þriðjudagur, 11. desember 2007

Handbolti og kynlíf.

Handbolti eru ekki mínar ær og kýr. Læt mér almennt í léttu rúmi liggja hvernig kaupin gerast á eyrinni hjá handboltafólkinu. Ég vissi til dæmis ekki að til væri síða sem heitir handbolti.is fyrr en Rúnar vinur minn benti mér á hana.

Þar er að finna viðtöl sem stjórnarmaður HSÍ tekur við ungt handboltafólk af báðum kynjum. Bæði skriflegt og lifandi. Kannski er það bara ég, og Rúnar, en er ekki eitthvað undarlegt við að meginþemað virðist vera kynlíf hjá spyrjanda?

Ung stúlka í kvennalandsliðsferð á fullt í fangi með að verjast, ja í besta falli barnalegum spurningum um hluti sem ég myndi aldrei spyrja um.

Sjón er sögu ríkari. Handbolti.is

Röggi.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta eru svakalega barnalegar spurningar frá honum...

gunnarfreyr sagði...

Spurning hvort þetta er næsta verkefni Öryggisráðs FÍ?