Núna er ég að hugsa um bankaleynd. Mér er ljóst að lög um bankaleynd er ekki slæm hugmynd. Tilhugsunin um að allir komist í upplýsingar um viðskipti banka við fólk og fyrirtæki er ekki góð. Og almennt ekki til umræðu til þessa dags myndi ég halda.
Núna er óvenjulegir tímar og við höfum gripið til óvenjulegra ráða til að berjast við hrunið. Settum til að mynda neyðarlög sem voru og eru umdeild en þar var reynt að bregðast við gríðarvanda og til þess þurfti kjark og áræði í þröngri stöðu.
Þar var gripið inn í það sem mætti kalla eðlilegan framgangsmáta til að ná fram ákveðnum markmiðum. Óvenjulegar aðstæður óvenjulegar aðgerðir og tilgangurinn vænn. Að við gætum kannski lifað hrunið af og haldið veginn áfram.
Núna situr ríkisstjórn sem hefur engan kjark og enga sýn. Þar situr fólk eins og Lilja Mósesdóttir og skýlur sér á bak við lög um bankaleynd ef hún er spurð um afskriftir banka. Fólkið sem tók við og ætlaði að sigla okkur inn í nýtt Ísland felur sig á bak við lög sem hið gamla bjó til og starfar enn eftir í skjóli Lilju Mósesdóttur og félaga.
Þessi lög koma í veg fyrir að nokkur maður viti hvað er að gerast í bönkunum. Hvað er afskrifað og hverjir fá þær og hversu miklar eru þær? Hverjr fá að kaupa á útsölunni og hvað þurfa viðkomandi að borga fyrir? Hvað eru skilanefndir eða slitastjórnir eða hvað þetta heitir allt að bauka? Hverjir eru hinir nýju eigendur Íslands? Og hverjir eiga bankana.......
Ef lög um bankaleynd koma í veg fyrir að hægt sé að vita um þessa hluti þá þarf kannski að breyta þeim lögum eitthvað. En til þess þarf kjark og vilja og sú stjórn sem nú situr hefur hvorugt.
það fólk er bara á móti og segir nei án þess að gera nógu vel grein fyrir atkvæði sínu.
Röggi
miðvikudagur, 28. júlí 2010
Bankaleynd og kjarklausir pólitíkusar
ritaði Röggi kl 14:55
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
"það fólk er bara á móti og segir nei án þess að gera nógu vel grein fyrir atkvæði sínu."
Ertu að tala um andstæðinga ESB aðildar?
Bankaleyndin og illa rekin fyrirtæki viðhalda sér með þeim lögum sem hafa verið í gangi.
Vítin eru til að varast þau, Röggi saklausi.
kv/Sigurður Þórðarson
Bankaleynd er fín fyrir einstaklinga en um leið og þú ert komin með kt á fyrirtæki ætti allt að vera opið - engin ástæða til annars, nema það að auðvelda fólki svik og pretti
Skrifa ummæli