þriðjudagur, 11. desember 2007

Heiðurslaun.

þá er tekist á um veitingu heiðurslauna ríkissins. Hljómar þetta ekki einhvernvegin undarlega, heiðurslaun ríkissins? Mér finnst það.

Að þrasa um það að þessi fái en ekki hinn er eiginlega alveg út í hött. Mér vitanlega eru engar reglur til um það hvernig fara skuli með þessi heiðurslaun. Þetta er enn eitt dæmið um það hversu vita vonlaust er að láta stjórnmálamönnum svona vald í hendur. Enginn rökstuðningur til eða frá. Þeir sem ekki fá dylgja um þá sem fá og þá sem veita styrkinn. Þá er talað um pótitík, eðlilega því pólitískir fulltrúar eru að útdeila bitlingum eftir behag.

Ég treysti mér ekki til þess að skera úr um hvort er fallegra rautt eða blátt. Eða hvort mjög vel stæður fyrrverandi ritstjóri moggans þarf þessa smáaura frekar en Sigurður A sem aldrei hafði skynsemi til þess að leggja fyrir eins og aðrir menn gera flestir.

Hit sýnist mér býsna augljóst. Svona nokkuð á að taka af stjórnmálamönnum og láta fagráð um málið. Nú eða hitt sem er líka ágætur kostur.

Hætta þessari opinberu mismunun sem þessi heiðurslaun munu alltaf verða. það hlýtur að vera óþolandi fyrir þá sem fá að þurfa að sitja undir dylgjum og skömmum frá fulltrúm þeirra sem ekki fá. Vegna þess að mjög auðvelt hlýtur að vera að finna góðar ástæður fyrir þvi að allir sem telja sig til listamanna eigi launin góðu skilin.

Ef við ætlum þrátt fyrir allt að halda þessu áfram þá verður að taka þetta af alþingi. Þar aflagast allir hlutir í eilífðarstríði meirihluta gegn minnihluta.

Röggi.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þeir væri jafn vitlaust að láta stjórnmálamönnum í tjé að útdeila afreksstyrkjum til íþróttamanna! Svo væri gaman að sjá hvaða íþróttamann/konu þeir myndu velja sem íþróttamann/konu ársins.