Það er þetta með heimanámið. Hef hugsað mikið um það. Vonandi bæði kosti og galla en líklega hef ég þó frekar séð gallana en kostina. Ég sé auðvitað gildi þess að foreldrar komi að og taki ábyrgð á námi barna sinna. Sé það líka í hendi mér að þær verða varla mikið dýrmætari stundirnar sem maður á með börnum sínum en þær sem fara í lærdóm og námsbækur.
En er ekki innbyggð mismunun sem fellst í heimanámi? Hvað með þau börn sem koma frá heimilum sem annað hvort geta ekki eða vilja ekki stunda námið með börnum sínum? þau börn eyða fyrstu árum sínum í kvíða og námserfiðleika auk samviskubits yfir því að skila ekki sínu og dragast aftur úr. Göngutúrinn í skólann erfiður því von er á athugasemdum. Meira að segja litlar sálir finna fyrir slíku þó fagmannlega og vel sé farið með.
það er staðreynd að mjög er mismunandi hvernig börn eru sett. Efast ekki um að allt er reynt til þess að brúa þetta í skólunum en efast ekki heldur um að það tekst ekki alltaf og líklega sjaldnast.
Getur verið að þarna hefjist ferli sem á endanum leiðir til einangrunar og jafnvel eineltis í skólum sem endar þá kannski með brottfalli og áhugamissi síðar meir?
Auðvitað er eðlilegt að hvetja foreldra til að lesa fyrir börn sín og síðar með þeim. Og ég veit líka mætavel að aldrei verða öll börn á sömu ferðinni í námi.
Ég hallast bara að því að betra sé að brúa það bil í skólum en utan þeirra. Þess vegna hef ég efasemdir um heimanám hjá yngstu bekkjunum. Áskil mér þó fullan rétt til að skipta um skoðun.
Röggi.
föstudagur, 28. mars 2008
Heimanám.
ritaði Röggi kl 21:20
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Gott hjá þér að skilja eftir svigrúm til að skipta um skoðun. Sjálfur hef ég kennt aðeins og hef pælt í heimanáminu. Mig langar að benda á nokkra kosti heimanáms (að mínu mati)
-krakkar læra (almennt)betur, t.d. lestur, með meiri æfingu.
-krakkar læra ábyrgð.
-í,t.a.m. stærðfræði, er ræktast skapandi hugsun án aðstoðat kennara
- foreldrar og krakkar vinna saman að einhverju, oft erfiðu.
En annars væri ég alveg til í að leggja niður heimanám ef foreldrarnir tækju að sér uppeldið.
Kristján
Þú vilt semsagt færa alla niður á lægsta plan?
Er fólk ekki enn búið að fatta að það færir bara þá lægstu neðar.
Skrifa ummæli