fimmtudagur, 6. desember 2007

Kristinn á Goodison.

Kristinn Jakobsson var í eldlínunni í gærkvöldi. Dæmdi evrópuleik hjá Everton fyrir fullu húsi. Stór stund fyrir hann persónulega því fótbolti er íþrótt númer eitt í heimunum. Kjötiðnaðarmaðurinn úr kópavogi er búinn að fara langa leið og grýtta til þess að komast á þennan stað. Mjög margir um hituna og þetta er því frábært. Hvernig í veröldinni stendur á því að hér heima þykir hann ekki besti dómarinn?

Stóð sig vel kallinn. Íþróttafréttamaðurinn talaði um hvað honum fyndist skrýtið að vera sífellt með augun á dómaranum. Þannig horfi ég á alla leiki. Var óheppinn með vítaspyrnudóminn ranga. Gunnar aðstoðardómari, nýklipptur, sá líka hendi þarna. Aldrei gott þegar við dómarar sjáum eitthvað sem ekki gerist. En svona gerast kaupin nú stundum á eyrinni.

Hef ekki nokkrar áhyggjur af því að þetta muni koma niður á honum. Menn eru greinilega búnir að ákveða að hann ráði vel við þetta. Það er langur aðdragandi að svona árangri og mönnum verður ekki hent út þó þeir geri mistök. Ekki frekar en að menn séu hafnir upp til himna eftir einn góðan leik.

Hamingjuóskir til Kristinns.

Röggi.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Einhvernveginn finnst mér að þetta fái helst til lítið vægi í íþróttaumfjölluninni miðað við hvað þetta er í raun stórt verkefni sem Kristinn er að fá þarna. Þetta er ákaflega mikil breyting miðað við fyrri tíma þar sem íslenskir knattspyrnudómarar voru í lægri styrkleikaflokkum en nú er og fengu þar af leiðandi "minni" leiki. Ætli það geti verið að KSÍ sé farið að beita sér eitthvað varðandi þessi mál og þar með viðurkenna í reynd mikilvægi þess hóps íþróttarinnar sem dómararnir eru?
Annars er ég sammála þér varðandi það að hinn rangi vítaspyrnudómur og rauða spjaldið í kjölfarið kemur ekki til með að setja Kristinn á kaldan klaka. Leikurinn var í heild ágætur hjá honum og hann sýndi í honum mikinn karakter sem er auðvitað það sem þarf. Menn hækka hann ekki upp um flokk bara til að henda honum strax þaðan út aftur.