Hvernig væri að við kæmum okkur upp hryðjuverkalögum til að geta komið lögum yfir þá menn sem áttu bankana gömlu? Sú hugsun kemur æ oftar upp í huga mér hvort það séu kannski einu lögin sem geta náð yfir starfsemi þeirra.
Nánast daglega berast fréttir af ótrúlegum æfingum þessara manna. Og flutning peninga í reiðufé til eyja hingað og þangað á meðan bankarnir sáu fram á peningaþurð. Kannski áttu Bretar ekki annarra kosta völ...
Hitt er allavega alveg ljóst að rekstur þeirra og aðferðir hafa skilið landið eftir eins og við höfum orðið fyrir hryðjuverkaárás.
Röggi.
miðvikudagur, 28. janúar 2009
Vantar okkur hryðjuverkalög?
ritaði Röggi kl 00:38
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Allar siðmenntaðar þjóðir eru með lög um kyrrsetningu eigna - nema við.
Þetta eru auðvitað ekkert annað en hryðjuverk sem þessir auðmenn hafa stundað - og það ættu að vera til staðar sérstök hryðjuverkalög sem næðu til þeirra.
Skrifa ummæli