þriðjudagur, 6. júlí 2010

Mótmæli og lánamál

Nú virðist mótmælabransinn vera að lifna við aftur með hefðbundnu sniði þar sem lögin og verðir þeirra eru vandamál en ekki hegðun mótmælenda. Í gær safnaðist fólk saman við seðlabankann og í dag við stjórnarráðið.

Full ástæða er til að andæfa mögnuðu kjark og dugleysi Gylfa Magnússonar og félaga frá því ríkisstjórnin tók við. Á meðan ríkisstjórnin röflar um villfé og bannar sólbekki og stripp hefur það sem skiptir máli verið látið reka á reiðanum. Ríkisstjórnin hafði tækifæri til að grípa inn í þegar bankarnir voru í ríkisumsjá og finna lausn fyrir alla skuldara en ekki bara suma eins og nú blasir við.

það var auðvitað ekki gert og því er sú staða upp komin núna að einungis þeir sem tóku mesta áhættu og græddu á henni fyrir hrun fá ríflega lausn sinna mála en aðrir síður. Um þá lausn verður aldrei friður enda slik skilaboð fráleit.

Mér sýnist seðlabankinn vera að reyna að verja bankakerfið með tilmælum sínum. Kannski setja lán til einstaklinga kerfið ekki á hliðina en hvað með lán til sveitarfélaga og fyrirtækja? Úr vöndu er að ráða og fáir góðir leikir í stöðunni.

Ríkisstjórnin sem ætlaði að mynda skjaldborgina en gerði minna en ekkert til þess er sökudólgurinn hér, ekki seðlabankinn. Tækifærið til þess að gera eitthvað í málinu var ekki nýtt. Það er mergurinn málsins og eðlilegt að mótmæla því.

Ég sjálfur er með bílalán og reikanði hvorki með því að það myndi hækka um 100% né að mér stæði á einhverjum tíma til boða að fá lán án verðtryggingar, gengistryggingar og nánast án vaxta. Dómur hæstaréttar virðist tryggja mér þau kjör að ég þurfi kannski ekki að borga lánið mitt til baka.

það var aldrei meiningin......

Röggi

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er gott þú hefur áhyggjur af bönkunum.

Ef þú tekur lán í jenum fyrir milljón, á genginu 1, þá á bankinn að kaupa jen fyrir milljón, og lána þér á umsömdum vöxtum. Bankinn græðir.

Bankinn á ekki að heimta að gengi jensins sé 3, og þú borgir 3 milljónir, vegna gengishruns. Bankinn átti að eiga jen sem dugðu fyrir láni.

En bankinn lánaði sömu jenin 100 þúsund sinnum, og vonaðist til að sleppa við gengishrun, með því að

A: Ástandið yrði stöðugt.

B: Gengistryggja lánin, sem er ólöglegt.

Ef bankarnir hefðu virkilega keypt jen, eða aðra gjaldmiðla, á móti þeim lánum sem þeir veittu, væru þeir í lagi.

En það gerðu þeir ekki, og það er ekki vandamál lántakenda.

Steina sagði...

Heyr! Heyr!