Sit hér og horfi á silfur Egils. Rífandi skemmtilegt eins og oftast. Rétt í þessu mætti Hanna Birna í gin ljónsins. Sat til borðs menn þremur spunameisturum af vinstri kantinum með hinn stórskemmtilega Hallgrím Helgason í fararbroddi.
Hallgrímur blessaður er fyrir löngu orðin lið ónýtur í allri pólitískri umræðu vegna áunnins haturs í garð Davíðs og sjálfstæðisflokksins. Þar nær spuninn nýjum hæðum og hann trúir hverju orði sem hann heyrir sjálfan sig segja. Þráhyggjuraus hans um Davíð er gærdagsins.
Hanna Birna var fjári frísk. Lét ekki slá sig útaf laginu þrátt fyrir knappa stöðu. Kraftmikil og gerðist hreinskilin. Talaði um arma í flokknum. Hélt sjálfur að algerlega væri óheimilt að tala þannig. Reyndar er hægt að benda á arma og fylkingar í öllum flokkunum ef betur er að gáð.
Magnað hjá henni að upplýsa okkur um að allir hafi talað við alla þegar meirihlutinn var að springa. Og að til væru önnur sms en hin frægu. Kannski eru ekki öll kurl komin til grafar.
Bjarni Harðarsson heldur áfram að bulla uppúr sér hlutum sem mig grunar að hann hafi ekki ætlað að segja. Össuri brá greinilega í brún þegar Bjarni upplýsti um glatað tækifæri til að mynda vinstri stjórn, nú í haust!
Ef Bjarni bullar ekki þeim mun meira þá hafa átt sér stað þreyfingar um samfylkingin sprengdi ríkisstjórnina í haust. það sýnir að mínu viti styrk hjá samfylkingunni að hafa leitt það hjá sér. Samfylkingin þarf síst á slíku upphlaupi að halda.
Gaman að Bjarna og Össuri. Þeir minna mig sífellt á Bryndísi Schram eiginkonu Jóns Baldvins. Það eru engir neyðarhemlar. Allt látið flakka. Formenn þeirra hljóta að biðla til æðri máttarvalda í hvert skipti sem þessir skemmtilegu og eðlilegu menn komast í tæri við myndavélar.
Röggi.
sunnudagur, 30. desember 2007
Silfur Egils í dag.
ritaði Röggi kl 13:12
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Sannleikurinn í málinu er náttúrulega sá að Framsókn og VG geta ekki unnið saman í landsmálunum. Þó Samfylkingin hefði getað sprengt ríkisstjórnina og myndað slíka stjórn (með Ingibjörgu sem forsætisráðherra) hefði slík stjórn verið vængbrotin frá upphafi og ekkert getað gert. Það hefði verið pólitískt sjálfsmorð fyrir Samfylkinguna að standa að slíku. Ég held að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sé líklega ekki óskaríkisstjórn þeirra sem að henni standa en hún er eina starfhæfa stjórnin sem hægt er að mynda á landinu.
Sammála þér. Mig grunar að til þess að hér sé hægt að búa til langlífa vinstri stjórn þurfi styrkur framsóknar að aukast mjög.
Framsókn kann að vera í samstarfi öfugt við suma aðra.
Mér sýnist að í hvert skipti sem styrkur VG eykst þá aukist núningurinn og rembingur um það hver sé stærstur á vinstri kantinum.
Gömul saga og ný.
Skrifa ummæli