það er auðvitað þannig að sumt kemur manni ekki á óvart. Þriðjudagur kemur á eftir mánudegi og á undan miðvikudegi. Veðurfar er mildara á sumrin en veturna, jólin eru í desember og föstudagurinn langi er allajafna á föstudegi....
..og DV er í neðsta þrepi fjölmiðlunar og kemst ekki almennilega upp úr svaðinu. Ég hef sagt það oft og segi enn og aftur. Gæði fjölmiðla eru ekki mæld af því sem gengur vel heldur því hvernig slæmu dagarnir líta út.
Af einhverjum ástæðum tókst ritstjórn blaðsins að leyfa birtingu "fréttar" sem er svo stútfull af dylgjum og dellu að fáu er til að jafna meira að segja í sögu DV.
Hér er gefið í skyn og dylgjað til þess eins að koma höggi á persónu sem er reyndar stjórnmálamaður og ekki ofarlega á vinsældalista DV.
Þetta er í engin frétt heldur miklu frekar eitthvað sem fólki finnst gaman að bulla um á kaffistofum í móttækileg eyru viðhlægjenda sér til ánægju og auðkeyptrar aðdáunar um stundarsakir.
Ég veit ekki hvaða kröfu er hægt að gera til ritsjórnar DV. Það hefur ekki farið framhjá mér að eitthvað hefur blaðið reynt að bæta sitt eigið siðferði um leið og bent er á bresti annarra í þeim efnum stundum með ágætum árangri.
En þá kemur svona della þar sem eingöngu er reynt að níða niður persónu stjórnmálamanns af engu tilefni. Í pólitískri baráttu DV er allt leyfilegt og þar kann enginn að skammast sín. DV gerir ekki mistök....
það er eitthvað sjúklegt við þessa "frétt" DV. Menn geta nefnilega verið sjúkir á ýmsan hátt og sumar pestir leggja menn í rúmið óvinnufæra á meðan aðrar örva suma til verka.
En þó DV eigi að vera hætt að koma mér á óvart er lengi hægt að herða sprettinn niður í svaðið. Jafnvel þeir sem vilja grjótharða fjölmiðlun og aðhald án afsláttar hljóta að geta sett sjálfa sig inn í svona "frétt" og fundið að þetta er ekki í lagi.
Sumir þeir sem skrifa hvað mest og tala hæst í DV um orðræðuna og umræðuhefðir og hvert við stefnum sitja og horfa á svona vinnubrögð í þögulli vellíðan.
Ég legg til að þeir sem predika um orðræðuna og aðferðafræði þeirra sem stunda stjórnmál ættu ekki að setja þær eldmessur sínar á síður DV.
Það bara passar ekki.
Röggi
föstudagur, 6. janúar 2012
Hvenær gengur DV fram af sjálfu sér?
ritaði Röggi kl 03:01
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
24 ummæli:
Afsakadu stafsetninguna,
vil bara benda ther a thina eigin grein fra 31.des sidastlidnum. Thar ferd thu sjalfur med ymsa stafi sem vel maetti rengja.
Thannig ad eg myndi nu passa betur upp a rudurnar i glerhusinu.
Reyndar verd eg ad taka undir thad ad umfjollunin sem thu vitnar i er med thvi verra sem eg hef sed.
Kjartan
DV er ekki dagblað í skilningi orðsins heldur eitursmiðja sem spúir eitri um fólk sem menn þar á bæ líkar ekki við.
Einn af þessum mönnum sem ekki eru í náðinni hjá DV er Bjarni Benediktsson, enda hafa menn á DV lagt sig í líma við að rægja hann og hreint og beint að leggja hann í einelti.
Þannig heggur DV alltaf í sama knérunn, en það fer illa að lokum fyrir þeim sem það gera.
Aftur á móti njóta svokallaðir útrásarvíkingar algjörrar friðhelgi hjá DV, sérstaklega Jón Ásgeir og félgagar, enda hafa menn á DV leynda aðdáun á þessum tegundum útrásarvíkinga.
Svo má ekki gleyma því að DV strýkur ríkisstjórninni alltaf réttsælis og forðast að láta vondan blett falla á stjórnarliða.
Að halda því fram að DV sé "frjáls og óháður" fjölmiðill, er móðgun við þá sem eru frjálsir og óháðir.
Einhversstaðar verða hatursmenn íhaldsins að koma saman til hóprúnks. DV hefur tekið að sér að vera sá vettvangur og birtir síðan endrum og eins tíðindi af lífi og leik Jóns stóra í aumri tilraun til þess að fela flokkspestina.
Já, satt segirðu. Þeim sem er í nöp við íhaldið hafa komið sér fyrir á DV og fara þar fremstir þeir feðgar Reynir og Jón Trausti.
Þar að auki hafa safnast þar saman einir verstu leiðindapennar landsins undir dálkinum "Blogg DV" en þar geta þessir pennar skvett úr skálum reiði sinnar og beiskju.
Málið er líka að þetta snýst um að fá sem mest "innlit", ef maður svo mikið sem kíkir inn á síðuna hjá þeim í 2 sekúndur, þá er það skráð sem heimsókn, og það er náttúrulega hægt að fylgjast vel með þessu. Þannig að meiri skítur eða krassandi fyrirsagnir, þeim mun meiri innlit, þeim mun "álitlegri" söluvara.
Það sem ég er að koma að er að DV er allt í senn, hóra, hórumangari, og ............. margt sem mönnum dettur í hug. Samt er yfirskynið alltaf "blaðamennska"??!! Ég er ekki að segja að aðrir "fjölmiðlar" séu mikið skárri, og má segja að eyjan.is, sé á köflum á mörkunum á svona sora blaðamennsku, en þó ekki nánda eins slæmir og DV.
Ekki gleyma skaupinu strákar, þar eru nú aldeilis vinstrimanna "hóprunkin" líka á móti heilögum anda er það ekki ?
Frábært að sjá hvað þið sem kommentið eruð annars fljótir að læra af ljósi lífsins sem skín úr hádegismóum, bara farnir að tala um "svokallaða útrásarvíkinga" (sennilega var það óvart eða hvað ?).
Sýnist annars ágætis "hóprunk" í gangi í athugasemdum hér fyrir utan athugasemd Kjartans
Kv, Atli
Færslan sem hér er hneykslast á er ekki frétt, heldur Sandkorn. Sandkorn eru ekki ósvipuð Orðinu á götunni hjá Eyjunni eða Kaffistofunni á Pressan.is.
Mæli með að menn skoði aðeins málið áður en hneykslast er.
Ok, þó það heyti Sandkorn, er ætlunin að tala illa um og vera með dylgjur um náungann.
Um 70% af umfjöllunarefni Sandkorns DV er Sjálfstæðisflokkurinn og einstakir lykilmenn þar, mest þó Bjarni.
Sandkorn DV er rætið og ómerkilegt og notað til illu höggi á þá sem þeim á DV er ekki í þela við.
DV stundar margt níðið.
- Aflar ekki gagna um frétt eða umfjöllunarefni, sem gæti "réttlætt" þann meinbug sem blaðið ætlar að taka fyrir.
- Birtir ekki mótbárur þeirra sem fjallað er um við gerð fréttar, sérstaklega ef það eyðileggur efnisnálgun DV um að ráðast á mannorð fólks. Um þetta eru til fjölmörg dæmi.
- Þegar athugasemdir eru settar í "commentakerfi" DV, sem gagnrýnir efnistök DV, bendir á staðreyndarvillur eða tekur til staðreyndir sem rýrir efnistök DV, þá eru þau komment fjarlægð af ritstjórn.
- Og það besta er hvernig fólk er útmálað sem illmenni með aðdróttunum. Birt er frétt um eitthvað mál og svo bætt við "þess má geta að Jón Jónsson..." tengingu við eitthvað allt annað og ótengt mál, jafnvel arfalélegur fréttaflutningur af því tagi sem hér áður var minnst á. Og alltaf á neikvæðan máta, nota bene.
DV er hræðilegt blað sem hefur lítið með fréttamennsku að gera og meir með mannorðsmorð að gera. Nema ef til umfjöllunar er eitthver sem hefur orðið undir í lífsbaráttunni, þá eru silkihanskarnir teknir fram.
Kv. Grétar Thor.
DV er sorglegt blað og hefur verið í áratugi. Gildir þá einu hvort það eru sandkorn eða annað.
El Acróbata
Skaupið var algjör skandall Sjálfstæðis og Framsóknarflokkur lagður í einelti gott hjá Tryggva G þeim sómamanni að biðja alla afsökunar fyrir hönd PM.
Já, DV er hræðilegt blað þar sem reitt fólk fær útrás fyrir frústratjónir sínar.
Í raun er DV ekki blað, heldur eitursmiðja sem talar illa um þá sem þeim er í nöp við og rægir þá á allan mögulegan máta með illkvitni.
Kaupi aldrei DV því ég vil ekki styrkja þessa eitursmiðju.
Fyrir hvað stendur DV?
Dagblað Vinstrimannna (DV)???
Svo var völva DV hreinn og klár djókur.
Allt sem var spáð það tók mið af fréttaflutningi og efnistökum DV.
Stjórnarandstaðan fékk á baukinn, en stjórnarflokkunum við klappað réttsælis eins og venjulega.
Ég er viss um að þeir feðgar, Reynir og Jón Trausti hafa sjálfir skrifað þessa spá DV Völvunnar.
Enginn af ykkur hneykslast þegar Agnes og Davíð djöflast eins og gamalt og biturt fólk med áfengiseitrun út í allt sem þeim ekki þóknast og ráðast á vinsrti menn með háði og spotti.
Það verður ekki af sumum skafið hér með lygina, grátbólgnir halda menn hér fram og ljúga án þess að blikna að 70% af umfjöllun sandkorns sé um sjálfstæðismenn "mest þó Bjarni", ekki þarf þó annað en að smella á sandkorn í Dv til að sjá að þetta er helber lygi.
En sannleikurinn hefur verið að þvælast fyrir bullinu í sumum sjálfstæðismönnum og þeir eiga erfitt með að höndla það að morgunblaðið ráði ekki lengur umræðunni og þeir geti þvaðrað eitthvað bull án þess að nokkur gagnrýni.
Greinilegt að minni spámenn elta höfuðpaura þegar kemur að því að ljúga.
Kv, Atli
Svo fékk áramótaskaupið auðvitað bestu einkunn hjá DV, enda fengu þeir sem DV hatar mest slæma útreið í skaupinu.
Þessi daumur DV á skaupinu sýnir bara á hversu lágu plani fólk er á DV hvað smekk varðar.
Skaupið í ár var eitt hið lélegasta sem ég hef séð. Það var ekki einu sinni hægt að brosa af því.
Svona pólitískir brandarar eru sjaldnast fyndnir nema hjá pólitískt sjúku fólki.
Við eigum fullt af góða og hæfileikaríku fólki sem getur gert miklu betra og fyndnara skaup, en ekki þessi eilífu pólitísku skaup sem gerð eru eftir pöntun frá ákveðnum stjórnmálaflokkum.
Ætli Jóhanna og Steingrímur hafi kannski samið skaupið sjálf?
Atli, DV hefur það að mottói að leggja Sjálfstæðisflokkinn og valinkunna menn þar í einelti.
Skoðaðu bara Sandkorn betur og þá sérðu að Sjálfstæðismenn eru í yfirburðarstöðu þar sem umfjöllunarefni.
Aftur á móti fjallar DV nær aldrei um stjórnarflokkana, hvað þá sína "darlings" sem eru útrásarvíkingarnir og þeirra hyski.
Maður skyldi ætla að DV fengi greitt frá þessu útrásarhyski fyrir að fjalla ekki um það.
Ekki má heldur gleyma Davíðs-heylkenninu hjá DV.
Davið Oddsson er nánast alltaf til umfjöllunar í hverju tölublaði DV.
Þetta hatur DV-manna er sjúklegt og jaðrar við ofstækisfullt hatur á manninum.
Sjúklegt hatur DV-manna á Davíð er sérstakt læknisfræðilegt sem og félagsfræðilegt rannsóknarefni.
DV á að taka sér Morgunblaðið og AMX í óhlutdrægni.
Hvað á að gera við fólk sem kemur heilu þjóðfélagi á hvolf með óstjórnlegri græðgi og stanslausri spillingu með ömurlegum afleiðingum fyrir meirihluta landsmanna? Áður var það fálkaorðan en sá tími er liðin. Ef menn ætla að standa í þessari iðju, eftir hrun, má búast við meiri umfjöllun, meiri gagnrýni og jafnvel inngripum frá þjóðinni.
Merkilegt hvað maður dettur alltaf inn í eitthvað svarthol rugludalla, sbr. Atli.
Ég held að fólk sé orðið þreytt á svona fíflum eins og þér. Skilurðu?
Baugsfíflinn eru áberandi hérna samanber Atla og Kjartan.
Segiði, segiði. Það er líka viðurstyggilegt þegar menn eru að skrifa um sómakæra menn líkt og Tryggva, sem hefur ekkert gert nema hagnast á eigin snilld í gegnum ærleg viðskipti.
Eitursmiðjan á DV er stórhættuleg, þar er ekkert gert nema ráðist á heiðarlega Sjálfstæðismenn og hyglt undir Steingrími og Jóhönnu. Og svo skrifuðu þeir HELLING af fréttum um Jón Stóra, sem er ekkert nema áróður fyrir hönd Árna Páls (Þeir eru báðir sólbrúnir).
Ég skil ekki af hverju þeir sjá ekki Sannleikann og eru í sífellu að ljúga, eini miðillinn sem ég treysti er AMX, og þar á eftir kemur gamla góða Morgunblaðið auðvitað beint á eftir, ég hoppaði hæð mína af gleði þegar Davíð tók við. Loksins einhver af viti farinn að stýra þessu. Ég meina, einhversstaðar verðum við íhaldsmenn að geta hóprúnkað okkur saman. Hef ekki kippt í hann með Birni í langan tíma, því miður.
Það er líka hárrétt að á DV er aldrei skrifað um Jón Ásgeir, nema kannski einu sinni eða tvisvar, þar var bara talað um bílakjallarann hans og pulsupartý sem hann hélt, Skammarlegt, ég ætla að senda fréttaskot næst þegar ég frétti af því að Jón Ásgeir hafi veikst, og þá munu ég sjá RITSKOÐUN dagblaðsins með BERUM AGUGUM.
Nú er vinstrisinnaða elítan eflaust að makka í myrkum forarpyttum internetsins, í einhverjum afdölum bloggheimanna, þar sem þeir fróa lágkúrulegu þörf sinni til þess að dreifi EITRI og HATRI!
K. Kv. Führerlover.
Það er alltaf gaman að sjá hversu langt menn ganga þegar búið er að sparka ruglinu þeirra út í horn, í stað þess að viðurkenna lygina þá skal uppnefnt og lygin endurtekin enn og aftur blákalt án nokkurrar blygðunar.
Uppnefni eins og fífl og Baugsliði bíta ekki á blautan....
En sjálfsagt er fólgin einhver fróun í því að geta apað eftir stóru strákunum á lyklaborðinu.
Kv, Atli
Skrifa ummæli