

Björgvin G er gott dæmi um annað.

Röggi.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er létt samkynhneigð í rakaranum? Nei bara forvitni.