Jón Steinsson skrifar reglubundið frábærar greinar um Íslenskt viðskiptalíf í moggann. Í gær varaði hann okkur við því að láta menn komast upp með þær æfingar sem hafa átt stóran þátt í að koma okkur í þá skuldastöðu sem við erum í.
Þá er hann að tala um brellur tengdra aðila sem selja sjálfum sér fyrirtæki fram og til baka á sífellt hækkuðu verði. Nefnir í því sambandi Sterling og 10/11. það fannst mér áhugavert. Af hverju 10/11?
Voru viðskiptin með 10/11 ekki dæmd lögleg í hæstaretti? Kannski eru svona taktar löglegir hér. Frá mínum bæjardyrum séð voru viðskiptin sem áttu sér stað með 10/11 á sínum tíma skólabókardæmi um hvernig hægt er að þverbrjóta lög um hlutafélög og komast upp með það. Mér er enn hulin ráðgáta hvernig hægt var að koma þeim í gegnum dómskerfið.
Kannski verður æra þessa manns troðin ofan í skítinn eins og sumra annarra sem hafa reynt árum saman að benda á hvernig þessir menn stunda sín viðskipti. Öllu var til fórnað. Kannski sér til lands í þessu núna.
Hugsanlega rumskar þjóðin og sér það sem alltaf var augljóst. Þau viðskipti sem eiga sér stað með 365 og voru reynd við TM eru sú tegund viðskipta sem við eigum ekki að líða. Slugsarnir búnir að skuldsetja fyrirtækin upp í topp og fá svo bara niðurfellingu og meiri peninga að láni. Og hafa í leiðinni grætt verulega sjálfir.
Þetta þarf að stoppa og þó fyrr hefði verið því reikningurinn endar alltaf hjá okkur.
Röggi.
föstudagur, 28. nóvember 2008
Grein Jóns Steinssonar um viðskipti.
ritaði Röggi kl 09:59 1 comments
Málfrelsi Katrínar.
Katrín Oddsdóttir varð hetja á svipstundu um síðustu helgi þegar hún hélt þrumandi ræðu yfir reiðum Íslendingum á Austurvelli. Þar fullyrti lögfræðineminn að stjórnvöld hefði brotið lög á borgurnum en þessi málflutningur var hrakin eftirminnilega í mogganum í fyrradag. Fólkið var aftur á móti ánægt með messuna.
katrín þessi er víst að læra lögfræði en á margt ólært greinilega. Sagðist í útvarpi standa við hvert orð og mun hiklaust hvetja fólk til þess að beita ofbeldi gegn valdhöfum ef þurfa þykir. Þeim skal koma frá með illu frekar en góðu.
Merkilegur málflutingur hjá verðandi lögmanninum. Hvenær skipta lög máli og hvenær ekki? Makalaust hvað pólitísk blinda getur afvegaleitt. Ekkert er að því að vilja stjórnina burt en verra að hvetja til hluta eins og valdaráns. Fyrst er ráðist á lögregluna og næst kannski alþingi...
Orðum fylgja ábyrgð. Katrín telur að þetta snúist um málfrelsið. Vissulega er henni eins og öðrum frjálst að tjá sig á hvaða þann hátt sem henni sýnist. Engum dettur í hug að draga þann rétt í efa.
Né heldur rétt okkar hinna til að krefjast þess að viðkomandi axli ábyrgð á orðum sínum. Það ætti verðandi lögmaðurinn að vita.
Röggi.
ritaði Röggi kl 09:04 6 comments
þriðjudagur, 25. nóvember 2008
Dylgjur um samning borgarinnar við Val.
Nú berast fréttir af óánægju íþróttafélaga í Reykjavík með það sem kallað er óeðlileg sérkjör sem Valsmenn fá hjá Reykjavíkurborg. Þessi óánægja virðist þó að mestu nafnlaus enda efnisatriði máls þannig að varla mun nokkur leggja nafn sitt við.
Því fer víðs fjarri að Valsmenn séu að fá sérmeðferð hjá borginni. Mér er nær að halda að þeir sem eru að blása þetta út viti hreinlega ekki mikið um þann samning sem borgin gerði við Valsmenn á sínum tíma. Reyndar er það þannig að fæstir í íþróttahreyfingunni trúðu því að Valur væri með söluvöru í höndunum í félagssvæði sínu. Það er önnur saga, og þó.
Valsmenn hf sem keyptu svæðið af félaginu tóku lán til að standa við sitt og ætlaði að ná sínu til baka með sölu á lóðum sem var búið að skipuleggja. Kannski rétt að minna á það að á þessum tíma var lóðaverð í Reykjavík skýjum ofar.
Svo gerist það að borgin biður um frest til að breyta skipulagi og var sá frestur veittur. Svo gerist það aftur og enn var sá frestur veittur og ég veit ekki betur en að enn sé skipulag á svæðinu óráðið.
Þeir sem ekki sjá að hér er borginni skylt að tryggja að Valsmenn hf beri ekki kostnað af láninu sem þeir tóku til að standa við sitt eru blindir. Í samningi Valsmanna hf var klausa um styrk til unglingastarfs sem ekki hefur, eðli máls samkvæmt verið hægt að standa við.
Borgin leggur nú út fyrir þessum styrk og kannski rétt að árétta að þar er verið að leggja út peninga sem á að endurgreiða þegar skipulag verður loks komið á og hægt að selja lóðir.
Borgin er sem sagt að hjálpa Valsmönnum hf til að lágmarka það tap sem þeir verða alveg augljóslega fyrir vegna þess að borgin hefur ekki getað staðið við sitt. Þó er klárt mál að Valsmenn hf munu ekki fá það verð fyrir lóðirnar og þeim stóð til boða þegar beiðnir Reykjavíkurborgar um frestun á fullnustu samnings tóku að berast.
Staðreyndir þessa máls liggja allar fyrir og því er furðulegt að ónefndir forráðamenn einhverra félaga skulu komast upp með dylgjur sem þessar. Valsmenn fengu ekkert gefins en bera samt talsvert tap sem klárlega verður ekki að fullu bætt.
það að borgin reyni að bjarga því sem bjargað verður gagnvart félaginu er í hæsta máta eðlilegt og sanngjarnt.
Röggi.
ritaði Röggi kl 19:20 0 comments
NRK lýgur upp á Jón Ásgeir!
Nú er það svart. NRK í Noregi er nú farið að ljúga upp á Jón Ásgeir. Hann á fullt í fangi með að leiðrétta vitleysuna í þeim. Þetta hlýtur að vera mjög pirrandi fyrir Jón enda á hann því ekki að venjast að fjölmiðlar fjalli um annað en hann segir þeim að fjalla um.
Merkileg þessi rógsherferð gegn þessum mesta fjárglæframanni landsins. Hún er bara orðin alþjóðleg. Nú er að útvega sér lánsfé og kaupa bara upp félagið. Hlýtur að fást keypt þó um ríkisfyrirtæki sé að ræða.
Og þó. Ætli sé til löggjöf um eignarhald á fjölmiðlum í Noregi? Þá stofna menn bara margar kennitölur og eignarhaldsfélög....
Röggi.
ritaði Röggi kl 18:47 2 comments
Flottur Jón Baldvin.
Ég fékk aðkenningu að gæsahúð þegar ég las grein Jóns Baldvins í mogganum í morgun. Þar var naglinn sleginn á höfuðið á snilldarlegan hátt á köflum.
Hvernig hann talaði um forseta vorn og fjölmiðla. Og viðskipti bankanna við eigendur sína. Allt þetta ætti að blasa við okkur þó margir geti ekki séð neina vankannta á forseta vorum af því að það hentar ekki pólitískt. Hann ber einn ábyrgð á því í hverri stöðu fjölmiðlar á Íslandi eru.
það sem gladdi mig mest var samt að Jón Baldvin skuli nú svo löngu eftir að Vilmundur klauf sig frá Alþýðuflokknum til að fylgja sannfæringu sinni sjá að Vimmi var með málið. Því eins og maðurinn orðaði það, það er kerfislæg villa hjá okkur.
Við erum ekki með aðskilnað milli löggjafans og framkvæmdavalds. Höfum aldrei verið með það. Hér er löggjafinn í vinnu hjá framkvæmdavaldinu. Þetta er í grundvallaratriðum þvæla og stórhættulegt. Menn voru ekki að grínast þegar talað var um þrískiptingu valds.
Hef sagt þetta þrjú hundruð sinnum og munar ekki um eitt skipti enn. Þingmenn eru ekki ráðherrar. Kjósum forsætisráðherra beint og hann velur sér stjórn. Þetta sá Vimmi fyrir löngu síðan að er rétta leiðin og vonandi munu fleiri sjá þetta nú.
Ég er sammála Jóni Baldvin með að nú er rétti tíminn til að koma með alvöru hugmyndir um uppstokkun á kerfinu. Ekki er nóg að skipta um andlit ef systemið er ónýtt. Geri mér grein fyrir þvi að mjög stór hópur hreinlega virðist ekki fatta að þetta er algert lykilatriði.
Þingið er löggjarsamkoma. Þjóðin kýs fólk til þings til að setja okkur lög. Ekki til að vera framkvæmdavald. Er það ekki augljóst? Þess vegna verðum við að kjósa forsætisráðherra beint og hann kemur svo málum framkvæmdavaldsins í gegnum löggjafarsamkunduna sem við völdum.
Jón Baldvin veit hvað hann syngur í þessu og þekkir spillingu þegar hann sér hana og veit kannski betur en margir hvar hún er uppalin og hvernig hún komst á legg. Gallað kerfi eykur líkur á slíku og því skulum við nú drífa okkur í því að koma þessu í lag.
Þetta er ekkert flókið. Þetta er lýðræðislegri leið til að velja sér forystu en sú sem nú er notuð. Í dag er alls ekki tryggt að "sigurvegarar" í kosningum komist að landsstjórn. Í kerfinu hans Vilmundar var það geirnelgt. Þjóðin kýs sér leiðtoga.
Það verður varla betra en það......
Röggi.
Röggi.
ritaði Röggi kl 10:48 3 comments
mánudagur, 24. nóvember 2008
Jón Ásgeir hótar málssókn.
það er þetta með Jón Ásgeir.
Hann er ekki feiminn við hlutina. Ég bara man ekki lengur hversu oft hann hótar málssókn. Nú er það umfjöllun um vafasöm viðskipti sem tengjast honum enda á hann ekki að venjast því að fjölmiðlar séu að fetta fingur út í hans bisness.
Nær væri að lögsækja þá menn sem hafa ekki fjallað um viðskipti hans í gegnum tíðina. Baugsmálið er hreint smámál þegar farið er ofan í saumana á því hvernig hann hefur mjólkað peninga út úr fyrirtækum sínum. En við erum bara sátt.
Horfum upp á ruglið og segjum fátt. Nú nýverið fór pilturinn í enn eitt trixið með fjölmiðlana sína. Þar afskrifaði hann ca 5 000 milljónir skulda. Þeim milljónum tapar einhver. Þær duttu ekki af himnum ofan frekar en allir hinir milljarðarnir sem hann skuldar en við borgum.
Þessu er fagnað enda verið að tryggja starfsfólkinu vinnu! Fyrst starfaði hann í pólitísku skjóli og svo þegar honum tókst að tryggja sér fjölmiðla landsins þá hefur hann starfað í skjóli þess sem ræður því hvað er til umræðu hér. Enda leggur hann allt upp úr því að eiga fjölmiðlana þó þeir tapi peningum hvert ár. Enda borgar hann hvort eð er ekki tapreksturinn eins og við vitum.
Árum saman hafa örfáir reynt að stympast við og skrifað um manninn. Þeir aðilar hafa mátt þola ótrúlegar svívirðingar frá fólki sem trúir öllu sem það sér skrifað í fjölmiðla. Eins og í Baugsmálinu var ráðist að persónu viðkomandi en alls ekki reynt að svara fyrir sig. það virkaði vel þar og verður reynt áfram.
Í stað þess að reyna nú að reka af sér slyðruorðið er reynt að sparka í menn. Það er aðferðin enda auðmýkt ekki til. Af hverju svarar hann ekki fyrir sig heldur hefur í hótunum sífellt?
Skilur hann ekki að nú hefur hann ekki sömu spil á hendi og áður? Fleiri og fleiri eru að vakna þó langflestir sofi enn vært. Og á meðan tekur hann eins og einn snúning til viðbótar á þjóðinni fyrir litlar 5 000 milljónir. það er reyndar vel sloppið í þetta skiptið. Hinir snúningarnir eru allir á gjalddaga með mig og þig sem greiðendur.
Kannski tekst honum svo að klína tapinu á Stoðum/Fl group á einhvern Hannes. Eða kannski Davíð sem væri mjög nærtækt. Umgengi hans í Íslensku viðskiptalífi er orðinn hreinn farsi og aðganseyrinn að farsanum hækkar stöðugt.
En þjóðin borgar sig samt enn inn. Hvernig á því stendur er bara eitthvað sem ég skil ekki og hef aldrei gert.
Og mun ekki skilja...
Röggi.
ritaði Röggi kl 15:13 2 comments
Óskastjórn Steingríms.
Hvernig dettur Steingrími J í hug að Samfylkingin fari í stjórn með VG eftir kosningar? Eða að einhver fari yfirleitt í stjórn með VG. VG virðist helst vilja vera í andstöðu.
Í því ástandi sem nú er vill Steingrímur ekkert gera. Hann vill ekki taka erlend lán enda nýlega kominn á þá skoðun að skuldir ríkissins séu vont mál. Hann hefði betur haft þá skoðun þegar hann var sjálfur við kjötkatlana.
Ef þessari fáránlegu tillögu fylgdu einhverjar aðrar hugmyndir væri hægt að taka þetta alvarlega. En svo er ekki enda lausnin ekki auðfundin og allra síst ef ekki á að fá peninga að láni.
Auk þess telur VG að við séum ein í heiminum og þurfum ekki að axla ábyrgð á reikningum erlendis. Þar vill hann bara lemja höfðinu við steininn og verða bara harður. Gömul þjóðremba sem hljómar örugglega vel í einhverjum eyrum en skilar okkur engu. Nema kannski alþjóðlegri einagrun.
Ég held að hvorki þjóðin né Samfylking þurfi á slíku samstarfi að halda. VG ætlar sér ekki inn í ESB en þangað stefnir Samfylking hraðbyri með stuðningi þjóðarinnar. Þar mun ekki verða gefinn neinn afsláttur við næstu stjórnarmyndun.
Af þessum ástæðum og mörgum öðrum er langlíklegast að VG sitji um langa tíð á bekknum jafnvel þó fylgið færi í 30%. Ég held að málflutningur VG sé í raun lím þessarar ríkisstjórnar.
það er ekki í nein önnur hús að vernda.....
Röggi.
Röggi.
ritaði Röggi kl 14:17 0 comments
Álfheiður Ingadóttir ruglar.
Borgaraleg óhlýðni varð á þessu ári tískufyrirbrigði. Vörubílstjórar ruddust á göturnar og sköpuðu umferðaröngþveiti sem vatt svo upp á sig þannig að þeir sem voru óánægðir með bara eitthvað bættust í hópinn og öllu var mótmælt. Við vitum hvernig það fór. Eitt allsherjar rugl sem snérist undir það síðasta um að lemja á lögreglunni.
Nú er tími mótmæla og óánægju. Ekkert nema gott um það að segja ef fólk vill koma saman og mótmæla. Og líklega verður seint hægt að koma í veg fyrir eggjakast og fánahyllingar í kringum svoleiðis. Sumum finnst það tilheyra og vera sniðugt. Mér ekki...
Þeir sem standa fyrir mótmælum og fundum á torgum þurfa að muna að sýna ábyrgð í tali. Annars er hætta á stigmögnun sem enginn veit hvar endar. Svo eru auðvitað þeir til sem vilja bara að svona magnist og endi helst í allsherjar óreglu.
Álfheiður Ingadóttir er nálægt því. Hún hafði ágætan skilning á því að hópur fóks reyndi með hreinu ofbeldi að ráðast inn á lögreglustöð. þeirri árás var hrundið sem betur fer. það er grafalvarlegt að ýta undir svona hegðun þó henni þyki þessi borgaralega óhlýðni kannski smart.
Hvurslags þjóðfélag vill konan að við eigum hér? Eigum við að safna saman hópi af reiðum vinum okkar og ráðast til inngöngu hjá skattinum ef við teljum menn þar ósanngjarna? Ættum við að ráðast inn í þingið og taka það í gíslingu?
Undir engum kringumstæðum er hægt að mæla með svona hegðun. þeir sem ekki sjá að með því er vegið að grunnstoðum samfélagsins og allsherjarreglu eru frá mínum dyrum séð blindir eða eitthvað þaðan af verra.
Kannski gott að ryfja það upp að Álfheiður situr á löggjafarþingi okkar Íslendinga. Þar er hún fulltrúi löggjafans.......
Röggi.
ritaði Röggi kl 09:18 10 comments
föstudagur, 21. nóvember 2008
Óskynsamlegt að kjósa núna.
Nú rísa hárin á Samfylkingarfólki vegna þess að Ingibjörg Sólrún lýsir því yfir að ekki sé tímabært að kjósa. Ég heyrði hana ekki segja að ekki yrði kosið áður en kjörtímabilinu lýkur. Bara að þetta væri ekki tíminn.
Enda er þetta ekki tíminn. Öfugt við það sem mætir menn halda fram þá þarf hér ríkisstjórn. Þeir sem halda að við þurfum núna að fara í nokkurra vikna kosningabaráttu og slag á meðan Róm brennur hugsa þetta ekki í botn.
Vissulega er freistandi fyrir Samfylkingarfólk að innleysa fylgisaukningu núna en það má varla kosta hvað sem er. Núna syttist að krónan verði sett á flot og þá gengur hreinlega ekki að vera í kosningabaráttu.
Einhverjir munu nú koma með tugguna um að við viljum ekki að ÞETTA fólk taki þessar ákvarðanir heldur eitthvað óskilgreint annað fólk. Hvaða fólk er það? Er einhver von til þess að flokkarnir umpólist bara allir og fyllist af glænýju fólki einn tveir og þrír.
Miklu líklegra er að ef kosið er síðar að þá muni flokkunum gefast ráðrúm til að endurmeta alla hluti. Það gerist ekki á tveimur mánuðum. Eina "nýja" fólkið sem í boði er eru frjálslyndir og svo "nýja" fólkið sem stýrir VG. Rétt upp hendi sem vill að Steingrímur J komist að til að skila lánunum sem við erum að fá.
Svo er hinn möguleikinn auðvitað. Demba sér í kosningar til að kjósa sama fólkið aftur en bara í nýjum hlutföllum og sleppa því að setja krónuna á flot á meðan. Gera eins og VG vill hafa það, sumsé ekki neitt. Þá erum við alveg örugg um að fyrirtækin fara öll á hliðina. Hver græðir á því?
Kosningar núna eru út í hött. Efast ekki um fólk sem ekki hefur neitt málefnalegt til málanna að leggja telur að ég segi þetta vegna þess að ég er Sjálfstæðismaður. Ég held því fram að margir af þeim sem leggja þetta til séu Samfylkingarfók sem sér fylgisaukingu í kosningum í hyllingum.
Ég geri mér stútfulla grein fyrir því að kosningar fyrir timann eru eðlilegur hlutur. það verður þó að vera síðar en fyrr þvi nú er verk að vinna fyrir stjórnvöld. Þau stjórnvöld sem nú eru við völd eru örugglega ekki verr til þess fallin en fólkið sem er á hliðarlínunni.
Þar eru engar lausnir. Bara róið á reiðina og óánægjuna. Hún kann að vera réttlát en skilar okkur engu.
Röggi.
ritaði Röggi kl 17:05 10 comments
Rausandi ráðherrar.
Hvað ætlar Samfylkingin að verða þegar hún er orðin stór? það er brennandi spurning. Mér finnst Ingibjörg Sólrún vera á góðri leið sjálf. Gríðarlega mælsk og beinskeytt og fer nánast aldrei yfir strikið. Er að reyna að búa til landsföðurslega ímynd sem er svo nauðsynleg.
Núna er hún í ríkisstjórn með mínum mönnum við skilyrði sem enginn stjórnmálamaður hefur nokkru sinni þurft að horfast í augu við. Ólíkir flokkar um flest og ágreiningur um stór mál öllum ljós. Geir og Ingibjörg fara býsna vel með samstarfið og ágreininginn. Eru hófstillt og virka samhent.
Enda ekki vanþörf á akkúrat núna. Margir heimta kosningar núna þó flestum virðist augljóst að slíkt tal eru í besta falli broslegt. Kosningar núna þegar við þurfum mest á stöðugu stjórnafari að halda gagnvart okkur sjálfum og umheiminum væri glapræði.
Reyndar voru þeir skoðanabræður, Sigmundur Ernir og Sigurjón Egilsson, saman í útvarpinu í morgun að éta þessa kröfu upp eftir hvor öðrum. Annar taldi stjórnmálamenn hrædda við kjósendur og hinn taldi okkur ekki þurfa ríkisstjórn! það væri hvort eð er búið að taka allar ákvarðanir. Þetta er fólkið sem býr til fjölmiðlana...
þeir eru kannski að taka þetta upp eftir tveimur ráðherrum Samfylkingar. Af hverju ráðherrarnir rjúka nú til og bulla um þetta er mér hulin ráðgáta. það er akkúrat svona uppákomur sem hafa staðið vinstri flokkunum fyrir þrifum árum saman. Upphlaup og óstöðugleiki.
Ekkert er að því að hafa þessa skoðun og lang líklegast er að fljótlega verði kosið. Þetta fólk er að leitast eftir stundar vinsældum en sú leit hefur leikið margan stjórnmálamanninn grátt. Þetta veit Ingibjörg enda hefur hún stórbætt pólitískt stöðumat sitt og tímasetningar.
Og hafi hún líka kjarkinn þá fjúka þessir ráðherrar nokkuð örugglega úr stólum sínum og geta þá hafið eftirsóknina eftir vindi sem óbreyttir. Með því tæki hún stórt pólitískt frumkvæði og styrkur hennar yrði öllum ljós.
það er nefnilega þannig hjá okkur að alltaf er leitast við að fyrirgefa og gleyma. Verja sitt fólk í gegnum þykkt og þunnt. Akkúrat þessa dagana fer þetta rosalega í taugarnar á fólki.
Með því að losa sig við þessa ráðherra sem er þreyttir þá tæki hún frumkvæðið af mínum mönnum sem þyftu svo sannarlega á andlitslyftingu að halda líka.
Þetta er dauðafæri.
Röggi.
ritaði Röggi kl 11:08 3 comments
Dómgreindin hans Ólafs.
það er svo sem ekki nýtt að dómgreindin og eðlið svíki Ólaf Ragnar. Allur hans pólitíski ferill, sem enn stendur yfir, er meira og minna markaður því að karlinn tapar dómgreind reglubundið.
Nú situr hann á Bessastöðum og hefur gersamlega einangrast frá þjóð sinni eins og vinir hans útrásavíkingarnir. Hann sleikti þá og kjassaði seint og snemma árum saman. Gékk svo erinda þeirra í fjölmiðlafrumvarpinu og gerði þjóðinn mikinn óleik í leiðinni eins og öllum ætti nú að vera ljóst.
Þar var Ólafur á sögulegum lágpunkti því kostnaður okkar vegna þessa pólitíska vinargreiða er verulegur. Og nú skrifar hann bók á meðan hann enn gegnir embætti. Kannski er kostnaður okkar eitthvað minni við þann gerning enda svívirðir hann bara embættið með þessu en ekki bæði þing og þjóð.
Situr svo bara í hásætinu og neitar að tjá sig um bomburnar sem hann setti fram. Enda grunar mig að honum finnist blóðið sitt vera farið að blána mikið. Fyrir neðan hans virðingu að svara spurningum um bókina en í góðu lagi að skrifa hana.
Já dómgreindin hans Ólafs Ragnars lætur ekki að sér hæða....
Röggi.
ritaði Röggi kl 10:55 7 comments
miðvikudagur, 19. nóvember 2008
Flottur forstjóri Landspítala.
Nú er fyrirsjáanlegur niðurskurður sem mun ná til allra með einum eða öðrum hætti. Ríkið verður líka að spara og þá byrjar venjulega mikill harmagrátur. Á sumum sviðum er sparnaður erfiðari en öðrum eins og gengur.
Í heilbrigðskerfinu hefur öllum sparnaðar og hagræðingartillögum verið tekið mjög illa. Forstjórar hafa farið mikinn venjulega og talið sparnað útilokaðann. Þess vegna var sérlega ánægjulegt að sjá lítið viðtal við nýráðinn forstjóra Landspítalans í gær.
Þar kvað við nýjan tón. Hún taldi þetta allt gerlegt og var jákvæð og bjartsýn. Með skynsemi og skipulagningu væri þetta mögulegt og það án þess að skerða þjónustu. Öðruvísi mér áður brá.
Ég efast ekki eitt augnablik um að þetta verður snúið i framkvæmd. Fitan sem safnast hefur utan á ríkisrekið heilbrigðiskerfið verður ekki svo auðveldega skorin af. Starfsfólkið mun líklega andmæla eins og vant er enda ekki í vinnu hjá rikinu heldur öfugt.
Svona finnst mér að forstjórar í vinnu hjá ríkinu eigi að vera. Rífast og berjast fyrir auknum fjárheimildum við ráðherra á réttum vetfangi en koma svo fram af fagmennsku út á við. það er jákvætt og býr til góða umgjörð um reksturinn og þær breytingar sem óhjákvæmilegt er að gera. Sjúklingum og starfsfólki mun bara líða betur í stað þess að selja fólki endalaust þá hugmynd að viðkomandi sjúkrahús sé sífellt í svelti og geti ekki staðið sig.
Fram til þessa hafa sjúkrahús forstjórar yfirleitt hlaupið í fjölmiðla og kvartað. Það er trúnaðarbrestur gagnvart yfirvöldum og ætti ef allt væri eðlilegt að reka slíka menn. Hvernig ætli yrði tekið á forstjóra í einkageiranum ef hann hlypi í fjölmiðla til að úthrópa vinnuveitendur sýna vegna ákvarðana sem þeir þurfa að taka?
Er harðánægður með þennan nýja forstjóra.
Röggi.
ritaði Röggi kl 12:01 6 comments
þriðjudagur, 18. nóvember 2008
Frammistaða fjölmiðla.
Góðir menn héldu fund á NASA í gær. Þar var rætt um frammistöðu fjölmiðla undanfarið. Var ekki á staðnum en fékk sérvalið úrtak í fréttum áðan. Þar kenndi ýmissa grasa.
Auðvitað er hverjum manni ljóst að fjölmiðlar hafa brugðist. Flestir virðast hafa áhyggjur af því að stjórnvöldum hafi ekki verið veitt nægilegt aðhald. Eflaust má endalaus bæta það en mér finnst nú ekki minna mál að eignarhaldið á þeim hefur komið í veg fyrir að auðmennirnir okkar hafi fengið það aðhald sem þeir hefðu svo sannarlega þurft.
Upprifinn Sigmundur Ernir kvartaði yfir því að lygnir stjórnmálamenn fengju kosningu aftur og aftur. Sérlega magnað að heyra þetta frá manni sem er í vinnu hjá fyrirtæki sem hefur hlaðið undir eiganda sinn árum saman. Sá maður hefur verið í baráttu fyrir frelsinu og eftirlitsleysinu allan tímann til að geta stundað sín viðskipti. Verið í slag við bæði löggjafann og framkvæmdavaldið. Heimsku stjórnmálamennina sem létu plata sig. Stjórnmálamennina sem nú er sagt að hefðu átt að stoppa ósómann. Hvað hefðu þessir hlutlausu fjölmiðlar sagt ef það hefði verið reynt. Kannski talað um pólitískar hefndir og annað í þeim dúr. það er nefnilega vandlifað...
þeir sem halda því fram að fjölmiðlar hafi ekki reynt að veita stjórnvöldum aðhald hafa ekki fylgst með. Þeir hafa ekki gert neitt annað. Reyndar af sérstakri yfirborðsmennsku sem oftar en ekki hefur snúist það með hverjum er haldið. Og þegar þú færð laun frá einum þá heldurðu víst ekki með hinum.
þasð er mergurinn málsins þó vissulega megi endalaust deila á augljósan skort á fagmennsku og reynslu. Til þess að fjölmiðlun verði sjálfstæð og eðlileg verður að setja lög um eignarhald og tryggja viðgang einkarekinna fréttamiðla eins og þess ríkisrekna.
Hér eru bara til lög um einn miðil og það er rúv og þau ólög tryggja bara enn frekar í sessi yfirburði þess miðils. Það er engum hollt og allra síst rúv sem má svo búa við ásakanair um að vera handbendi stjórnvalda ofan í kaupið.
Kannski er ekki við því að búast að í okkar mjög svo ófullkomna þjóðfélagi séu fjölmiðlar í hæsta klassa. Það væri nánast stílbrot. Á þessum tímum hefðum við þurft öfluga og sjálfstæða fjölmiðla sem gætu veitt alvöru aðhald.
Ekki bara stjórnvöldum því ég bara veit ekki hvað ætti að hafa komið í veg fyrir að Sigmundur og félagar hefði veitt þeim aðhald, heldur líka viðskiptalífinu en ég veit vel af hverju þeir gátu ekki veitt þeim aðhaldið sem þeir ekki fengu.
Af hverju var Ólafur Ragnar ekki boðaður til þessa fundar? Hann hefði átt þarna fullt erindi enda stöðvaði hann lög um eignarhald á fjölmiðlum til að vernda hagsmuni....
Hverra?
Röggi.
ritaði Röggi kl 12:55 2 comments
mánudagur, 17. nóvember 2008
Skúrkarnir sleppa.
Egill Helgason setti fram þá kenningu að Hanesi Smárasyni hafi hugsanlega verið umbunað fyrir að taka að sér að verða blóraböggull þeirra útrásarvíkinga. Eitt er víst að hvort sem það var gert með samþykki Hannesar eður ei að þá hefur tekist að gera hann að holdgervingi spillingar.
Og hann á allt skilið sem um hann er sagt en frá mínum bæjardyrum séð var hann peð. Peð sem Jón Ásgeir og félagar fórnuðu þegar allt fór fjandans til. Engu skiptir hvort menn tala um viðskiptin með Sterling eða rekstur FL group/Stoða eða Baugs. Eða Icelandair áður. Eða.....
Allt í kring og alls staðar er sami maðurinn aðalsöguhetjan í bakgrunninum. Maðurinn sem er með aurana og er oftast formaður stjórna félaganna og ber því mesta ábyrgð á rekstrinum. Ræður forstjóra og rekur og tekur grundvallar ákvarðanir. Leggur línurnar og ræður för.
Þessi maður heitir Jón Ásgeir. Hef ekki tölu á því hvað maðurinn sat og eða situr í mörgum stjórnum. Og varla dettur nokkrum manni í hug að hann komi ekkert að ákvörðunum þeirra fyrirtækja sem hann og hans fólk á meirihluta í.
Hann segist hafa komið inn í stjórn Stoða um síðustu áramót og tekið til við að skera niður stjórnunarkostnað. þvílík ósvífni. Stoðir/Fl group eru fyrirtæki í hans eigu. Rúmlega 6 000 milljóna kostnaður á örfáa starfsmenn árum saman var ekkert að koma flatt upp á Jón nú um áramótin.
þeir eru kræfir þessir menn. Litli Björgólfur heldur því fram að hann hafi bara ekki ráðið neinu um rekstur Landsbanka vegna þess að bankanum sé svo þröngt skorinn stakkurinn af eftirlitsstofnunum. Á sama tíma tala menn í bankanum um að skortur á aðhaldi og eftirliti hafi verið málið.
Þetta er allt meira og minna gleypt hrátt í fjölmiðlum hér. þeir sem hafa vogað sér að benda á þetta árum saman hafa að jafnaði verið úthrópaðir og eru jafnvel enn. Þetta var allt pólitík...
Flettum nú ofan af þessum mönnum og drögum þá til ábyrgðar og hættum að gapa af aðdáun þegar þeir ljúga að okkur ítrekað. Þeir geta ekki vísað á neinn. Eins og ég sé þetta þá standa þeir á berangri og svívirðan blasir við þeim sem vilja sjá.
En við erum svo upptekin af því að berja á stjórnmálmönnum að við gleymum gerendunum sjálfum. Þeir kenna reglum ESB um að þeir svindluðu. Næst hlýt ég að geta kennt bankanum mínum um að hafa lánað mér svona mikinn yfirdrátt. Vel kann að vera að reglur bankans um útlán hafi verið of sveigjanlegar en ég ber þó fjandakornið ábyrgð í mínum eigin gjörðum og ákvörðunum.
það eiga þessir menn að gera líka. Ekki bara Hannes Smárason. Hann var ekki aðal. Nú er mál að við beinum sjónum okkar að kóngunum og sér í lagi Jóni Ásgeir. Hann er nefnilega kóngur eins og við sjáum aftur og aftur. Ekki bara er siðferðið á viðskiptasviðinu laskað heldur er virðing hans fyrir úrskurðum dómstóla lítil.
Hversu lengi ætlum við að láta bjóða okkur þetta? Fórnarkostnaðurinn er nefnilega miklu meiri en bara einn Hannes. Reikningurinn er á leiðinni og við ætlum að láta skúrkana sleppa af því okkur finnst svo gaman að lemja á ríkisstjórninni.
Við skulum ekki snuða okkur um það en kíkjum nú á þessar alþýðuhetjur okkar líka því stjórnmálamenn munu fá það sem þjóðin vill á endanum. Útrásarhetjurnar eru að sleppa létt með fangið fullt af aurum....
Sem börnin okkar eiga eftir að borga...
Röggi.
ritaði Röggi kl 14:11 3 comments
Enn og aftur um Steingrím....
það er auðvitað að bera í bakkafullan lækinn að skrifa einn ganginn enn um Steingrím J og VG. Mér sýnist í fljótu bragði sem þessu tæplega 30% flokkur, ef marka má skoðanakannanir, sé að mestu algerlega liðónýtur þegar kemur að því að stunda stjórnsýslu.
Enn tuður æðstipresturinn yfir því að yfirvöld eru að reyna að koma undir okkur fótunum aftur. Blessaður maðurinn lætur eins og um fjölmargra góða kosti sé að ræða.
Við höfum vondan málsstaða að verja og höfðum allan tímann. það er auðvitað á mörkum þess siðlega að ætla að verja innistæður sumra en ekki annarra. Við bara föttuðum það ekki enda þjóðaríþrótt hér að gera þetta svona. Aðrar þjóðir tóku þetta ekki í mál.
Og þegar það gerðist áttum við enga kosti aðra en að standa okkar pligt. Þeir sem nú æpa hæst á aðild að ESB ættu að fagna, því ef við hefðum haldið því til streitu að standa okkur ekki hefði verið þrautin þyngri að komast í ESB ylinn enda regluverkið okkar ættað frá Brussel.
Hvernig væri nú að fjölmiðlar þessa lands settust nú niður með þessum óánægjumanni og bæðu hann að útlista fyrir okkur hvernig hann tæki á vandanum. Í þeirri stöðu sem nú er upp kominn skiptir akkúrat engu hvað honum hefur fundist um það sem gerðist undanfarin ár.
Núna þurfum við að fá að vita hvað hann vill gera. Ekki bara hvað hann vill ekki gera. Í þeirri stöðu sem við erum í núna er ekkigera stjórnmál nánast landráð. Kannski þurfum við annað fólk en núna er við stjórnvölinn.
En alveg er öruggt að það fólk er ekki Steingrímur J og félagar. Ég skora á fjölmiðla að pressa upp úr Steingrími hvað hans aðgerðaleysi myndi þýða fyrir heimilin í landinu og atvinnulífið til lengri tíma.
Röggi.
ritaði Röggi kl 13:10 4 comments
fimmtudagur, 13. nóvember 2008
Patentlausn og það strax.
Hann er stór hópurinn sem heldur að ráðamenn okkar séu dusilmenni sem ekkert eru að gera. Enda fjölmiðlar fullir af fólki dag eftir dag sem hefur lausnirnar sem reynast síðan handónýtar við nánari skoðun.
Iss þetta er ekkert mál. Fáum bara peninga hjá gjaldeyrissjóðnum og málið reddast. Nú eða Rússum eða jafnvel Kínverjum. Norðurlandaþjóðirnar láta okkur svo líka hafa aur og allt verður gott.
Svo eru þeir að koma upp núna sem geta reddað málinu á viku! Tökum bara upp Evruna og þá verður þetta ekkert mál. Allt þetta fólk á það sameiginlegt að halda að nú sé til einhver patentlausn. Það er Íslenska aðferðin.
Svo er skammast yfir því að ekki birtist einhver ráðherra daglega og segi við okkur að allt verði nú gott. Best væri ef allar upplýsingar lægju á borðinu frá einni klukkustund til annarrar.
Við eigum reyndar einn svona ráðherra. Hann Össur okkar sem er skemmtilegasti ráðherrann svo af ber. Hann rýkur til og lofaði okkur 1 000 milljörðum um leið og REY hugmyndin komst á rekspöl. Nú er það olían. Þetta er allt gott og blessað en ekki sérlega ábyrgt.
Betra er að tala þegar hlutirnir eru klárir. Nú eru ráðamenn lika skammaðir fyrir að lánið sem þeir töluðu um að kæmi sé ekki komið. Hefðu kannski betur þagað! Samt voru fulltrúar gjaldeyrissjóðsins sjálfir búnir að segja á fundi hér að allt væri meira og minna klappað og klárt.
Kannski er bara verið að greiða úr flóknum stöðum sem breytast dag frá degi alveg án þess að þær breytingar sé kokkaðar upp hér. Engin ástæða hvorki til þess að vekja upp falsvonir eða hræða. Róleg og yfirveguð skilaboð eru málið en ekki popúlismi.
Fólk hittist niðri í bæ vikulega núna og heimtar breytingar. Væntanlega kosningar. það væri snilld, fá stjórnarkreppu ofan í allt annað. Engin önnur stjórn mun gera þetta betur eða öðruvísi.
Við trúm því líka að með því einu að lýsa því yfir að við ætlum í aðlildarviðræður um inngöngu í ESB að þá muni allt lagast. Engin möguleg stjórn er sjáanleg í kortunum sem er tilbúin í það núna. Kosningar eru því óþarfi og leysa ekkert.
Patentlausna þjóðin lætur ekki að sér hæða. Gerir sér ekki grein fyrir þvi að við höfum slæman málsstað að verja og ríkistjórnin virðist hrekjast undan í vonlitilli tilraun til að reyna að komast undan ábyrgð. Ábyrgð sem umheimurinn allur virðist á einu máli um að við losnum ekki undan.
það eru engar góðar fréttir greinilega og mér sýnist mjög margt af því sem hérlendir fjölmiðlar hafa étið upp ef erlendum vera getgátur einar.
það verða engin töfrabrögð sem redda okkur núna. Hvorki stjórn né stjórnarndstaða munu galdra okkur á þurrt land. En menn geta verið handvissir um að unnið er nótt og dag við að finna leiðina þó það sé ekki gert í beinni.
Röggi.
ritaði Röggi kl 15:31 3 comments
þriðjudagur, 11. nóvember 2008
Gjaldeyrinn heim.
Okkur vantar gjaldeyri. Og það snarlega því ef ég hef trausta heimildarmenn þá er gjaldeyrir seðlabankans hreinlega að verða uppurinn. Varla þarf að ræða hvað það þýðir ef rétt reynist.
Á meðan sitja útgerðarmenn og fleiri á gjaldeyri sínum erlendis og koma ekki með hann heim. Þrýstingur á að menn sýni ábyrgð og komi með þessa peninga heim hlýtur að fara að aukast.
Og kannski ekki alveg ólíklegt að þær raddir sem vilja hreinlega hætta að notast við kvótakerfið verði háværari og fleiri. Hugsanlega ætti bara að fara að hóta útgerðinni að það muni gerast ef þessi leikur heldur áfram. Öllu skipt upp og gefið upp á nýtt.
Ég þekki fólk sem hingað til hefur ekki mátt heyra á þetta minnst ræða þetta af alvöru nú þegar menn þykjast sjá þessar tilhneigingar....
Röggi.
ritaði Röggi kl 20:30 4 comments
mánudagur, 10. nóvember 2008
Er ESB með ofbeldi í okkar garð?
Nú les maður að ráðherrar ESB séu að reyna að kúga smáþjóðina til að borga skuldir einkafyrirtækja í löndum ESB. Reglur ESB gerður reyndar ekkert til að koma neinum böndum á bankana eins og við vitum öll.
Bretar og Hollendingar virðast vera með gjaldeyrissjóðinn í skrúfstykki. Stórþjóðirnar hika ekki við blanda málum sínum saman við faglega umsókn okkar um lán.
Nú gæti liðið hratt að ákvörðuninni. Um það hvort við látum vaða og reynum að fara í ESB eða snúum okkur annað eftir bandamönnum. Ég er ekki viss um þvinganir ESB og Breta og Hollendinga eigi eftir að verða vatn á myllu aðildarsinna.
Spennandi tímar...
Röggi.
ritaði Röggi kl 13:08 14 comments
Eru stjórnvöld alltaf heimsk?
Það er þetta með eðli hlutanna. Liggur það bara í eðli hlutanna að hagfræðingar sem vinna hjá seðlabankanum séu að jafnaði á annarri skoðun en aðrir hagfræðingar? Man varla eftir öðru en að hagfræðingum bankans hafi verið mótmælt hátt og snjallt áratugum saman af hagsmunaaðilum.
Fjölmiðlar eru stútfullir af hagfræðingum og öðrum sérfræðingum sem fullyrða að stjórnvöld og seðlabanki séu að steypa okkur í glötun. Lausnin blasir við öllum öðrum en þeim sem stjórna hvar sem niður er borið í stjórnkerfinu.
Ef lausnin er að skipta um mynt á viku eins og hagfræðingur einn fullyrðir að sé ekki bara skynsamlegt heldur beinlínis auðvelt og fljótlegt, af hverju er það þá ekki gert? Vinna bara hálfvitar hjá hinu opinbera? Fólk sem veit ekki neitt og vill okkur hið versta? Vantar ekki eitthvað í þessa jöfnu?
Fyrir marga vantar ekkert. Þeir hafa hatrið á Davíð til að styðjast við. En dugar það? Varla getur hann haldið Samfylkingunni og öllum fulltrúum í bankaráði í faglegri og pólitískri gíslingu þó geðveikur sé.
Ég man varla eftir því að fjölmiðlar hafi getað haft upp á einum einasta sérfræðingi sem hefur stutt aðgerðir seðlabankans og stjórnvalda. Hvort það er matreiðsluaðferð þeirra sem þar ræður eða bara að engir slíkir finnist veit ég ekki.
Hitt veit ég að mér gengur illa að trúa því að þeir sem ákvarðanirnar taka séu illa innrættir. Samvinna við erlend stjórnvöld og sjóði daglegt brauð en samt ekki hægt að taka almennilegar ákvarðanir handa okkur. það eru bara þeir sem ekki ráða sem hafa lausnirnar.
Meirihluti þjóðarinnar vill ESB og evru. Hann vill líka afnema verðtrygginguna. Hann vill losna við Davíð. Hann vill meiri upplýsingagjöf. Hann vill kosningar. Og hann vill svo margt sem þeir sem ráða hlusta ekki á.
Hvernig stendur á þessu? Eru ráðamenn heyrnalausir eða bara hreinlega óheiðarlegt fólk sem vill illa? Varla, enda væru það mikil vonbrigði fyrir þann mikla meirihluta sem kaus núverandi stjórnarflokka. Verður til einhver sjálfvirk tregða hjá valdhöfum sem birtist þannig að aldrei er hvikað frá ákvörðunum sama hversu vitlausar sem þær reynast?
Er það málið? Misskilið stolt og þrjóska. Ætli þetta sé þá fjölþjóðlegt fyrirbrigði því fá stjórnvöld virðast hafa staðið sig í bankastykkinu og lenda nú í sömu súpunni og við þó kostnaðurinn sé víðast viðráðanlegur. Heimsk stjórnvöld sofa á verðinum á meðan þeir sem ekki stjórna segjast hafa séð þetta allt fyrir, og hafa lausnirnar sem þessi heimsku yfirvöld geta ekki komið auga á.
Er þetta kannski lögmál? Hæfasta fólkið vinnur kannski ekki hjá ríki og sveitarfélögum. Ég skil vel tregðuna hjá yfirvöldum að láta ekki þrýstihópa stjórna frá degi til dags. Núna er staðan þannig að þrýstihópurinn sem vill evru er eiginlega orðinn nánast allt atvinnulífið.
Ef lausnin á öllum okkar vanda liggur í því að taka hana upp með öllum ráðum á skömmum tíma af hverju er það ekki gert? Eru góðar ástæður fyrir því? þekki það ekki nógu vel en þekki það ekki heldur hvort lausnin svona augljós og auðveld.
Mér finnst vanta að stjórnvöld verji hendur sínar. Segi mér af hverju þetta en ekki hitt. Seliji mér það betur að bestu ákvarðanir séu teknar að vandlega yfirlögðu ráði eins og ég er viss um að sé reyndin.
Stjórnvöld eru að verða eins og hæstiréttur. Þegja bara í fullvissunni um að hafa rétt fyrir sér. Og að "þurfa" ekki að rökstyðja það frekar. Þar er ég ósammála.
Nú þurfa stjórnvöld að snúa vörn í sókn og fara í grendarkynningu á starfi sínu. Annars verða þau kafffærð varnarlaus af sérfræðingum utan kerfisins sem hafa lausninar. Eða hvað?
Röggi.
ritaði Röggi kl 11:35 0 comments
sunnudagur, 9. nóvember 2008
Ekki kenna veginum um.
það er gaman að hlusta á Jón Baldvin. Skeleggur og fluggáfaður. Talar af ástríðu og langoftast virkar hann mjög sannfærandi. Við erum þó að jafnaði ekki sömu skoðunar...
Hann var í útvarpinu í morgun að verja samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og þær reglur sem þar gilda en þær reglur eru einmitt reglurnar okkar. Frelsi í viðskiptum og frjálst fjármagnsflæði og þess háttar.
Hann líkti þessu við að lagður yrði vegur með akreinum til beggja átta til að auðvelda mönnum umferð. En þvertók fyrir að nokkurn tíma yrði hægt að kenna þeim sem lagði veginn um glæfra og eða glæpaakstur þeirra sem um veginn færu.
þarna komst hann vel að orði blessaður. því þó vegurinn sé lagður og ekki hægt að koma algerlega í veg fyrir að menn fari óvarlega þá er það varla veginum um að kenna menn hagi sér eins og bjánar. Ekki frekar en að innflytendur eiturlyfja geti með nokkru móti komið sér undan ábyrgð á eigin gerðum með því einu að benda á að eftirlit með landamærum sé svo gloppótt að þeir hafi hreinlega ekki komist hjá því að gera þetta.
Gerum við götin sem komu í ljós þegar misgráðugir bankamenn tóku sig til en látum þá ekki komast upp með að kenna öðrum um. þeir óku eins og brjálaðir menn um veginn sem lagður var.
það er ekki veginum að kenna. Jón Baldvin orðar þetta best...
Röggi.
ritaði Röggi kl 12:10 11 comments
laugardagur, 8. nóvember 2008
VG hendir reikningunum.
það er engu logið upp á VG. Steingrímur aðal birtist okkur grautfúll yfir því að stjórnvöld reyni að bjarga okkur frá hörmungum. Hann er á móti eins og alltaf og mun væntanlega minna okkur á það eftir 12 ár að hann hafi nú verið á móti skuldsetningu ríkissjóðs. þannig póltíkus er hann.
Eftir höfðinu dansa lirmirnir stundum og í dag ætla ungir VG liðar að bjóða til samkvæmisleiks. Fólki býðst nefnilega að henda reikningum sínum í ruslið fyrir framan þinghúsið. Sniðugt, og þá eru þeir væntanlega úr sögunni. Svo hjálpar svona auðvitað í þeirri uppbyggingu sem nauðsyn er. Í besta falli misheppnaður brandari.
Ef þetta er nauðsynlegt af hverju er þá ekki mótmælt við bankana? Þetta minnir á vörubíla mótmælin um daginn. Sökudólgar látnir í friði en nördast í stjórnvöldum. Það var ekki pólitísk ákvörðun að losa menn undan ábyrgðum.
Muna svo bara að eyða reikningunum út úr heimabankanum líka. Þá erum við orðin eins og fólkið sem við erum svo reið út í.
Ég kemst ekki.....
Röggi.
ritaði Röggi kl 12:41 13 comments
föstudagur, 7. nóvember 2008
Þrískiptingin..
Katrín Jakobsdóttir og Ragnheiður Ríkharðsdóttir voru í viðtali um daginn sammála um að alþingi væri hálflömuð afgreiðslustofnun fyrir ráðherra og ráðherra frumvörp væru einu frumvörpin sem fengju afgreiðslu þingsins. Þetta fannst þessum ágæti þingkonum ótækt og lái þeim hver sem vill.
Þær ræddu um hvernig mætti breyta þessu. Nefndu breytta vinnutilhögun og fleira gott en ekki það sem er augljósast. Sjálfstæði þings gagnvart framkvæmdavaldinu er í dag ekkert. Framkvæmdavaldið setur okkur lög og reglur. Þingmenn rétta svo upp hendur þegar við á. Ráðherrarnir skunda svo út í bæ að vinna eftir reglunum sínum.
Þetta er og hefur alltaf verið ótækt. Þingið á ekki að vera afgreiðslustofnun fyrir stjórnvöld. Þingið er löggjafasamkoma sem á að setja stjórnvöldum leikreglur. Við kjósum fólk til þings í þeim tilgangi. Til að setja lög en ekki til að framfylgja þeim. Dómstólar sjá svo um að lögum sé fylgt. Þrískipting valds.
Hér hjá okkur er þetta ekki þannig. Ráðherrar, framkvæmdavaldið, setur sjálfu sér reglurnar. það er vandinn sem þær stöllur ræddu. Þetta er grunnvandinn. Engu mun breyta þó við reynum að bæta verklag í þinginu. Þetta system er bara þannig að það mun alltaf virka illa.
Þess vegna var þrískiptingin sett í stjórnarskrána. það var ekkert djók eða vanhugsuð aðgerð. Og núna þegar margir tala um allsherjar uppstokkun á kerfinu er gráupplagt að skoða nú þennan þáttinn.
Og tryggja að þrískipting valds verði ástunduð svo stjórnvöld, framkvæmdavaldið, á hverjum tíma geti ekki farið fram án aðhalds þings og þjóðar. Og sett sjálfu sér leikreglurnar. það var aldrei meiningin.
Röggi.
ritaði Röggi kl 09:38 7 comments
þriðjudagur, 4. nóvember 2008
Rífa nú fram fjölmiðlafrumvarpið.
Margt er skrýtið í kýrhausnum. Mér hefur verið tíðrætt um það lengi að við verðum að passa upp á fjórða valdið, fjölmiðlana. Nú er kominn upp staða sem ekki má koma upp. Stórlega varasamur fýr hefur eignast allt heila klabbið. Allir virðast sjá að það er óhæfa.
Verulega er skemmtilegt að fylgjast með fólki sem barðist hér með oddi og egg gegn fjölmiðlafrumvarpinu á sinum tíma. Andstaðan gegn því þá snérist auðvitað ekki um neitt annað en pólitíska andúð á Davíð. Þingið var sátt og þverpólitíkst.
Málflutingur andstæðinganna snerist meðal annars um að frumvarpið væri sett til höfuðs Jóni Ásgeir. Líklega eitthvað til í þvi enda hann sá maður sem mest átti og á enn. Frumvarpið snérist um grundvallaratriði en ekki persónur. Persónurnar sem voru í yfirburðaaðstöðunni héldu öðru fram og kannski eðlilega. Hagsmunirnir lágu bara þannig. Frumvarpinu var ætlað að koma í veg fyrir slysið sem nú ríður yfir. Fikniefnainnflytendur gætu með sömu hundalógík kvartað yfir þvi að löggjöf um innflutning á eiturlyfjum snérist gegn þeim!
Rukkum nú forsetann og einkaþotufarþegann Ólaf Ragnar um hvernig honum lýst á stöðuna. því jafnvel þó kjölturakkar eins og Reynir Traustason telji það litlu máli skiptir hver á fjölmiðla þá fullyrði ég að það skiptir eiginlega öllu máli. Af hverju halda menn að þessir atvinnubraskarar telji sig þurfa að tapa þúsundum milljóna árlega á þessu eignarhaldi?
Við erum nú að drölsa þessu liði út úr bönkunum okkar og nú er kominn tími á að löggjafinn taki aftur upp fjölmiðlafrumvarpið og tryggi að þessir menn stjórni ekki allri umræðu hér áfram. kannski er einhver von til þess að fólkið sem taldi öllu fórnandi á sinum tíma til að koma höggi á Davíð geti látið þetta þjóðþrifamál ganga fram.
Einhverjir munu nú, eins og síðast, rjúka til og minna mig á að hér hafi Mogginn verið með yfirburðastöðu lengi og ekkert hafi verið gert þá. Röksemdin um að óréttlætið hafi verið lengi við lýði og því sé eðlilegt að viðhalda því fellur kylliflöt hvernig svo sem hún verður krydduð pólitískt og snædd.
Hugsanlega dettur ábúandanum á Bessastöðum ekki lengur í hug að þjónusta vini sína aftur eins og síðast. þetta mál hefur aldrei snúist um stjórnmál þó embættisfærsla Ólafs hafi svo sannarlega gert það. þann blett þvær hann ekki af sér héðan af.
Skaðinn ætti að vera öllum ljós...
Röggi.
ritaði Röggi kl 19:41 5 comments
sunnudagur, 2. nóvember 2008
Fjölmiðlafarsinn fullkomnaður.
Ég vill óska þjóðinni til hamingju með að Jón Ásgeir hefur nú eignast alla fjölmiðla landsins að ríkisútvarpinu undanskildu. Jafnvel þó menn þjáist heiftarlega af ofnæmi fyrir Davíð þá hljóta menn að sjá að þetta er fullkomlega fáránlegt og snýst ekki um stjórnmál.
Er ekki einu sinni viss um Berlusconi hafi þessa stöðu í hinni gerspilltu Ítalíu. Þeir sem harðast fagna þessu eru eru svo pikkfastir í pólitískri fötlun að engu tali tekur. það að menn í stöðu Jóns Ásgeirs geti ráðið því hvernig fjölmiðlun er er grafalvarlegt mál í prinsippinu. Við höfum öll horft upp á hvernig fréttastofan hans hefur verið nánast ónýt undir hans eignarhaldi.
Engu betra væri ef Björgólfur kæmist þessa stöðu. Þetta er hvergi leyft hjá siðuðum þjóðum. Enda búa ekki allar þjóðir að forseta eins og við hér. Veit ekki hvort vó þyngra þegar hann tók að sér að taka fram fyrir hendur á þinginu sem var kosið til að setja okkur reglur, pólitískt eðlið eða vinargreiði við gamla samherja og vini. Sagan mun ekki fara fögum orðum um þennan gjörning.
Eftir sitjum við í súpunni með einn aðal útrásarvíkinginn rétt nýbúinn að setja okkur á hausinn kominn með öll spil á hendur. Hann er ekki af baki dottinn blessaður og snarar hér fram einhversskonar gjaldmiðli til að ná þessu til sín. Hvort það eru aurar eða ekki aurar veit ég ekki.
Skipti lítlu. Ef að líkum lætur mun einhver annar borga á endanum.....
Röggi.
ritaði Röggi kl 17:01 5 comments